Vikan


Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 18

Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 18
EINS OG AÐ MISSA BARNIÐ SI7T OFAN I GROFINA < hjá mjög góöu fólki, sem var barnlaust. Hann sækir nú nám í Öskjuhlíðarskóla og honum gengur vel eftir því sem ég best veit, hann verð- ur 8 ára í mars. í nóvember var mér Ijóst að ég gæti ekki hugsað mér að Hinrik yrði einn í Hraun- berginu yfir jólin og spurði hvort hann mætti dvelja hjá mér yfir hátíðarnar. Þá var mér sagt að búið væri að finna fósturforeldra fyrir hann líka og brátt flytti hann til þeirra í þorp norður í land. Nú var líka klippt á heim- sóknir mínar til hans. Hann fór norður um miðjan des- ember. Maður getur ekki lýst því með orðum hvernig manni líður þegar svona er komið. Ég frétti ekkert af strákun- um, ég sendi þeim jólagjafir og ég fékk gjafir frá þeim. Eftir áramótin var mér sagt að sambúðin nyrðra gengi ekki sem skyldi. Nokkrum vikum síðar frétti ég svo að Hinrik væri kominn aftur til Reykjavíkur og dveldi til meðferðar á barnageðdeild- inni við Dalbraut. Um jólin hafði það gerst að sonur mannsins frá fyrra hjónabandi dvaldi hjá hjón- unum. Á meðan Hinrik var að reyna að falla f kramið kom þessi drengur og fannst þessi nýi drengur líklega vera að storka sér. Þetta endaði með því að Hinrik var sendur til baka. Þegar ég frétti að hann væri kominn suður tók ég mig til og mætti á Dalbrautina án þess að biðja um leyfi til að fá að heimsækja drenginn. Ég hafði hringt og spurt hvernig honum liði, hvort búið væri að finna eitthvað sérstakt sem amaði að honum og svo framvegis. Mér var þá sagt að ég ætti ekkert með það að vera að skipta mér af honum, ég ætti að láta hann í friði. Ég sagði konunni, sem ég ræddi við f símann, að ég væri nú einu sinni móðir barnsins. Þá var mér svarað því til að hún vissi al- veg hvernig ég væri þar eð hún væri með stóran stafla af skýrslum um mig fyrir framan sig. Þegar ég kom á staðinn sá ég son minn af tilviljun frammi á gangi. Ég tók auð- vitað utan um hann alls hug- ar fegin. Starfsfólk dreif þá að okkur og horfði á mig með reiðilegum svip. Mér fannst eins og ég væri að gera eitthvað af mér og sleppti barninu. Ung stúlka sem þarna vann tók dreng- inn og hvolfdi sér yfir hann eins og hann væri í stórkost- legri hættu. Hún tók hann með sér eftir ganginum. Drengurinn varð jafnagndofa og ég. Hún fór með hann inn í herbergi. Ég kom á eftir og ætlaði að opna en þá var hurðinni haldið svo ég kæm- ist ekki inn. Ég varð ofsalega reið yfir þessar framkomu, ég vissi ekki lengur hvaðan á mig stóð veðrið. Ég fékk líka samviskubit yfir því að hafa farið á fund drengsins án þess að hafa fengið til þess leyfi. Það er mikill sársauki sem verður þegar móðir og börn eru slitin í sundur æ ofan í æ. Ég veit ekki enn hvers vegna ég fékk ekki að heim- sækja drenginn á Dalbraut- ina og enginn af fjölskyldu hans mátti heimsækja hann í langan tíma. Föðuramma hans og afi, sem höfðu mikið verið með hann og voru hon- um afar góð, fengu heldur ekki að koma til hans. Þeim sárnaði það mjög og áttu erf- itt með að skilja framferði af þessu tagi. Nú var svo komið að ég kærði meðferð málsins. Á FUND UMBODSMANNS ALÞINGIS Það næsta sem ég gerði var að fara á fund umboðs- manns Alþingis. Lögfræðing- urinn þar sagði mér að hann gæti ekkert gert í málinu nema hann sæi að beinlínis væri verið að brjóta á mér. Hann gæti þó samið bréf fyr- ir mig þar sem um það yrði beðið að málið yrði tekið upp. Svarið kom um hæl án þess að talað væri við mig. Þar kom fram það mat yfir- valda þess efnis að aðstæð- ur mínar- hefðu ekki breyst það til batnaðar að ég væri fær um að veita Hinrik þann stuðning sem honum væri nauðsynlegur auk þess sem hann þyrfti á sálfræðilegri aðstoð að halda. Lögfræð- ingurinn samdi þá annað bréf þar sem hann gat þess meðal annars að þær grein- ar barnarverndarlaga, sem vitnað hefði verið til í svar- bréfinu, ættu ekki við í þessu tilviki auk þess sem hann bað um frekari skýring- ar. Það leið og beið án þess að svarbréf bærist og að þvf kom að ég hringdi til Félags- málastofnunar til að freista þess að fá eitthvað að vita hvar málið væri niður komið. Þá var mér boðið að fara á fund sálfræðings. Ég þáði það og þótti mjög gott að tala við hann. Hann þekkti ekki allar hliðar málsins en bað mig að lýsa því hvernig ástandið hefði verið og málin hefðu þróast eftir að ég kom heim af Dyngjunni og af hverju hlutirnir hefðu farið svona. Þegar ég sagði hon- um að ég hefði fallið einu sinni og fengið mér bjór um- rætt kvöld spurði hann hvort það hefði verið allt og sumt. Hann virtist sýna mér mikinn skilning, sá eini held ég sem ég hef talað við innan þess- ara stofnana sem hefur komið fram við mig eins og vitiborna manneskju, án þess að setja upp svip dóm- arans. Honum fannst ein- kennilegt að ég hefði ekki fengið að heimsækja dreng- inn hvað þá annað. Það næsta, sem gerðist, var að haft var samband við mig og mér greint frá því að ég mætti heimsækja son minn með því skilyrði að ég drægi kæruna til baka. Ég gerði það en vissi jafnframt að það var gegn sannfær- ingu minni. Þarna var spurn- ingin um það hvort ég mætti heimsækja barnið mitt eða ekki. VAR SJÁLFUR MISNOTAÐUR SEM BARN Loksins fékk ég að hitta Hin- rik. Þá var hann búinn að sitja spenntur og bíða eftir J mér í að minnsta kosti |í klukkutíma. Hann var í góðu jafnvægi að því er virtist. Ég veit ekki nema að hann hefði verið það líka þó svo hann | hefði fengið að koma til mín I öðru hverju og ég fengið að heimsækja hann reglulega. Aðalástæðan fyrir því að honum var farið að líða betur var sú að hann var laus við stóra hálfbróður sinn, Björn, sem hafði misnotað hann kynferðislega - en hann ¥ sagði ekki frá því fyrr en í fóstrinu fyrir norðan. Ég þekki ekki smáatriði málsins en ég veit nú að Björn var farinn að eiga við Jóhann litla þegar hann var þriggja ára, skömmu áður en við fluttum upp í Breiðholt. Ég reyndi að spyrja Hinrik þegar ég kom heim af Dyngjunni hvort stóri bróðir hefði líka gert eitthvað við hann. Hann horfði bara á mig með sínum stóru, bláu augum og spurði: „Hvað meinarðu?" Mér fannst eins og barnið vissi ekki hvað ég hefði verið að fara því að ef hann hefði orðið fyrir því þá hlyti hann að vita hvað ég átti við. Kannski vildi hann að ég væri berorðari - en ég gat það ekki. Það er enginn vafi á því að hann varð svona | erfiður þegar stóri bróðir hans var farinn að misnota hann. Þessi heimsókn gerði mig sáttari við ástandið, ég sá að Hinrik var orðið rórra. Nú býr hann á nýju heimili í borginni þar sem hann fær alla hugs- anlega aðstoð, honum geng- ur mjög vel í skólanum og fékk meðal annars 10 í stærðfræði á dögunum. Mér þykir hins vegar mjög leitt hvað ég fæ sjaldan að heim- j sækja hann - nærvera mín þykir ekki æskileg að því er virðist. - Hvers vegna byrjaði sá elsti á þessu, hefurðu hug- mynd um það? Hann reyndi að verja sig við mig þegar málið kom upp. Hann sagði mér að ein- J hvern tímann hefði maður tekið sig upp í bíl vestur í bæ árið 1979 og verið eitthvað | að eiga við sig. Guðný, elsta ; dóttir mfn, sem ég eignaðist 17 ára gömul, er nú orðin 26 ■ Starfsfólk dreif þó að okkwr og horfði á mig með reiðilegum svip. Mér fannst eins og ég væri að gera eitthvað af mér og sleppti barninu. Ung stúlka sem þarna vann tók drenginn og hvolfdi sér yfir hann eins og hann væri i stórkostlegri hættu. 1 8 VIKAN 1. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.