Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 48
NAM ERLENDIS
komu til greina, og á endan-
um valdi óg ákveðinn skóla í
Mílanó. Ég hafði líka talað
við fólk heima sem þekkti til
skólans, sem heitir ISAT eða
Istituto Superioro del Arci-
tettura. Það bar honum vel
söguna þannig að mér leist
strax mjög vel á hann,“ segir
Júlía Guðrún sem nú er á
öðru ári í svokölluðum hí-
býlafræðum.
FÆR UM AÐ ÚTSKÝRA
VEL FYRIR
VIDSKIPTAVINI
Hversu langt er þetta nám
og hvernig er það uppbyggt?
„Þetta er þriggja ára nám
þar sem áhersla er lögð á
flestar hliðar innanhúss-
hönnunar. Á fyrsta ári verð-
um við að fara eftir mjög
ströngum reglum sem okkur
eru settar. Við teiknum ein-
býlishús og það verður allt
að vera ferkantað, það má
ekki láta neina veggi liggja á
ská, ekkert rúnnað, allt eftir
ákveðnum reglum skólans.
Við fáum að mjög takmörk-
uðu leyti að nota okkar eigið
hugmyndaflug en við lærum
að fara eftir því sem aðrir
vilja. Við verðum að setja
eigin óskir og hugmyndir að-
eins til hliðar til að ná tökum
á tækninni. Á öðru ári notum
við hins vegar okkar eigið
hugmyndaflug og hið sama
gildir á þriðja og siðasta ár-
inu þar sem við verðum að
virkja okkar hugmyndir á
sem bestan máta. Þetta er
mjög mikið byggt á þrívíðum
teikningum þannig að við
sem hönnuðir séum færir um
að skila frá okkur skýrt til
viðskiptavina því sem við
viljum að þeir skilji. Þeir eiga
ekki að þurfa sérfræðinga til
að útskýra fyrir sig teikning-
ar.
Þurfið þið að leysa ákveð-
in lokaverkefni?
„Við þurfum að leysa erfið
verkefni í lok annars árs og
þau segja til um það hvort
við komumst á þriðja ár eða
ekki. Á lokaárinu eru síðan
verkefni allra áranna vegin
og metin en stærstu og erfið-
ustu verkefnin eru þó á
þriðja árinu. Þegar ég hef
svo lokið námi þá kallast ég
strangt til tekið híbýtafræð-
ingur eða það sem var fyrir
nokkrum árum kallað innan-
hússhönnuður.
STARF INNANHÚSS-
HÖNNUÐA EINS OG
HVER ÖNNUR
ÞJÓNUSTA
Hvað hefurðu áhuga á að
gera þegar náminu lýkur?
„Ég ætla að reyna að fá
mér vinnu hér á Ítalíu vegna
þess að það er svo erfitt að
fá vinnu á íslandi án þess að
hafa einhverja reynslu í fag-
inu. Þar er markaðurinn á
þessu sviði afar takmarkað-
ur og það þýðir varla að
reyna að sækja um vinnu í
þessu í dag. Mér finnst
reyndar íslendingar ekki
kunna að nota innanhúss-
hönnuði. Það er mjög ríkt í
þeim að nota þá í annað-
hvort allt eða ekkert. Það
ætti að nota innanhússhönn-
uði eins og hverja aðra þjón-
ustu, nota þá eins og þarf í
það og það skiptið."
Nú er þetta frekar lítill
einkaskóli sem þú ert í og
mér skilst að þar séu sex ís-
lenskir nemendur. Hvernig
stendur á því að landinn
sækir svo í þennan skóla?
„Mílanó á Ítalíu er sérstak-
lega vinsæl borg fyrir nám af
þessu tagi og Ítalía er náttúr-
lega að margra mati mjög
heillandi staður. Og flestum
þeim íslensku nemendum,
sem hafa lært í þessum
skóla, hefur gengið mjög vel.
Nám í innanhússhönnun
hefur lengi verið í tisku en
svo spyrst það nú líka fljótt
út hvar íslendingar eru við
nám og sérstaklega ef þeim
gengur vel. Ég held að flest-
um af þeim, sem hér eru
núna, gangi mjög vel í nám-
inu; ég hef a.m.k. ekki heyrt
neinn kvarta alvarlega. Það
er ekki verið að eyða of mikl-
um tíma í námið, það tekur
bara þrjú ár, og svo er gert
ráð fyrir að menn fari að
vinna við fagið. Þetta er ekki
eins og í mörgum öðrum
löndum þar sem arkitektúr í
háskólum tekur allt upp í sex
ár sem að mínu mati er allt
of langur tími.“
ÍSLENSKA
KRÖFUHARKAN
GILDIR EKKI
Nú hefurðu dvalið hér, á
annað ár. Hvernig hefur
gengið að aðlagast?
„Fyrst þegar óg kom hing-
að til Ítalíu fannst mér allt al-
veg æðislegt, enda var allt
öðruvísi en það sem ég átti
að venjast á íslandi. Svo
kom tímabil hjá mér þar sem
mér fannst allt ganga á aftur-
fótunum, það tók allt svo
langan tíma og ég fann að
kerfið virkaði ekki eins og ég
hélt að það myndi virka. Mér
gekk illa að ganga frá þeim
málum sem sneru að skól-
anum, það var endalaust
Pras og þrautaganga. Þegar
ég var t.d. að ganga frá öll-
um skjölum fyrir bæði skól-
ann og Lánasjóðinn þá hélt
óg að ég myndi missa vitið.
Það var alltaf eitthvað sem
vantaði og ég varð oft að
byrja brasið alveg frá grunni.
Það reynir heldur betur á
þolinmæðina að ganga í
gegnum svona lagað. ís-
lenska kröfuharkan gildir
ekki hér á Ítalíu, við verðum
bara að slaka á og taka hlut-
unum eins og þeir eru. Það
erum við sem erum gestir
hér og við verðum að haga
okkur sem slíkir. Núna líður
mér mjög vel, finnst gott að
vera hér og myndi ekki vilja
skipta um stað. En maður
verður að bíta á jaxlinn hér í
Mílanó því hér er engum að
treysta. Hér uppsker maður
Para eins og maður sáir og
allt veltur á því hvernig mað-
ur spilar úr tækifærunum."
GÓÐ UNDIRSTAÐA
NAUÐSYNLEG
Hildur Inga er lærður auglýs-
ingateiknari úr Myndlista- og
handíðaskóla (slands og
hefur starfað við fagið í
nokkur ár. Hjá henni kom
bara Ítalía til greina hvað
varðaði framhaldsnám.
„Skólinn, sem ég er í, er
ríkisrekinn og heitir Academ-
ia di Bella Arte de Brera. Ég
er í myndlistarnámi sem við
getum kallað fjöltækni. Við
vinnum með gler, striga,
steina og gerum mósaík
ásamt ýmsu öðru. Þetta
nám opnar fyrir mér aðrar
dyr í myndlistinni og hér fæst
ég við annars konar verk-
efni. Að því loknu fæ ég
tækifæri til að starfa meira
sjálfstætt því námið nær yfir
fleiri svið en bara venjulegt
myndlistarnám."
Hvernig gengur námið fyr-
ir sig?
„Ég mæti yfirleitt um níu-
leytið í skólann til að sitja fyr-
irlestra. Þetta er mjög aka-
demískt, fjögurra ára nám
en í leiðinni mjög sjálfstætt
því við erum látin vinna mik-
ið eftir okkar hugmyndum.
Nemendur fá sjálfir að
ákveða hvaða verkefni þeir
taka sér fyrir hendur. En
þetta er engu að síður krefj-
andi nám og að minu mati er
nauðsynlegt að hafa góða
undirstöðu fyrir það og ekki
síst einhverja reynslu. I skól-
anum get ég málað eins og
ég vil og þróað mína list eftir
eigin hugmyndum."
En hvers vegna Ítalía?
„Ég kaus að fara til Ítalíu
því mér hafði alltaf fundist
hún mjög heillandi. Svo er ít-
alía náttúrlega draumaland
fyrir þá sem vilja komast í
snertingu við bæði gamla og
nýja strauma í myndlistinni.
Ég kunni ekki málið fyrst
þegar óg kom út fyrir ári en
dreif mig á ítölskunámskeið
og gekk vel að læra. Mér
finnst mjög spennandi að
upplifa land eins og Ítalíu
sem er mjög ólíkt íslandi.
Það getur náttúrlega verið
erfitt að þurfa að setja sig
inn í allt annan menningar-
heim og ekki síst mjög krefj-
andi. Mér finnst íslendingar
miklu opnari en ítalir og
miklu víðsýnni. ítalir eru ekki
eins opnir og við höldum,
þeir eru svolítið yfirborðs-
kenndir. En ég féll strax vel
inn í umhverfið og finnst gott
að vera hér. Mannlífið á ít-
alíu er mjög skrautlegt og ég
hef kynnst fólki frá ýmsum
löndum Evrópu, Afríku og
Asíu.“
Saknarðu
auglýsingastarfsins?
„Nei, alls ekki. Ég er þó
ekki búin að útiloka að ég
eigi eftir að starfa meira á
því sviði. En námið, sem ég
er í núna, mun án efa reyn-
ast mér styrkur í hverju því
sem ég tek mér fyrir hendur í
framtíðinni. Mig langar meira
að vinna á sviði myndlistar
en að starfa við auglýsinga-
teiknun. Myndlistin togar
mjög fast í mig. Ég hef li'ka
mikinn áhuga á að læra
tískuhönnun því þar eru
mögleikarnir óteljandi."
Hvað tekur við að listnám-
inu loknu?
„Ég held að ég hefði mik-
inn áhuga á að reyna fyrir
mér í útlöndum og öðlast
þannig nýja reynslu áður en
ég fer aftur til íslands. Ég er
ekkert að flýta mér heim.“ □
LAUSN Á SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + S H + K + + + B + + B
+ + + + + + + J Ó L A D A G U R + R
+ + + + + + + ó F Æ R A + U R + H Æ
+ + + + + + + N + G R U F L + H A L
+ 4- + + + + + H A T 1 Ð + A T A L A
+ + + + + + + V A L + V E R Ö L D +
+ F R A M I V E R + M 0 R + G L I T
+ J A T A Ð I R + K Y N + Ó L I N A
V Ö N T U N + F 0 R N A T T + + N N
+ L E I R + E I K I N + I T E M + G
+ S I L I + S N A K I L L A R + H Ó
s K R A L L + G + I + I + + G J A +
+ Y + + D Ó S + S K 0 + H V E I T I
K L E F I N N + u R T G E I L + í Ð
+ D R ó + + A Ö T + A G I + S Ó Ð I
+ A F S K E K K T U R + L E I Ð L +
H N I T + G I L U N D + L + + N E S
+ + Ð U N G L I N G + Þ Á N N I G +
Æ S I R + + L + G U L A + A Ó + U M
+ I + + A T + B U R A + B U G U R Æ
+ T I K T Ú R U R + S T E M M A + L
K U Ð L + S + G + S K E S S A + E I
+ R + E I S T A + K A N T U R I N N
+ + V I Ð + J Ó L A B 0 R Ð I Ð + G
Y_ JL i F A ± A S A K A R + A N N A +
J A F N A Ð A R M A Ð U J\ u N I F T
48 VIKAN 1. TBL. 1994