Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 11
degi og nóg af tómatkrafti. í
matinn var sem sagt grjón,
pasta og tómatgeitarkássa á
hverjum degi, í hvert mál í
sex mánuði! Annars var það
apafjölskylda í Sómalíu sem
olli okkur hvað mestum
vandræðum með matar-
birgðirnar.
Við fengum einstaka sinn-
um sendar vatnsmelónur,
hnossgæti, bæði fyrir apa og
menn. Melónurnar grófum
við niður í jörðina til að forða
þeim úr hitanum. Aparnir
höfðu einstakt lag á að finna
melónurnar og voru oft búnir
að éta helling af þeim þegar
að var kornið," segir Sigríður
og hlær dátt að tilburðum
þessara dýra. Og aparnir
reyndust hrekkjóttir á fleiri
sviðum. Þannig háttaði til að
náðhús var reist úr greinum
grænum. Húsakynnin voru
nánast alveg lokuð en þó var
skilið eftir dálítið op þannig
að fólk gæti komist inn og út.
Þarna var engin hurð eða
annað slíkt, ekki einu sinni
spjald sem stóð UPÞTEKIÐ
á. Og sem hjálparlið eða
heimamaður sat þarna á
hækjum sér, yfir holu í jörð,
birtist gjarnan einhver úr áð-
urnefndri fjölskyldu í gætt-
inni: Skríííík!
BÓLUSETTIR
SKÆRULIDAR
Þessir íbúar svæðisins voru
ekki hættulegir en það sama
er ekki hægt að segja um
ýmsa þá sem bjuggu í flótta-
mannabúðunum. Margir
hverjir voru vopnaðir enda
átakasvæði í Eþíópíu
skammt undan og einnig var
nokkuð um sómalska her-
menn á svæðinu.
Sambýlið við þessa aðila
varð oft á tíðum mjög þrung-
ið spennu og að sögn Sigríð-
ar voru starfsmenn Rauða
krossins ítrekað í viðbrags-
stöðu því fyrirvaralaust gat
komið til óeirða. Þeir gátu
allt eins átt von á að ráðist
yrði á þá og hjálparstöðin
rænd og þá var eins gott að
hafa sig tafarlaust á brott.
Til þessa kom þó aldrei en
eins og nærri má geta þenur
slíkt andrúmsloft taugarnar
verulega. Og hvað þá þver-
sögnin í því að bólusetja
þessa alvopnuðu skæruliða
og gefa þeim nógu mikinn
mat, gera þá jafnvel hæfari
til þess að ráðast síðan á
velgjörðarmenn sína, drepa
þá eða ræna! Til þess kom
þó aldrei. Á hinn bóginn voru
það ekki stríðsmenn sem
urðu þess valdandi að Sig-
ríður Guðmundsdóttir frá ís-
landi þurfti að snúa heim. í
Sómalíu fékk hún lifrarbólgu
og var í töluverðan tíma að
jafna sig. Hún segist nú vera
búin að ná sór mjög þokka-
lega af sjúkdómnum. Henni,
líkt og öðrum sem stunda
hjálparstörf, var þó ekki til
setunnar boðið. Næst var
það Eþíópía, 1984-’85, í
hungursneyðinni miklu.
EKKI Á STERUM
„Þar sá ég marga skelfilega
hluti en jafnframt hið já-
kvæða, árangurinn, það sem
gerir þetta þess virði að
standa í því,“ segir Sigríður.
Hún tekur nú upp tvær lit-
skyggnur. „Sjáðu þessa
mynd,“ segir hún og sýnir
mér mynd af barni í fangi
hjálparstarfsmanns. Einung-
is húðin virðist halda barninu
saman og á lífi. „Sjáðu svo
þessa mynd,“ segir hún síð-
an og réttir mér aðra af
stálpuðu, lífsglöðu og
hraustlegu stúlkubarni.
„Sama barnið þremur mán-
uðum síðar," bætir hún við
og þarna skilst þeim, sem
aldrei hefur reynt, hvílík
kraftaverk er hægt að vinna
án þess að eitthvað yfirnátt-
úrulegt komi þar nokkurs
staðar nálægt. - Var hún á
sterum? missi ég út úr mér.
Sigríður brosir við þessari
allsnægtapælingu. Svar
hennar gæti ekki verið ein-
faldara: „Nei, hún fékk bara
að borða!"
Við höfum fyrir augum
okkar dæmi um þá sterkustu
hvatningu sem hjálparstarfs-
maður getur fengið í lífi sínu
og starfi. Dauðanum, hörm-
ungum og þjáningum er
hreinlega gefið langt nef.
„Hungursneyðin var gífurleg
á þessum tíma í Eþíópíu og
ég sagði einhvern tímann
stuttu eftir að ég kom heim
að mér þætti íslensk börn
svo ógeðslega feit! Ég hef
örugglega móðgað einhvern
með því að segja svona lag-
að. En á þessum tíma voru
viðmiðin hjá mér bara orðin
svo brengluð. Sjái maður
endalaust grindhoruð börn
þá finnst manni venjuleg
börn hér á landi einfaldlega
ofalin. Samanburður af
þessu tagi er auðvitað út í
hött en þetta segir ýmislegt
um þau áhrif sem ég varð
fyrir þarna úti.“
HUNGURKLÁM OG
DAUDI
Fréttamenn eru öllu hjálpar-
starfi nauðsynlegir til að
koma fréttum af hörmungun-
um og hjálparbeiðnum til
skila út um allan heim.
Ágangur þeirra getur hins
vegar keyrt um þverbak. „í
Eþíópíu gerðum við okkur
grein fyrir að í öllu annríkinu
yrðum við líka að sinna
fréttamönnum. Okkur fannst
þetta þó oft hálfgert klám,
enda hefur fréttamennska
tengd hungursneyð stundum
verið kölluð hungurklám. All-
ir vildu sjá verst höldnu börn-
in og þau atvik komu upp að
við vorum að berjast fyrir lífi
barns í þeirra orða fyllstu
merkingu, með sjónvarps-
vélarnar suðandi yfir okkur,“
segir Sigríður og þarna
sannast máltækið að eins
manns dauði sé annars
manns brauð. Meðan veilt
barnshjarta lognaðist ör-
magna út af hamaðist fjöl-
miðlahjartað sem aldrei fyrr.
„Við vorum eiginlega fyrir
fréttamönnunum af því að
nú átti að kvikmynda barn
sem var að deyja. Þetta varð
til þess að við urðum stund-
um örvæntingarfull og reið.
Okkur leið illa yfir þessu því
við vorum stundum tilfinn-
ingalega tengd þeim börnum
sem voru að deyja. Ég man
til dæmis eftir því þegar
fyrsta barnið dó í höndunum
á mér. Ég hélt þá ekki áfram
eins og ekkert hefði ískorist.
Það tók mig langan tíma að
yfirstíga það enda upplifði
ég mikla sorg. Barnið hafði
verið mjög veikt og vannært
og ég var búin að reyna um
nokkurt skeið að bjarga því.
Að halda á barni sem deyr í
höndunum á manni er eitt-
hvað sem hlýtur að hafa til-
finningaleg áhrif. Eftir þetta
hafa mörg börn dáið í hönd-
unum á mér og því fylgir allt-
af einhver tilfinning sem
aldrei venst." En nú yfir [
aðra sálma.
STRÍDDI KENNEDY
Edward Kennedy heimsótti
búðirnar sem Sigríður starf-
aði við í Eþíópíu og henni
var fengið það hlutverk að
útvega honum starf í búðun-
um. Hann hafði lýst sig
reiðubúinn til að gera hvað
sem væri, hann vildi fá að
kynnast hjálparstarfi af eigin
raun í einn dag. Þessum
bandaríska öldungardeildar-
þingmanni fylgdi vitaskuld
her fréttamanna hvert fót-
mál. „Ég varð að velja um
það að vera með í þessu
leikriti eða yfirgefa svæðið.
Fyrri kosturinn varð fyrir val-
inu enda þurftum við mikla
umfjöllun í Bandaríkjunum.
Ég spurði Kennedy hvort
hann vildi virkilega kynnast
starfi okkar eins og það væri
í raun. Hann kvað svo vera
þannig að ég sagðist þiggja
það að hann hjálpaði okkur
að mata börnin. Ég get verið
svolítið kvikindisleg í mér og
valdi krakka fyrir hann sem
ég vissi að gerði töluvert af
því að skyrpa út úr sér matn-
um.
Kennedy, sem greinilega
hafði ekki mundað skeiðina
of oft, lét sig hafa þetta og
byrjaði að mata krakkann.
Krakkinn byrjaði að öskra,
grenja og skyrpa meðan
Kennedy svitnaði en reyndi
þó virkilega að koma matn-
um rétta leið. Á þessu gekk
þar til einn af fylgissveinum
hans kom og leysti hann af
við mötunina. En Kennedy
var með okkur allan daginn,
reyndist mjög indæll og ekk-
ert vandamál að ræða við
hann. Við spjölluðum um allt
milli himins og jarðar. Og
þarna komu fleiri góðir gestir
eins og leikarinn Charlton
Heston, forsætisráðherrar
og fleiri pólitíkusar víða að.
Stundum fannst okkur fara
allt of mikill tími í að sinna
þessu fólki því auðvitað átt-
um við fullt í fangi með að
sinna því sem við áttum að
vera að gera; bjarga fólki.
Einu sinni gengum við meira
að segja út úr búðunum í
mótmælaskyni við mikið til-
stand vegna heimsóknar for-
seta landsins. Þá fylltist allt
af vopnum og hermönnum,
skriðdrekum var komið fyrir í
hæðum fyrir ofan búðirnar
og það samrýmist ekki regl-
um Rauða krossins þannig
að við gengum út á meðan.“
Eftir að mesta hungurs-
neyðin var yfirstaðin í Eþíóp-
íu fór Sigri'ður yfir til Súdan.
Þar fékk hún að taka þátt í
því að loka búðum eftir að
málum hafði verið komið í
nokkuð eðlilegt horf. Það
segir hún hafa verið mjög
skemmtilega upplifun, enda
það starf á allt öðrum nótum
heldur en í Eþíópíu. Frá
Súdan hélt hún heim til ís-
lands og fór að vinna á
hjartadeild Landspítalans
þar sem hún hafði alltaf unn-
ið milli ferða til hörmungar-
svæða í fjarlægum löndum.
„Hér heima þurfti maður oft
að taka sig á vegna þess að
hér eru allt aðrar aðstæður.
Mér fannst til dæmis sjálf-
sagt að taka bara skæri upp
úr vasanum þegar skipt var
um sáraumbúðir en auðvitað
FRH. Á
BLS. 54
1. TBL. 1994 VIKAN 1 1
HJÁLPARSTARF