Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 15
hafði aldrei verið til vand-
ræða á nokkurn hátt - hvað
þá beitt einhverja manneskju
ofbeldi.
Að vel yfirlögðu ráði afréð
ég að kæra EJjörn þó að ég
vissi að með því legði ég for-
ræðismál mitt á vogarskál-
arnar. Ég tók áhættuna, mér
fannst ég ekki geta búið yfir
þessari vitneskju og þagað
yfir henni. Greinilegt var að
litli drengurinn þyrfti á sér-
stakri aðstoð að halda af
þessum sökum og einnig sá
sem framið hafði verknaðinn
- svo hann hætti þessu. Hin-
rik hafði aldrei minnst á að
eitthvað í þessa veru hefði
verið gert við sig. Hann hafði
samt verið greindur af sál-
fræðingi sem sagði að svo
virtist sem sem hann hefði
orðið fyrir einhverju áfalli.
Eftir á að hyggja gat hegðun
hans stundum hafa bent til
þess að allt væri ekki með
felldu - hann lagði stundum
hendurnar aftan á rassinn á
mér og síðar var mér sagt
að hann hefði látið þannig
við krakka líka - sex ára
gamall.
KÆRÐI SON SINN
Ég beið eftir að Björn kæmi
heim og þegar hann birtist
loksins sagði ég honum að
taka dótið sitt og fara út af
heimilinu. Ég hélt ró minni
meðan ég talaði við hann,
maður getur orðið alveg ís-
kaldur þegar slíkt hefur riðið
yfir. Hann fór og að því búnu
hringdi ég til lögreglunnar og
kærði hann.
Ég var kölluð til Rann-
sóknarlögreglunnar til að
gefa skýrslu. Lögreglumað-
urinn, sem talaði við mig,
sagði að með ólíkindum
væri að pilturinn hefði framið
þennan verknað, hann byði
af sér svo góðan þokka og
virtist fullkomlega eðlilegur.
Skömmu siðar fékk ég
upphringingu frá Félags-
málastofnun og var þá málið
komið upp á borð hjá starfs-
mönnum hennar. Ég spurði
hvernig á því stæði og var
þá sagt að í gangi væri svo-
kallað teymi fólks frá hinum
ýmsu stofnunum og þar
hefði þetta komið til tals. Ég
mátti auðvitað búast við því
að ekki liði langur tími þar til
þetta væri orðið öllum Ijóst.
Mér var nú tjáð að ekki
væri annað fært en að vista
drengina aftur á Hraunbergi.
Eftir að þeir komu þaðan eft-
ir fyrri vistunina var Jóhann
alltaf dauðhræddur um að
ég væri að fara með hann
þangað aftur ef við vorum til
dæmis á ferð í strætisvagni
á leið á dagheimilið. Ég
þurfti margoft að leiða hon-
um það fyrir sjónir að ég
væri ekki að fara með hann
þangað - ég vildi hafa hann
heima og hvergi annars
staðar.
Ég brotnaði alveg niður
þegar mér var sagt frá þess-
ari ákvörðun og sagði að
drengirnir vildu ekki fara að
Hraunbergi, þeir vildu vera
heima. Ég sagðist ekki geta
lagt þetta á þá aftur auk
þess sem ég vildi ekki ganga
ur á sitt hvort heimilið. Ég
gat alls ekki samþykkt það
en ég vissi jafnframt að lík-
lega þýddi ekkert fyrir mig að
deila við dómarann. Ég hafði
fengið úthlutaðan sumarbú-
stað í Svignaskarði í eina
viku þetta sumar og hafði
rætt það fram og aftur við
drengina. Ég fór fram á að
við fengjum að minnsta kosti
að vera saman þar, ég mætti
ekki bregðast þeim algjör-
lega. Úr varð að ég fékk
heimild til að fara með bræð-
urna til þessarar vikudvalar.
Ég hugsaði mikið um það
meðan við vorum í sumarbú-
staðnum hvort ég ætti nokk-
■ Eftir ó að hyggja gat hegðun hans
stundum hafa bent til þess að allt
væri ekki með felldu - hann lagði
stundum hendurnar aftan á rassinn á
mér og síðar var mér sagt að hann
hefði látið þannig við krakka líka -
sex ára gamall.
á bak orða minna gagnvart
þeim. Það eina, sem ég sá
samt jákvætt í þessu, var að
nú yrðu drengirnir um skeið í
umsjá fólks sem væri í góðu
andlegu jafnvægi - en sjálf
var ég niðurbrotin og vissi
ekki mitt rjúkandi ráð.
Systir mín hafði orð á’ því
að ekki væri ráðlegt að
sundra fjölskyldunni þegar
hún þyrfti á því að halda að
þjappa sér saman eftir síð-
ustu atburði. Þessar mótbár-
ur höfðu ekkert að segja og
ég neyddist til að láta dreng-
ina frá mér á ný. Þetta var í
maí 1992. Þennan sama dag
sá ég ekki lengur neina
ástæðu til að vera edrú, mér
fannst ég vera búin að missa
syni mína. Ég fór með vin-
konu minni út að skemmta
mér.
SKILAÐI ÞEIM EKKI
AFTUR
Mér leið mjög illa og fylltist
tómleika heima fyrir þegar
ég horfði á auð rúmin þeirra,
fötin og leikföngin. Ég var,
sem betur fer, farin að vinna
hálfan daginn við heimilis-
hjálp þegar hér var komið
sögu, ég hafði því eitthvað
annað fyrir stafni en að sitja
grátandi heima.
Ég var kölluð á fund Barna-
verndarnefndar Reykjavíkur
þar sem mér var tjáð að best
I væri að setja drengina í fóst-
uð að skila þeim aftur. Það
kom berlega í Ijós þegar þeir
voru háttaðir niður í koju að
þeim var farið að líða betur,
þeir töluðu saman um hvað
gott yrði að koma heim. Alla
vikuna meðan við dvöldum í
Svignaskarði voru þeir fullir
kvíða yfir því að þurfa að
fara frá mér aftur og dvelja
meðal vandalausra á Hraun-
bergi.
Ég tók þá ákvörðun að
skila þeim ekki heldur taka
þá með mér heim. Ég var
ákveðin í að láta þá ekki af
hendi baráttulaust. Ég vissi
að ekkert þýddi að fara með
Jóhann á dagheimilið því að
þá yrði hann gripinn þar.
Vikulega var send kona til að
fylgjast með okkur. Ég
spurði hana eitt sinn hvort ef
til vill væri mögulegt að fá
smá pening fyrir mat handa
strákunum. Hún svaraði því
til að skynsamlegast væri að
ég sendi strákana í vistunina
upp i Hraunberg, þar væri
nógan mat að fá.
FLÚÐI TIL
VESTMANNAEYJA
Vinir mínir komu mér nú í
samband við unga konu
sem orðið hafði fyrir því að
barn var tekið af henni strax
á Fæðingardeildinni. Hún
hafði unnið mikið í sínu máli
og hafði lögfræðing sér til
fulltingis. Hún var öll af vilja
gerð að hjálpa mér. Kvöld
eitt nokkru síðar gerðist það
að síminn stoppaði ekki hjá
mér þegar hópur fólks sem
hún þekkti hafði samband
við mig. Allir vildu gefa mér
góð ráð.
Ég átti vinkonu sem hafði
flúið til Vestmannaeyja með
sín börn. Einhvern veginn
lánaðist henni að losna við
starfsmenn Félagsmála-
stofnunar af bakinu en það
er eins og öðruvísi sé tekið á
málum þarna í Vestmanna-
eyjum. Ég reyndi að grípa
hvert hálmstrá sem gafst og
flutti með strákana út í Eyjar.
Þetta var sumarið 1992. Ég
fékk góða íbúð, vinnu og
pössun fyrir þá. Ég gerði
mér grein fyrir því að þeir
fyndust um leið og skólarnir
byrjuðu en ég lifði í voninni.
Ég sneri mér til Félagsmála-
stofnunar Vestmannaeyja og
ræddi mál mín við starfs-
menn hennar, sem kannski
voru mistök, en auðvitað
hefði komið að því að upp
kæmist um dvalarstað
drengjanna.
Hinrik fór strax að verða
glaðlegri og hamingjusam-
ari, reiðiköstin, sem hann
hafði fengið svo oft, urðu
sjaldgæfari. Það er mjög
gott að ala upp börn þarna,
nóg pláss og staðir til að
leika sér á. Þeir tóku þátt í
ævintýrum barnanna af lífi
og sál, þar með talið að
spranga og bjarga lunda-
pysjum. Jóhanni litla leið
samt ekki eins vel og hinum.
Þar eð hann er misþroska
talaði hann mjög barnalega
og gerir enn í dag. Börn geta
verið svo grimm og honum
var strítt á þessu. Oft þagði
hann til þess að koma ekki
upp um sig. Hann átti svolít-
ið erfitt með að samlagast.
Faðir drengjanna var að
vinna í Eyjum þegar þetta
var og hafði daglegt sam-
band við þá, fór jafnvel með
þá á völlinn að horfa á fót-
bolta, sem er mikil ástríða
Hinriks, sem veit nákvæm-
lega hvernig staðan er í
deildinni hverju sinni. Við átt-
um þarna mjög góðan tíma
saman og allt virtist ætla að
ganga upp.
SENDIR TIL BAKA MEÐ
EINKAFLUGVÉL
í byrjun september birtust
svo tveir starfsmenn frá Fé-
lagsmálastofnun Reykjavík-
ur. Ég hélt að þeir væru
komnir til að kanna málin og
1. TBL. 1994 VIKAN 15
EINS OG AÐ MISSA BARNIÐ SITT OFAN I GROFINA