Vikan


Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 52

Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 52
VEITINGAHÚS ember 1983. Húsnæðiö hafði krafist mikilla fram- kvæmda sem kostuðu sitt og tiltölulega mikil velta fyrstu misserin dugði ekki til að dæmið gengi upp sem skyldi. Að einu og hálfu ári liðnu langaði strákana að selja staðinn. Ég var búinn að kynnast Guðlaugu þegar hér var komið sögu og vann hún þarna hjá mér. Okkur var annt um staðinn. Við fór- um heim og reiknuðum dæmið upp á nýtt og gerðum áætlun um það hvernig við gætum náð hagnaði út úr því. Ég gerði kauptilboð til tveggja ára og fékk fyrir- greiðslu í banka. Tilboðinu var tekið og okkur tókst að standa við allar skuldbind- ingar. Við borguðum staðinn upp á tveimur árum - sem hlýtur að vera algjört met. Verð- bólgan lækkaði nokkuð á þessum tíma sem var mjög hliðhollur þessum veitinga- rekstri enda spruttu sams konar staðir upp allt í kring- um okkur. Reksturinn gekk mjög vel en það var alltaf draumur okkar Guðlaugar að eignast góðan veitingastað þar sem maturinn yrði í fyrirrúmi. Úr varð að við keyptum veit- ingahúsið Við sjávarsíðuna í Tryggvagötu. Þegar við höfðum rekið staðinn í mán- uð komumst við að raun um að dæmið gengi ekki upp að öllu óbreyttu. Við lokuðum því og breyttum staðnum eft- ir eigin höfði - máluðum, spörsluðum og fengum smiði okkur til aðstoðar. Við vildum hafa þetta kaldan stað eins og þá sem voru komn- ir í tísku í Evrópu - með bera veggi og svo framveg- is - en það gekk ekki. Við búum í svo köldu landi og umhverf- ið innan- húss verður að taka tillit til þess. Við fórum því út í „ruslahaug- astefnuna" þar sem öllu mögulegu er hent á vegg- ina og um- hverfið gert svo- lítið „fansý“. Við keyptum litríka og nýstárlega diska til dæmis og alls konar Rjóma- soöinn steinbítur er einn af uppáhalds- réttum Guffa. framvegis. Þess vegna þurfti ég ekki að skammta þeim það á diskinn sem þau ekki borðuðu. Ég varð að gæta mín á því að kostnaður færi ekki úr böndunum svo að krakkarnir þyrftu ekki að borga meira en ráð var fyrir gert að hausti. Ég lærði það að ef ég nýtti hlutina vel - skóf kjöt- beinin, skar fiskinn í rétta bita, sem voru hæfilegir á diskana, og ef afgangur varð fór hann í bollur. Með því að nýta matinn gekk minna á birgðirnar og vinnan hjá mér minnkaði við að búa kannski til næstu máltíð. Þetta hefur nýst mér vel í starfi æ síðan - ég lærði hversu mikilvæg hagræðing er. Þessir krakkar hafa sótt til mín hingað á Loftleiðir eins og þeir gerðu á Mávinum og Gauknum. Fjöldinn skiptir hundruðum sem ég kynntist á Bifröst. Þar eð ég var á svipuðum aldri og nemendur tók ég þátt í félagslífinu með þeim og íþróttunum eins og ég hafði tíma til, fór jafnvel með þeim í keppnisferðir þegar svo bar undir. Kennararnir stunduðu líka íþróttir mikið og oft reyndí ég að hagræða tíma mínum svo ég yrði fyrr búinn á daginn og gæti kannski spilað einn leik í fót- bolta eða badminton. Einn aðalkosturinn við að búa þarna var hversu stuttar vegalengdirnar voru. Fyrst bjó ég uppi á svokölluðu Skakkalofti í tveimur her- bergjum beint fyrir ofan eld- húsið. Síðar komst ég í íbúð, sem var rétt hjá íþróttasaln- um, og loks í nýtt einbýlis- hús. Ég var þarna með þrjú börn sem ólust upp við skemmtilegar aðstæður. Ég hafði gaman af því að þau gátu hlaupið um úfið hraunið án þess að skemma skóna sína en svo komu borgar- börnin í heimsókn og tættu skóna í hrauninu. Þegar við komum svo í bæinn slitu börnin skónum mjög fljótt á malbikinu og steypunni. Ég sakna sveitarinnar oft þótt ég vildi kannski ekki skipta um búsetu núna. Mér líkaði þetta líf vel, átti frí í maí og september. Ég var búinn að vera þarna í fjögur eða fimm ár þegar ég fékk mér loksins sjónvarp. Ég hafði nóg ann- að að gera - á laugardags- kvöldum voru kvöldvökur og í miðri viku var oft eitthvað að gerast sem ég tók þátt í eða fylgdist með.“ BORGUÐU GAUKINN Á TVEIMUR ÁRUM „Þegar ég var búinn að vera á Bifröst í átta ár fór ég til Reykjavíkur, gagngert til þess að opna þar veitinga- stað. Ég var með einn í huga, sem ég fékk ekki. Ég var ekkert áfjáður í að fara í eldarnennskuna að svo komnu máli og fékk starf sem framkvæmdastjóri fyrir Júmbó-samlokur. Ég var bú- inn að vera þar í tæpt ár, sem var skemmtilegur tími, þegar auglýst var eftir fram- kvæmdastjóra veitingastað- ar sem átti að fara að opna. Mér þótti þetta freistandi og sótti um. í Ijós kom að fimm ungir menn hugðust opna bjórkrá þar sem sterku víni yrði hellt saman við pilsner- inn. Mér þótti þetta spenn- andi og langaði að vera með. Þetta voru allt eldklárir menn - ekki sist í markaðs- málum - en vissu lítið um veitingarekstur. Ég kom inn í dæmið sem fagmaður á því sviði og nú hófst með okkur skemmtilegt samstarf og af- ar lærdómsríkt fyrir mig. Við opnuðum Gauk á Stöng 19. nóv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.