Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 59
Pao De Acúar, eóa sykurtoppurinn, teygir sig úr sjó í um 400 m hæö yfir strandlengju Guanabara flóans og þá um leið Bota
fogo þar sem margir seglbátaeigendur leggja bátum sínum og koma í land fyrir kjötkveöjuhátiö.
8. OG SIÐASTI HLUTI PETUR VALGEIRSSON I SUÐUR-AMERIKU
KARNIVAL
TEXTI OG UÓSM.: PÉTUR VALGEIRSSON
Ríó er skiljanlega leik-
vangur Brasilíu og þá
ekki síst fyrir sínar
heimsfrægu baöstrendur.
Copacabana er án vafa
þekktust enda flykkist þang-
að ótrúlegur fjöldi og eyðir
sólríkum dögum í hvítum
sandinum þar sem blak eða
strandarbolti virðist eiga hug
allra. Af öðrum og heldur af-
slappaðri baðströndum, er
helst að nefna Ipanema, Fla-
mengo og Botafogo. Einn
hvimleiðan ókost hafa þess-
ar strandaparadísir, sem
ætíð virðist fylgja mann-
mergð og mikilli fátækt; það
er að segja unglings- og
smáfólksgengi, sem vinna
strendur þessar á degi hverj-
um, og þar sem ránsaðferðir
eru með öllu óútreiknanlegar
þykir ekki ráðlegt að bera
neitt það á sér sem menn
vilja síður missa. Þó þykir
ráðlegt, og það sérstaklega
er líða tekur að kveldi, að
vera með einhverja umfram-
seðla því auðveldlega getur
komið til átaka af skap-
vonsku ef menn eru allslaus-
ir og margur ferðalangurinn
hefur farið flatt á því þar sem
flestallir í þeim erindagerð-
um eru að einhverju leyti
vopnaðir.
Það mátti glöggt sjá að
það stefndi í stórræði á
næstu sólarhringum þar sem
sérstakir söng- og dans-
pallar spruttu upp víðast
hvar á mettíma og sérstak-
lega litríkar og tilkomumiklar
skreytingar voru settar upp
yfir tveimur aðalæðum Ríó
og þar um kring, það er að
segja Avenida Rio Branco
og Avenida Presidente
Vargas sem teygir sig í sinni
voldugu 100 m breidd, rúm-
lega 5 km í gegnum þéttbýl-
ið. Það er óhætt að segja að
Copacabana og næsta ná-
grenni sofi aldrei og slá lík-
lega villtustum takti þegar
I rökkva tekur og þá sérstak-
lega Avenida Atlantica sem
skilur að sandhvíta sjávar-
ströndina og háhýsin sem
rísa borgarmegin. Atlantica
hefur að geyma hreint
ógrynni matsölustaða, bara,
danshúsa svo ekki sé nú
minnst á næturklúbba. Því
varð úr að oftast endaði
mannskapurinn þar að
kveldi dags, enda skemmt-
anagleðin með öllu óþrjót-
andi. En hængur var þó á;
hóteiið okkar var í mun miklu
fátækari borgarhluta Ríó og
þurfti maður því að stóla á
heldur vafasamar áætlunar-
ferðir milli borgarhluta sem
varð þess valdandi að oftar
l.IBL.1994 VIKAN 59
FERÐALOG