Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 37
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
þar var líka mikið spilað. Þá
var hápunktur vikunnar að
fara í félagsvist.
Foreldrar mínir voru auð-
vitað í briddsklúbbi fyrir vest-
an og ég var ellefu ára þegar
mamma forfallaðist rétt fyrir
mót. Pabbi sagði þá að ég
yrði að spila í hennar stað á
mótinu og fór yfir það með
mér hvernig ég ætti að spila.
Og við náðum nokkuð góð-
um árangri þetta kvöld, lent-
um f öðru sæti af átján pör-
um. Ég vissi náttúrlega
voðalega lítið hvað ég var að
gera en ég hafði góðan
spilafélaga og fannst mjög
gaman að þessu. Síðan spil-
aði ég eiginlega ekkert fyrr
en í Reykjaskóla í Hrútafirði.
Þar komst ég yfir bók með
spilakerfum og stofnaði
klúbb með það sama. Við
spiluðum nokkur kvöld en í
raun og veru byrjaði ég ekki
fyrir alvöru að spila bridds
fyrr en nú fyrir sex árum. Þá
hringdi pabbi í mig og bað
mig að koma suður í Sand-
gerði og spila með sér á
stórmóti."
ÓVART í ELÍTUNA
Eftir þetta varð ekki aftur
snúið. í stuttu máli þróuðust
málin þannig að þar sem
Hjördís var að spila í undan-
keppni að fslandsmótinu
1987 var stúlka á svipuðum
aldri meðal áhorfenda. „Ég
gekk til hennar og spurði
hvort hún spilaði bridds. Hún
sagðist ekki gera það og ég
svaraði í sömu mynt, sagðist
heldur ekkert geta. Og síðan
spurði ég hvort hún vildi
samt reyna og hún jánkaði
því, sagði móður sína, Ester
Jakobsdóttur, örugglega
geta hjálpað okkur. Ester
hefur verið mörg undanfarin
ár í landsliði íslands og er
mjög góður spilari." Stúlkan
heitir Anna Þóra Jónsdóttir
og þær Hjördís náðu vel
saman, urðu meðal annars
Norðurlandameistarar í
kvennaflokki 1990. Eftir að
Anna Þóra dró sig í hlé og
Hjördís hafði spilað með Ás-
mundi á nokkrum mótum brá
hún sér til Bandaríkjanna til
að spila bridds. Tylliástæðan
var heimsókn til Karenar
Mcallum, þrefalds heims-
meistara í kvennaflokki, sem
hafði boðið Hjördísi að koma
til sín á Briddshátíðinni hér á
islandi 1992.
„Þarna úti gekk ég eigin-
lega inn í briddselítuna án
þess að vita af því og spilaði
þar meðal annars með Eric
Rodwell og fleiri atvinnuspil-
urum sem hafa verið í
heimsmeistarasveitum. Allt
var þetta mikil upphefð fyrir
mig persónulega en það að
íslendingar höfðu þá nýlega
orðið heimsmeistarar auð-
veldaði mér ýmislegt. Úti var
ég byrjuð að spila fyrir pen-
inga á leigumarkaði eins og
ég sagði frá áðan. Ég var
leigð!"
ÆTLA Á TOPPINN
Að lokinni ævintýraferðinni til
Bandaríkjanna kom Hjördís
heim, tók aftur upp „makker-
skapinn" við Ásmund og þau
unnu Kauphallarmótið 1992
og fleiri mót. Saga þessa árs
hefur þegar verið rakin í
stórum dráttum. En áður en
dregur að lokum viðtalsins
má ekki láta hjá líða að kíkja
smávegis á skapgerðina og
hvernig hún brýst út í spila-
mennskunni. Kunnugir segja
snápi að Hjördís geti oft og
tíðum spilað f fastara lagi og
að hún taki stundum djarf-
legar áhættur. Er hún þannig
sjálf, við og fjarri spilaborð-
inu? „Ég, veit það ekki. Sum-
ir segja að ég sé aggressív
meðan aðrir telja mig kisu,
svona dálítið mjúka. Ég held
sjálf að ég sé ekkert of mikið
fyrir það að taka órökstuddar
áhættur. Ætli ég sé ekki
svona í meðallagi. Og sama
held ég megi segja um
einkalífið. Það snýst hvort
eð er allt um bridds."
Hjördís Eyþórsdóttir á ell-
efu ára gamlan son, Eyþór
Örn, sem býr á vetrum hjá
föður sínum úti á landi. í
leyfum kemur Eyþór Örn til
móður sinnar og þannig lifa
þau öll þrjú í mikilli sátt og
samlyndi að því er Hjördís
segir. „Og nú er ég búin að
lofa að kenna honum
bridds," segir hún og hlær
við. „Hann er þó meira í
skákinni eins og er. Annars
bý ég ein með briddsinu og
hef gert síðan í febrúar 1990.
Enda held ég að ég sé svo
erfið í sambúð að enginn
þoli það nema briddsið,
kannski.“ Má maður spyrja
um framtíðaráformin? „Ég
gæti vel hugsað mér að fara
aftur til Bandaríkjanna og
taka upp þráðinn að nýju þar
sem ég lét staðar numið. Ég
þarf líka að ná fleiri alþjóð-
legum titlum og komast
hærra á Evrópumæli-
kvarðanum. Þar er ég rétt
nýskriðin inn á „topp hundr-
að listann" og þarf að hækka
mig. En markmiðið er auðvit-
að að komast á toppinn."
Punktur. □
Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík
sími: 39990
Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari,
Ásta K. Árnadóttir. Elva B. Ævarsdóttir,
Halla R. Ólafsdóttir.
Þjáist þú af —
vöðvabólgu, bakverk, brjósklosi, þvagleka,
gigt, tognun eða viltu bara grennast.
Trimm-form getur hjálpað
Bjóðum einn prufutíma
VERÐ FRÁ 6000 KR.
SNYRTISTOFU ARBÆJAR
HRAUNBÆ 102 - SÍMI 68-93-10
HULDA
HARSNYRTISTOFAN
GRANDAVEGI 47 62 61 62
Hárgreiðslustofa
*
OPIÐ MANUD. - FOSTUD. KL. 9-18.
LAUGARD. KL. 10-14.
\§(W 13314
kunsl
RAKARA- á HARqRfflSatSTDFA
HVERFISGÖTU 62 101 REYKJAVlK
l.TBL. 1994 VIKAN 37
BRIDDS