Vikan


Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 41

Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 41
raunar minnst á út á við. Þetta getur verið mjög skemmtilegt starf og farið vel saman við stjórnmálastarf. Ég hef núna málflutnings- réttindi fyrir héraðsdómi en markmiðið er að verða hæstaréttarlögmaður." Hvað með dómarasæti, í Hæstarétti jafnvel? „Nei, ég hef ekki áhuga á dómara- störfum enda væri ég þá bú- inn að dæma mig úr leik í stjórnmálunum. Einhvern veginn finnst mér ég ekki rétta manngerðin í dómara- sæti. Mér finnst meira spennandi að flytja mál og bíða spenntur eftir niður- stöðu. í slíku starfi reynir bæði á rökræna hugsun og góðan málflutning." En Al- þingi? „Fjarri lagi. Alþingi er ekki spennandi vinnustaður, eins og það er í dag. Borgar- stjórn er að því leyti ólík þinginu að þar er málum hrint í framkvæmd. Slíkt ger- ist ekki í landsmálapólitík nema ef til vill í ríkisstjórn. Ég vil fá að sjá hlutina ger- ast, allt frá teikningum til loka, frekar en að tala mikið og gera minna. Mig langar að starfa sem lengst á sviði borgarmála, enda held ég að mig skorti þolinmæði til þess að sitja á þingi. Og ég neita því ekki að ég tel hik- laust að borgarstjóri gegni skemmtilegasta starfi sem völ er á,“ segir Sveinn Andri og túlki nú hver fyrir sig. „Borgarfulltrúar eru alltaf f vinnunni, hafa engan ákveð- inn vinnutíma nema borgar- stjórnin fundar tvisvar í mán- uði. Meginstarfið er í nefnd- um. Maður er alltaf á ferð og flugi þannig að vinnutíminn er sveigjanlegur. Þegar mest er að gera mæti ég um klukkan sex á morgnana á Lögheimtuna og næ jafnvel að klára þar fyrir hádegi. í borgarstjórninni koma álags- punktar í hryðjum og mér hefur tekist ágætlega að samhæfa þessi störf. Ég reyni síðan að eiga kvöldin heima í faðmi fjölskyldunn- ar.“ BÍTUM BARA Á JAXLINN Sveinn Andri er kvæntur Erlu Árnadóttur framhalds- skólakennara og eiga þau soninn fyrrgreinda, Svein Al- exander, og í mars er von á fjölgun. „Við giftum okkur síðastliðið sumar eftir að ég náði að semja við kaþólska biskupinn yfir íslandi um að hann leyfði lúterska giftingu í hinni kaþólsku Landakots- kirkju. Okkur langaði að gifta okkur þar því, með fullri virð- ingu fyrir öðrum kirkjum, okkur þykir hún vera falleg- asta kirkjan á íslandi," segir Sveinn Andri og ekki má sleppa honum við að ræða örlítið um eftirminnilega steggjaveislu hans fyrir brúðkaupið. „Hún varð fræg í fjölmiðlum. Félagar mínir flugu með mig á rússneskri tvíþekju austur á Selfoss. í bakaleiðinni var flogið lág- flug yfir minkabú þannig að læðurnar átu unga sfna sem eru einhver ósjálfráð hræðsluviðbrögð. Úr þessu varð úlfaþytur hinn mesti. Ég vissi sjálfur ekkert hvað var á seyði, var bara aftur í vél- inni þar sem félagar mínir reyndu að kenna mér að SPURNING UM PENINGA Ágætt dæmi um mál sem styr hefur staðið um er hluta- félagsbreyting SVR. „í Ijósi þess að farþegum hafði fækkað mjög þó að þjónusta væri aukin var greinilega breytinga þörf. Hins vegar var Ijóst, þegar frá upphafi, að fyrirtækið myndi lúta al- mennum markaði og starfs- menn gætu ekki verið í starfsmannafélagi borgarinn- ar. Stjórnendur fyrirtækisins hafa sjálfstæði í rekstrinum þótt borgin eigi hlutaféð. Þeir tóku þá ákvörðun að ganga í VSÍ og þar með verða virk forgangsréttarákvæði milli ASI og VSÍ. Þegar við breytt- um félaginu gáfum við loforð um að starfsmennirnir héldu fyrri kjörum sínum sem við ■ „Davíð er, að mfnu mali, okkar mikilhæfasti stjðrnmálamaður f dag. I borgarstjórn var hann mjög afgerandi f hópnum og menn fylgdu honum. Hæfileikar Markúsar liggja í þvf að hann hefur lag á að nýta sér samherja sína og treystir þeim hik- laust fyrir erfiðum verkefnum." cfrekka viskí sem fór allt ofan í þá en ekkert í mig því þeir þurftu svo mikið að sýna mér! Sjálfum finnst mér sterkir drykkir vondir, byrjaði seint að bragða áfengi en finnst gott að fá mér bjór- sopa eða rauðvínsglas með mat. Þetta hefur valdið mikilli örvæntingu meðal vina minna,“ segir Sveinn Andri. Stjórnmálamenn, einkum þeir sem vilja framkvæma, verða gjarnan fyrir alls konar persónulegum árásum og jafnvel svívirðingum fyrir vik- ið. Sveinn Andri hefur ekki, frekar en aðrir, farið varhluta af þessu. Hann segist vera búinn að klæða sig í þykkan skráp gagnvart áhrínsorðum þvi síst af öllu langi sig til þess að sigla einhvern lygn- an sjó. „Erfiðum verkefnum fylgir iðulega mikil andstaða. Sá, sem hellir sér út í stjórn- mál, glatar sjálfkrafa hluta af friðhelgi sinni en sárast þykir mér hvernig þetta bitnar á fjölskyldunni. Konan mín tekur það oft mjög nærri sér þegar henni þykir ómaklega að mér vegið. Við reynum þá bara að bíta á jaxlinn." teljum að þeir hafi gert. Hver og einn starfsmaður gerir sinn eigin starfssamning við SVR hf. Málið er hins vegar að BSRB vill halda í þetta fólk því það munar mjög um félagsgjöldin, auk þess að vera í grundvallaratriðum á móti svona breytingum. For- maður starfsmannafélags Reykjavikurborgar annars vegar, sem reyndar er ritari Alþýðubandalagsins, og for- maður BSRB hins vegar hafa haldið starfsmönnum í þeirri trú að hagur þeirra væri tryggari í starfsmanna- félagi borgarinnar, sem ég tel fjarri lagi, og síðan því að þeim hafi verið lofað að þeir yrðu áfram í starfsmannafé- laginu. Þeim hafði aldrei ver- ið lofað því. Að mínu mati er verið að draga fólk út í að- gerðir sem munu aldrei skila neinu. Þessu er bara haldið i gangi nálægt kosningum til að skapa ólgu. Fyrst og fremst er um pólitískar að- gerðir að ræða sem er stefnt gegn borgarstjórnarmeiri- hlutanum og mér persónu- lega sem stóð að þessu. Enda hefur meira en helm- ingur starfsmannanna skrif- að undir samninga við hluta- félagið. Þetta er fyrst og fremst spurning um pólitík og peninga frekar en hags- munabaráttu." Sveinn Andri hefur starfað undir stjórn tveggja borgar- stjóra á kjörtímabilinu, Dav- íðs Oddssonar og Markúsar Arnar Antonssonar. Hann segir þá mjög ólíka stjórn- endur. „Davíð er, að mínu mati, okkar mikilhæfasti stjórnmálamaður í dag. í borgarstjórn var hann mjög afgerandi í hópnum og menn fylgdu honum. Hæfi- leikar Markúsar liggja í því að hann hefur lag á að nýta sér samherja sína og treystir þeim hiklaust fyrir erfiðum verkefnum." Nú stendur yfir undirbún- ingur fyrir prófkjör sjálfstæð- ismanna og verður ekki fram hjá því litið í spjalli sem þessu. Sveinn Andri segist mjög hógvær í framboði sínu með því að stefna á fimmta sætið. Á oddinum eru átak í leikskólamálum þannig að öll börn, tveggja ára og eldri, komist inn, aðhald í borgar- rekstri og mörg fleiri ^verk- efni, enda af nógu að taka. Líklegt verður að teljast að Sveinn sitji áfram í borgar- stjórn í Reykjavík en þrátt fyrir að hann hafi gripið til fósturjarðarinnar og ausið henni yfir andstæðing sinn í fótboltanum forðum kveður hann pólitíska andstæðinga sína ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann grípi til gróðurmoldar í blómapott- um þegar hart verður gengið fram í andstöðunni. „Ég er allur spakari núorðið og hef verið alveg rólegur f Ráð- húsinu,“ segir hann og er farinn að iða í sæti sínu, hef- ur raunar róið nokkuð f sóf- anum allt viðtalið. Því er ráð að máli linni svo hinn ungi fulltrúi geti lagst aftur á ár- arnar um borð í áróðurs- skútu sinni. □ l.TBL.1994 VIKAN 41 STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.