Vikan


Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 53

Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 53
smáhluti úr sitt hverri áttinni. Matseðillinn fékk líka hressi- lega andlitslyftingu. Smám saman fóru svo hjólin að snúast og er staðurinn enn- þá mjög vinsæll.“ AF KRÁNNI í ELDHÚSID Það er ekki laust við að Guffi ræði um gömlu staðina eins og börnin sín sem hann hafi nú gefið tækifæri til að standa á eigin fótum. Þeir voru báðir seldir á kaupleigu til þriggja ára til hæfileika- fólks sem þau Guffi og Guð- laug treystu vel. „Það á eng- inn fjármuni til að leggja í rekstur af þessu tagi - að minnsta kosti ekki þeir sem vinna beinlínis við þetta. Þess vegna er kaupleiga heppileg lausn ef staðirnir ganga vel og þeir, sem taka við, eru þess megnugir að reka þá. Gaukurinn hefur spjarað sig mjög vel og á Mávinum er eitt besta eld- hús í borginni." Aðspurður segir Guffi að mikilvægt sé að reyna ávallt að gera viðskiptavinunum til hæfis og ekki dugi annað en að vinna í þessu af lífi og sál. „Viðskiptavinirnir á Gauki á Stöng og Mávinum voru mjög ólíkir," segir hann þeg- ar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið mikil breyting að fara úr kráar- stemningunni I rólegt and- rúmslof matsölustaðarins. „Á Gauknum gat maður lent I því að þurfa að öskra á gesti og reka þá út. Á Mávinum kom fólk til að borða og sýndi manni mikið þakklæti ef það var ánægt. Ef eitt- hvað kom upp á reyndi mað- ur að leysa málin á staðnum og bæta gestunum það upp. Við rákum báða staðina fyrst um sinn og vorum lengi á báðum áttum hvað við ætt- um að gera, halda áfram á gamla staðnum, sem átti orðið svo mikið í okkur, eða freista þess að koma Mávin- um á góðan skrið. í sann- leika sagt vorum við orðin þreytt á þessu eilífa nætur- rölti sem rekstur Gauksins krafðist. Um helgar var mað- ur ekki kominn heim til sín fyrr en klukkan fimm á morgnana og klukkan þrjú f miðri viku. Það þýðir nefni- lega ekkert að taka hatt sinn og kveðja á miðju kvöldi, maður þarf alltaf að vera á staðnum og það höfum við ævinlega gert.“ OPINN FYRIR BREYTINGUM - Guffi nefnir eitt atriði til viðbótar sem góður veitinga- maður þarf alltaf að hafa í huga. „Það er gífurlega mikil- vægt að vera vakandi fyrir breytingum en samt verður að vera unnt að halda sama „standardinum“ svo að gestir geti komið og fengið sama góða matinn og áður í því umhverfi sem þeir eru farnir að kunna vel við. Við meg- um ekki breyta bara breyt- inganna vegna. Þegar við tókum við hér á Loftleiðum máluðum við til dæmis vegg- ina í fremsta salnum græna en höfum nú málað þá aftur í rauðum lit. Staðir þurfa á stöðugum breytingum að halda þótt ekki séu þær stór- vægilegar. Ég fer mjög gjarnan á Hornið sem er ákaflega notalegur staður sem hefur sáralitið breyst í raun og veru frá því hann opnaði fyrst. Þó tek ég eftir breytingum á borð við þægi- legri og betri stóla sem ekki voru síðast þegar ég kom þangað, þjónarnir eru allt f einu komnir í ný vesti, með síðar svuntur og svo fram- vegis. - Þetta eru breytingar líka.“ Á EYRINNI HJÁ EIMSKIP Hann hefur alltaf haft mikla ánægju af því að búa til góð- an mat handa gestum sín- um. Hann vann mikið í eld- húsinu á Mávinum og það gerir hann líka á Hótel Loft- leiðum. Hann kemur líka gjarnan fram í sal til að spjalla við gestina - hann tekur ósjaldan sjálfur á móti þeim. - En hvers vegna ætli kokkamennskan hafi orðið fyrir valinu? „Ég veit það varla, kannski var það bara tilviljun. Ná- granni minn einn var reyndar kokkur og einhvern tímann sagði ég honum að ég ætl- aði að verða það líka. Að loknum gagnfræðaskóla hafði ég ekki frekara nám á prjónunum og fór að vinna á Eyrinni hjá Eimskip. Þetta var prýðileg vinna - og kaffi- stofan var þar sem Gaukur á Stöng er í dag. Pabbi var alltaf aö spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að læra eitthvað, honum fannst það skipta miklu máli. Auðvitað er ég þakklátur fyrir það núna en þá skildi ég hann ekki. Ég held reyndar að ég hafi verið búinn að segja honum aö ég Guffi ásamt sporgöngumönnum sínum á Gauki á Stöng, þeim Ulfari Inga Þóröarsyni, Heimi Einarssyni og Hans Helga Stefánssyni. ætlaði að verða kokkur og úr varð að ég fór í Hótel- og veitingaskólann um haustið. Ég var sextán ára en þá þurfti maður ekki að vera kominn á samning þegar maður hóf nám í fyrsta bekk. Um vorið benti pabbi mér á að verið væri að auglýsa eftir matreiðslunemum á Óð- ali. Ég lét klippa af mér síða hárið og fór I viðtal - en var ekki ráðinn. Ég var á sjónum til haustsins en þá var hringt í mig frá Óðali og mér boðið að koma. Þar vann ég með- an ég var í náminu og fór að því búnu að Bifröst." RJÓMASODINN STEINBÍTUR Ekki er hægt að láta hjá líða að spyrja Guffa um uppá- haldsmatinn hans áður en hann er kvaddur að sinni. „Uppáhaldsmaturinn minn er ferskur fiskur og grænmeti - fallegur og rétt eidaður. Einnig borða ég mjög gjarn- an ferska ávexti sem hafa verið brytjaðir niður í skál - ég borða mikið af þeim. Á Mávinum lögðum við mikla áherslu á fisk og ger- um það líka hérna, sérstak- lega fyrir útlendingana á sumrin. Fiskinn fær maður ferskan á hverjum degi og skemmtilegt er að geta breytt um tegundir eftir hent- ugleikum. Best þykir mér að grilla hann í ofni - þar sem hitinn kemur að ofan og smýgur hægt og rólega í gegnum fiskinn. Að elda hann á þennan hátt í eigin safa tel ég vera bestu elda- mennsku sem hugsast get- ur. Sósan er svo búin til sér á pönnu - til dæmis humar- sósa eða rjómasósa. Hann ber sterkar tilfinningar til gömlu staö- anna og segir nú eitt besta eldúsiö í borg- inni vera á Jónatan Livingstone Máyi, sem þeir hafa nú tekiö á kaupleigu þeir Úlfar Finnbjörnsson matreiöslumaöur og Agnar Hólm þjónn. Auk þess aö halda um stjórnvölinn og vera oft allt í öllu er hann mikiö í eldhús- inu. Rjómasoðinn steinbítur er frábær eins og reyndar háf- urinn líka og finnst mér ekki rétt að steikja þá fiska. Vel hreinsaður og nýr krækling- ur, gufusoðinn í hvltvíni og hvítlauk, er líka alveg af- bragð." □ 1. TBL. 1994 VIKAN 53 VEITINGAHUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.