Vikan


Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 59

Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 59
Pao De Acúar, eóa sykurtoppurinn, teygir sig úr sjó í um 400 m hæö yfir strandlengju Guanabara flóans og þá um leið Bota fogo þar sem margir seglbátaeigendur leggja bátum sínum og koma í land fyrir kjötkveöjuhátiö. 8. OG SIÐASTI HLUTI PETUR VALGEIRSSON I SUÐUR-AMERIKU KARNIVAL TEXTI OG UÓSM.: PÉTUR VALGEIRSSON Ríó er skiljanlega leik- vangur Brasilíu og þá ekki síst fyrir sínar heimsfrægu baöstrendur. Copacabana er án vafa þekktust enda flykkist þang- að ótrúlegur fjöldi og eyðir sólríkum dögum í hvítum sandinum þar sem blak eða strandarbolti virðist eiga hug allra. Af öðrum og heldur af- slappaðri baðströndum, er helst að nefna Ipanema, Fla- mengo og Botafogo. Einn hvimleiðan ókost hafa þess- ar strandaparadísir, sem ætíð virðist fylgja mann- mergð og mikilli fátækt; það er að segja unglings- og smáfólksgengi, sem vinna strendur þessar á degi hverj- um, og þar sem ránsaðferðir eru með öllu óútreiknanlegar þykir ekki ráðlegt að bera neitt það á sér sem menn vilja síður missa. Þó þykir ráðlegt, og það sérstaklega er líða tekur að kveldi, að vera með einhverja umfram- seðla því auðveldlega getur komið til átaka af skap- vonsku ef menn eru allslaus- ir og margur ferðalangurinn hefur farið flatt á því þar sem flestallir í þeim erindagerð- um eru að einhverju leyti vopnaðir. Það mátti glöggt sjá að það stefndi í stórræði á næstu sólarhringum þar sem sérstakir söng- og dans- pallar spruttu upp víðast hvar á mettíma og sérstak- lega litríkar og tilkomumiklar skreytingar voru settar upp yfir tveimur aðalæðum Ríó og þar um kring, það er að segja Avenida Rio Branco og Avenida Presidente Vargas sem teygir sig í sinni voldugu 100 m breidd, rúm- lega 5 km í gegnum þéttbýl- ið. Það er óhætt að segja að Copacabana og næsta ná- grenni sofi aldrei og slá lík- lega villtustum takti þegar I rökkva tekur og þá sérstak- lega Avenida Atlantica sem skilur að sandhvíta sjávar- ströndina og háhýsin sem rísa borgarmegin. Atlantica hefur að geyma hreint ógrynni matsölustaða, bara, danshúsa svo ekki sé nú minnst á næturklúbba. Því varð úr að oftast endaði mannskapurinn þar að kveldi dags, enda skemmt- anagleðin með öllu óþrjót- andi. En hængur var þó á; hóteiið okkar var í mun miklu fátækari borgarhluta Ríó og þurfti maður því að stóla á heldur vafasamar áætlunar- ferðir milli borgarhluta sem varð þess valdandi að oftar l.IBL.1994 VIKAN 59 FERÐALOG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.