Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 20
EINS OG AÐ MISSA BARNIÐ SITT OFAN I GROFINA
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
ára. Ég get ekki leynt því að
hún var fyrst misnotuð af
föður sínum þegar hún var 6
ára - en við skildum þegar
hún var innan við ársgömul.
Steininn tók úr þegar hann
hafði samfarir við hana þeg-
ar hún var 12.
Einhvern tímann voru þau
bæði hjá honum í heimsókn,
Guðný og Björn, og þá mun
hann hafa þuklað hann líka
án þess ég viti hvenær það
gerðist nákvæmlega.
ÖRLAGARÍKUR
DAGUR
Barnsfaðir yngri dóttur minn-
ar og ég vorum nýlega flutt
til borgarinnar utan af landi
þar sem við höfðum verið
um skeið. Faðir þeirra eldri
átti þá heima í nágrenni við
heimili okkar og það fór ekki
á milli mála að hann fór að
sækja mikið í Guðnýju, dótt-
ur sína, vildi fá hana með
sér í bæinn og gera eitthvað
fyrir hana eins og hann
sagði - sem er ekkert óeðli-
legt. Hún fór þá að vera ansi
mikið hjá honum og einn
góðan veðurdag þegar við
komum heim úr vinnunni var
Guðný búin að taka meiri
hlutann af fötunum sínum.
Hún kom ekki heim á venju-
legum tíma og þá fórum við
að óttast um hana. Við ókum
að húsinu þar sem faðir
hennar bjó en var ekki hleypt
inn af konunni sem hann
leigði hjá. Hún sagði okkur
bara að láta stúlkuna í friði,
hún vildi vera hjá pabba sín-
um. Mér leist ekki á blikuna
og auðvitað hefði ég átt að
kalla strax á lögregluna þvi
að þarna var eitthvað að
gerast - þótt kynferðisleg
misnotkun hafi auðvitað ekki
hvarflað að mér. Þetta var
sorglegur og örlagaríkur
dagur.
Maðurinn játaði verknað-
inn á sig en var ekki dæmd-
ur þar eð hann var ekki tal-
inn sakhæfur auk þess sem
sagt var að formgalli væri
talinn hafa verið á málinu.
Þessi maður hafði átt við
ýmsa andlega erfiðleika að
stríða í mörg ár. Við gerðum
allt sem í okkar valdi stóð til
þess að hann kæmist ekki í
færi við börnin upp frá
þessu. Dóttur mína sendum
við út á land sumarlangt svo
að enginn hætta stafaði af
samfundum feðginanna.
Það merkilega var að krakk-
arnir minntust aldrei á þetta
einu orði. Líklega hefur mað-
urinn hótað þeim eða mútað
til að þegja.
Björn virðist hafa tekið
þetta upp eftir undangengna
reynslu - og svona gróflega
- þvf að mér finnst stigs-
munur á þukli og samræði
við litlu bræður sína. Það
hlýtur að vera grófasta kyn-
ferðisafbrot sem hægt er að
hugsa sér.
ÁRS FANGELSI ÁN
MEDFERÐAR
Björn kemur mjög vel fyrir.
Hann hefur átt nánar vinkon-
ur sem hafa borið honum
mjög vel söguna og segja
hann vera sérstaklega góð-
an strák. Það fór hins vegar
ekkert fram hjá mér þegar
ég kom heim úr meðferðinni
að eitthvað var að plaga
hann og umgengni hans við
litlu bræður sína var fyrir
neðan allar hellur. Hann var
mjög strangur við þá, þeir
máttu varla hreyfa sig fyrir
honum. Ef þeir voru að
koma úr baði og voru naktir
skiþaði hann mér að klæða
þá eins og skot.
Þegar mál hans var tekið
fyrir vegna kæru minnar síð-
astliðið haust var ég kölluð
fyrir til að bera vitni. Þar var
hann mættur með lögmann
sér við hlið sem tekið hefur
mörg slík mál að sér. Ég
þóttist sjá að syni mínum liði
illa.
Ég hefði kosið að til væri
staður fyrir afbrotamenn af
þessu tagi þar sem þeir
fengju nauðsynlega með-
ferð. Ég held að það geri
bara illt verra að láta hann
sitja í eitt ár á Litla-Hrauni án
þess að nokkuð sé gert
vegna þessarar brenglunar
hans. Ég veit ekki hvort
hann er kominn inn, ég býst
samt við því. Ég hef ekki
getað hugsað mér að hitta
hann eftir að þetta kom upp
á. Ég varð algjörlega að úti-
loka hann af heimili mínu á
sínum tíma, mér var ekki
stætt á öðru. Birna, sú 13
ára, er oft í heimsókn hjá
mér og Guðný einnig, sem
nú á tvö börn, og vinkona
mín sem líka á börn. Ég varð
að vera þess fullviss að
heimilið væri öruggt. Það
þyrði enginn að koma hing-
að með börn ef vitað væri að
von væri á kynferðisafbrota-
manni.
Það er annars undarlegt
að afbrotamenn af þessu
tagi skuli ekki fá harðari
dóm.“
FINNST ÉG EKKI GETA
TREYST NEINUM
- Hvernig líður þér núna?
„Það fer auðvitað ýmislegt
í gegnum kollinn á mér eftir
þessa hræðilegu lífsreynslu
en mér finnst ég ekki geta
treyst neinum, ekki talað við
neinn eða sótt til neins.
Ég varð mjög glöð þegar
Birna fæddist, þá var
skammt liðið frá þvf að upþ
komst um verknað föður
Guðnýjar gagnvart henni og
Birni. Mér fannst litla stúlkan
vekja með mér von af því að
hún hafði aldrei orðið fyrir
neinu. Eftir hið hörmulega
atvik hafði ég líka staðið
sjálfa mig að því að fylgjast
með sambýlismanni mínum,
föður Birnu - hvort hann
væri eitthvað að gefa Guð-
nýju auga og ætti kannski í
einhverju sambandi við
hana. Þetta er ömurleg til-
finning. Þessi maður hataði
föður hinnar sem hafði gert
börnunum þetta. Upp úr
þessu skildum við, þetta gat
ekki gengið. Kannski hefði
sambandið blessast ef við
hefðum vitað hvert við ætt-
um að leita.
Guðný var send til sál-
fræðings eftir að atvikið
komst upp og vorum við látin
koma með henni. Þar vorum
við meðal annars spurð að
því hvernig samband okkar
hefði verið við foreldra okkar
og fleira í þeim dúr sem okk-
ur þótti tæþast koma málinu
við. Ég áttaði mig ekkert á
því þá að við hefðum bæði
þurft aðstoð, ég var særð
djúpu sári og hann var alveg
brjálaður út í hinn barnsföð-
ur minn.
EINN TEKUR FYRST í
GIKKINN
Ég fæ ekki með nokkru móti |
séð að ég hafi gefið tilefni til j
þessa kynferðislega ofbeldis
sem upp hefur komið svo oft
á heimili mínu. Ég hef spurt
sjálfa mig spurninga í þá f
veru. Þegar grannt er skoð- |
að má sjá að það er eins og
einn maður taki fyrst í gikk-
inn og síðan reki hver at- f
burðurinn annan, þetta virð-
ist hafa verið keðjuverkandi. f
Á sínum tima einblíndu allir
á eldri dóttur mína sem orðið
hafði fyrir nauðgun en eng-
inn minntist á að sonurinn
hefði einnig orðið fyrir hrylli- |
legri lífsreynslu, hann
gleymdist alveg. Kannski
hefði verið hægt að koma í |
veg fyrir athafnir hans síðar |
ef honum hefði verið veitt
hjálp strax. Nú er búið að
vinna í málum litlu drengj-
anna síðan mál þeirra kom- *■
ust upp og ég vona til Guðs
að þá eigi ekki eftir að henda
neitt í líkingu við þetta þegar
fram í sækir."
- Eygir þú einhverja von
um að fá drengina aftur?
„Ekki þann yngri því að
forræðið í hans tilviki gildir til l
16 ára aldurs. Ég hef kann-
ski einhverja von með hinn,
sem bráðum verður 10 ára.
Mér hefur verið sagt að áður j
en lengra verði haldið þurfi I
ég að sækja einhverja hjálp,
ég hafi gengið i gegnum svo
margt án þess að hafa í raun
hlotið stuðning við að taka á
málunum.
Ég heimsótti Jóhann litla
fyrir skömmu. Honum virðist
líða vel en hann er ennþá að
velta því fyrir sér hvers
vegna hlutirnir eru eins og
þeir eru. Fósturforeldrar
hans eru alveg sérstaklega
góðir við hann, það er mér
mikil huggun. Hann kallar
mig ekki lengur mömmu,
hann kallar mig með nafni
eins og fósturforeldra sína.
Það er ekki vegna þess að
það hafi verið haft fyrir hon-
um, barnið er bara að reyna
að átta sig á þessu. Líklega
er þetta tímabundið ástand.
Við vorum alltaf mjög náin S
sem móðir og barn enda
þurfti hann svo mikið á hjálp ::
minni og athygli að halda.'Ó |
■ Ég hefði kosið að til væri staður
fyrir afbrotamenn aff þessu tagi þar
sem þeir fengju nauðsynlega með-
ferð. Ég held að það geri bara illt
verra að lóta hann sitja í eitt ár á
Litla-Hrauni án þess að nokkuð sé
gert vegna þessarar brenglunar
hans.
20 VIKAN 1. TBL. 1994