Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 60
FERÐALOG
en einu sinni missti maður af
síðustu ferð heim og var því
ekki annað að gera en að
stunda næturlíf Copacabana
fram til sóiaruppkomu og
annaðhvort grípa þá fyrstu
ferð heim eða henda sér til
sunds eftir svita og hita næt-
ur og leggjast síðan í léttan
blund í sólbökuðum sandin-
um. Lítil mittistaska, sem
Jackie hafði beislað á sig,
lenti í orðsins fyllstu merk-
ingu á skurðarborðinu þegar
Jackie var á leið niður Coga-
cabana ásamt Ericu og fleiri
stúlkum i yfirtroðnu áætlun-
arbrakinu. Rétt áður en kom-
iö var á ströndina frægu, þar
sem leið iá um illa upplýst
veggöng, var skorið á botn
töskunnar og myndavél og
peningar, ásamt öðru inni-
haldi, hvarf á augabragði.
Að loknum ótrúlega um-
fangsmiklum undirbúningi
rann stóra stundin loksins
upp. Kjötkveðjuhátíðin rann
fyrst heldur rólega af stað,
það er að segja á laugardeg-
inum þremur sólarhringum
fyrir þriðjudag í föstuinn-
gangi, en fór síðan stig-
magnandi og fá orð hvergi
lýst upplifun minni á taum-
lausri gleði borgarbúa og
raunar allrar brasilísku þjóð-
arinnar næstu dægur og
nætur. Flestallar aðalgötur
og stræti voru þéttskipaðar
af æfðum söng- og dans-
hópum Ríó borgar, Blocos
Carnavales cos, sem á há-
punkti hátiðar keppa sín á
milli um dýrð og hylli mann-
fjöldans íklæddir glæsilegum
búningum sem settir eru
saman af hreint ótrúlegri
hugmynda- og sköpunar-
gleði. Svona rétt til að gefa
hugmynd um yfirþyrmandi
mannhaf og þátttökugleði er
ekki óalgengt að einn söng-
og danshópur samanstandi
af 3 - 4 þúsund einstakling-
um sem skipt er í allt aö því
40 mismunandi flokka og er
hver flokkur með sinn ein-
staka búning og þar sem
hóparnir eru um 20 talsins er
samkeppnin gífurleg. Það
kom alloft fyrir þar sem ég
var að olnboga mig í gegn-
um mannþröngina að grípa
um fingralangar krumlur í
vösum mínum og þegar ég
þreif til eigandans þótti hon-
um ekkert sjálfsagðara en
að senda mér breitt bros og
óska gleðilegrar hátíðar;
þetta er þeirra líf og lítið ann-
að að gera en að aðlaga sig
60 VIKAN 1. TBL. 1994