Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 81

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 81
„Þegar ég fór til Marokkó 1976 lenti ég í heilmiklu æv- intýri. Ég var meö hópi af fólki og viö höföum leigt okk- ur jeppa til aö komast á milli staða. Svo geröist það að bílstjórinn villtist í miöri eyöi- mörkinni, þaö var svarta- myrkur og nánast ókeyrandi á lélegum veginum. Loks sá- um viö Ijós í fjarska sem reyndist svo vera herstöö á landamærum Alsír og Mar- okkó. Þegar þangað var komiö var okkur gerö heljar- innar veisla og þar voru, mór til mikillar undrunar, á boð- stólum sviöahausar, alveg eins og þeir íslensku. Og það skyldi engan undra að ég var sú eina í hópnum sem borðaði sviöin, hinir bara fussuðu og sveiuöu viö þeim og skildu ekki hvernig ég gat látiö þennan óþverra inn fyrir mínar varir. Ég var himinlifandi yfir kræsingun- um en ég var hins vegar ekki eins himinlifandi nóttina á eftir. Ég varð fárveik og kast- aði upp alla nóttina og neyddist til aö eyða henni meö púddum í hænsnabúi. Ég fór til Zimbabwe 1991 og sá fyrsti, sem ég hitti fyrir í höfuöborginni, Harare, var hvítur maöur. Hann spuröi hvaðan ég væri og ég sagö- ist vera frá íslandi. Og þá sagði hann, eins og ekkert væri eðlilegra: „Já, já, ís- landi! Dóttir mín er einmitt nýkomin þaöan heim til Eng- lands en hún var aö vinna í 6 mánuöi í fiski á Flateyri." Og ég var náttúrlega alveg gapandi því mér fannst þetta svo sniðug tilviljun. Aö loknu feröalagi til Zimbabwe fór ég til Suður-Afríku en ég hafði haft það sem grundvallar- reglu að fara ekki þangað fyrr en aö aðskilnaðarstefn- an yrði afnumin. Þaö skemmtilega geröist á hótel- inu, sem ég var á í Höfða- borg, aö þar var íslensk starfsstúlka. Ég spjallaði viö hana og hún tjáöi mér aö hún hefði flust meö foreldr- um sínum suöur eftir. Og daginn áöur en ég yfirgaf hóteliö þá hringdi faðir stúlk- unnar í mig og spuröi hvort ég myndi ekki eftir sér. Þá kom í Ijós að þarna var á ferðinni gamall skólabróðir minn frá því ég var aö læra í Svíþjóð, 35 árum áöur. Ég tók mikið af myndum í Suö- ur-Afríku og talaði við marga, bæði svarta og hvíta. Mér fannst blökkumennirnir vera fullir af von og tilbúnir aö gleyma því liðna. En þaö var allt annar tónn í þeim hvítu, mér fannst þeir fullir af fyrirlitningu í garð svartra." Hvaöa lönd eru næst á dagskrá hjá þér? „Mig langar aö fara til Eg- yptalands nú um jólin. Ég er mjög hrifin af þeirri fornu menningu sem þar er og pýramídarnir eru heillandi. Ég er hins vegar ákveöin í aö fara til Namibíu í vor og e.t.v. Botswana í leiöinni. Ég fæ aldrei leiö á Afríku og mér finnst gaman aö upplifa þaö sem hún hefur upp á aö bjóða. Fyrir Ijósmyndara er Afríka líka mjög spennandi viðfangsefni." Já, þaö verður ekki af henni Önnu Hauksdóttur skafiö aö hún kallar ekki allt ömmu sína þegar ferðalög til framandi landa eru annars vegar. Fyrir utan mikinn Ijós- „Kona knúsar kött“ - mynd- ina tók Anna á ferðalagi sínu um Tyrk- land. myndaáhuga hefur Anna alltaf veriö mikill göngugarp- ur og hún hefur stundað skíöi um árabil, enda umvaf- in bæði frönsku og svissn- esku Ölpunum. En síðastlið- iö sumar varð hún fyrir því óhappi að fótbrotna illa í fjall- göngu og verður því vænt- anlega lítiö úr bæöi göngu- og skíðaferðum hjá henni á næstu misserum. „Til að fylla upp í það tómarúm hef ég fjárfest í litl- um skemmtara og er þegar farin aö læra á nóturnar. Og bráöum get ég spilað lög og dundað mér viö þaö í stað þess að klífa fjöll." □ Þessa mynd tók Anna í Suður-Afríku. Suður-Afríku virtust blökkumennirnir full- ir af von og tilbúnir að gleyma því liðna.“ FERÐALOG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.