Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 14
EINS OG AÐ MISSA BARNIÐ SITT OFAN I GROFINA
<
ekki nóg að borða, væru illa
til fara og þar fram eftir göt-
unum. Mér þótti þetta mjög
sárt því ég gætti mín alltaf á
að hafa þá vel haldna og
snyrtilega klædda. Það var
regla hjá mér að synir mínir
færu í hrein föt á morgnana
þegar þeir færu á dagheimili
og í skóla. Ég hef til dæmis
aldrei getað hugsað mér að
fara með barn í strætó í skít-
ugum fötum. Það er sárt fyrir
móður að slíkir hlutir séu
bornir upp á hana þegar þeir
eiga ekki við rök að styðjast.
Ég reyndi að afsanna þessar
fullyrðingar og fór með þykk-
an bunka af Ijósmyndum af
drengjunum á fund Barna-
verndarráðs þar sem greini-
lega mátti sjá að synir mínir
voru vel á sig komnir og
snyrtilega klæddir - en ekki
skítugir og vannærðir.
Ég starfaði sem dagmóðir
í fjögur ár frá því að Hinrik
var hálfs árs. Faðir drengj-
anna og ég vorum þá að
kaupa íbúð og fæðingaror-
lofið var þá aðeins þrír mán-
uðir. Því þurfti ég að byrja að
vinna mjög fljótlega svo við
gætum staðið í skilum. Mér
fannst aftur á móti ómögu-
legt að vinna úti á meðan
drengurinn var svo lítill
þannig að ég gerðist dag-
mamma til að geta verið
með honum öllum stundum.
Það sama gerði ég um skeið
eftir að Jóhann fæddist.
SVIPT FORRÆÐINU
í júlí 1991 fór ég í áfengis-
meðferð. Fyrst fór ég á Vog
og að því búnu á Sogn sem
þá var staðsett um stundar-
sakir á heilsuhælinu í Hvera-
gerði. Starfsfólk Félagsmála-
stofnunar sagði að ég ætti
enga von um að fá drengina
aftur nema ég losaði mig al-
gjörlega við áfengið úr lífi
mínu. Mér hafði verið bent á
að heppilegt gæti verið fyrir
mig að dvelja í svokölluðu
áfangahúsnæði fyrst um
sinn eftir að meðferðinni lyki.
Mér leist vel á það og bjó
næstu 4 mánuðina á heimili
sem heitir Dyngjan þar sem
ég fékk góðan stuðning.
Ég var ekki búin að vera
þarna nema í nokkra daga
þegar ég fékk bréf frá Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur
þar sem mér var tjáð að búið
væri að svipta mig forræði
yfir drengjunum. Ég útvegaði
mér lögfræðing auk þess
sem systir mín, sem er fé-
lagsráðgjafi og hefur starfað
mikið hjá SÁÁ, reyndi að að-
stoða mig auk forstöðukonu
Dyngjunnar. Þau reyndu að
leiða þessum embættis-
mönnum það fyrir sjónir að
þar eð ég væri komin í svo
góð mál væri þetta tæpast
rétta lausnin, það hlyti að
teljast eðlilegt að gefa mér
tækifæri. Systir mín hafði
lesið gögnin um mig og
sagðist alls ekki þekkja þá
konu sem verið væri að lýsa
þar.
Svo fór að ég kærði málið
til Barnaverndarráðs íslands.
Forræðissviptingin var
dagsett þann 5. september
og skömmu síðar var fjallað
fengi strákana aftur. Eg var
allshugar fegin eftir þessa
löngu óvissu.
Það voru að koma jól og
ég hafði ekkert unnið frá þvf
ég fór í meðferðina en ég
hafði ávallt unnið úti. Þegar
ég var á Dyngjunni var talið
að ég væri í það erfiðum
málum að ekki væri ráðlegt
að ég færi að vinna, ég hefði
nóg á minni könnu í bili. Fé-
lagsmálastofnun borgaði
uppihald mitt þar og lét mér
nú í té 15.000 krónur til að
lifa af yfir jólin. Móðursystir
mín sendi mér 10.000 í
ómerktu umslagi og faðir
þeirra Jóhanns og Hinriks
■ Jóhann litli sagðist þurfa að fara ó
klósettið að kúka. Hann hafði þó far-
ið nokkrum sinnum inn ó baðherbergi
ón þess að ég veitti því sérstaka at-
hygli. Nú bar svo við að hann sagðist
ekki geta kúkað, það væri svo sórt.
um málið í ráðinu og ég köll-
uð í viðtal ásamt lögfræðingi
mínum. Mér leist ekkert á
blikuna þegar ég stóð
frammi fyrir þessum óvíga
her - félagsráðgjafa, sál-
fræðingi, barnalækni og lög-
fræðingi meðal annarra. Ég
sagði sögu mína og gerði
grein fyrir minni hlið málsins.
Smám saman mildaðist
svipurinn á sérfræðingunum
sem ég hafði verið logandi
hrædd við í fyrstu. Þegar ég
hafði lokið máli mínu var ég
beðin um að ganga fram á
meðan fundarmenn bæru
saman bækur sínar. Lög-
fræðingurinn minn hug-
hreysti mig með þeim orðum
að líklega hefði ég unnið
þarna stóran sigur, hann
hefði séð hvernig viðmót
fólksins hefði breyst í minn
garð.
Ég var kölluð aftur inn eftir
stutta stund. Þá var mér tjáð
að greinileg breyting væri
orðin á mér til batnaðar og
ég virtist vera farin að gera
mér betri grein en áður fyrir
vandamálunum.
Ég fór að eygja vonar-
glætu. í desember, um það
leyti sem ég var að koma
heim af Dyngjunni, var ég
kölluð fyrir hjá Barnavernd-
arráði. Ég vissi náttúrlega
ekkert á hvorn veginn málin
hefðu farið en mér til mikillar
gleði var mér tilkynnt að ég
lagði okkur til 15.000. Eg gat
því haldið jól með sonum
mínum.
Ég hafði fengið þá Jóhann
og Hinrik til mín með
ákveðnum skilyrðum og nú
gekk lífið út á að halda þau
eins og kostur var. Skilyrðin
voru meðal annars þau að
ég átti að vera án áfengis og
ekki hefja sambúð á næst-
unni. Jafnframt var mér gert
að fara með Hinrik reglulega
til sálfræðings og þar fram
eftir götunum. Við bjuggum í
Fannarfelli og Jóhann var á
dagheimili í Múlaborg við Ár-
múla. Ég fór með hann
þangað í strætó snemma á
morgnana og Hinrik var þá
heima fram yfir hádegi en þá
fór hann í skólann. Fljótlega
fór að bera á því að Jóhann
vildi fremur sofa fram eftir og
fá að vera heima á morgn-
ana eins og Hinrik.
Stundum kom fyrir að Hin-
rik fannst ekki þegar ég ætl-
aði að fara með hann til sál-
fræðingsins niður í Lágmúla.
í fyrsta skipti sem það gerð-
ist varð ég svo hrædd að ég
fór að gráta. Björn, elsti son-
ur minn, sagðist ekkert skilja
í þessum áhyggjum mínum.
Staðreyndin var hins vegar
sú að ekkert mátti fara úr-
skeiðis því að þá átti ég á
hættu að missa drengina aft-
ur. Ég hringdi í sálfræðing-
inn og sagði honum hvers
WMM'MMi'/M/im.
kyns var, ég fyndi drenginn
ekki. Eins og gengur með
börn á þessum aldri var
hann að kynnast nýjum
krökkum í hverfinu og fór
stundum með þeim heim eft-
ir skóla og gleymdi því jafn-
vel í hita leiksins að hann
ætti heimili þarna í ná-
grenninu og kom því ekki
heim fyrr en honum datt í
hug.
REIÐARSLAGIÐ
Ég var algerlega undir smá-
sjá Félagsmálastofnunar
sem vissi alltaf ef eitthvað
klikkaði. Þetta gekk samt
ágætlega hjá okkur með
nokkrum undantekningum
eins og þegar drengurinn
fannst ekki þegar hann átti
að fara til sálfræðingsins. Ég
sótti reglulega fundi í Dyngj-
una og til SÁÁ og á meðan
passaði Björn yngri bræður
sína.
Ég fór líka stundum út til
að gera mér dagamun - í
bió og einu sinni kom það
fyrir að ég freistaðist til að
fara inn á skemmtistað
ásamt vinkonu minni þar
sem ég fékk mér bjór. Mér til
skelfingar uppgötvaði óg að
þarna var fjöldi starfsfólks
Félagsmálastofnunar að
skemmta sér og þar á meðal
ein kona sem þekkti mig. Ég
dreif mig heim.
Reiðarslagið kom svo
skömmu síðar. Jóhann litli
sagðist þurfa að fara á kló-
settið að kúka. Hann hafði
þá farið nokkrum sinnum inn
á baðherbergi án þess að ég
veitti því sérstaka athygli. Nú
bar svo við að hann sagðist
ekki geta kúkað, það væri
svo sárt. Ég gat mér þess til
að ef til vill væri hann með
harðlífi en þá kom hann með
þá skýringu að stóri bróðir
væri búinn að gera eitthvað
við sig. Ég fékk algjört áfall
og vildi ekki trúa þessu fyrst.
Þá gekk ég betur á hann og
bað hann að segja mér hvað
hefði gerst. Sá tvítugi hafði
misnotað drenginn kynferð-
islega.
Ég varð að halda ró minni
gagnvart drengjunum, ég
mátti ekki brotna niður fyrir
framan þá. Ég hringdi í syst-
ur mína og bað hana að
koma eins og skot. Ég kúg-
aðist og leið alveg hörmu-
lega. Mér hafði aldrei dottið
til hugar að Björn gæti gert
nokkuð í líkingu við þetta -
það hafði aldrei neinn látið
slíkt hvarfla að sér. Hann
14 VIKAN 1. TBL. 1994