Vikan


Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 28

Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 28
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ Við skoðum að þessu sinni viðkvæmt bréf frá móður sem situr uppi með þá staðreynd að ungur sonur hennar svipti sig lífi ekki alls fyrir löngu öll- um á óvart heima. Örvænt- ing hennar er ólýsanleg og þeirra annarra sem tengjast henni og syninum fjölskyldu- böndum. Hún kýs að kalla sig Hörpu og biður mig að reyna að forðast það að hún þekkist á frásögninni og ein- mitt þess vegna breyti ég einu og öðru sem tryggir að svo verði. og full sársauka og sektar vegna þessa hörmulega atburðar. Við vissum ekki að neitt væri að hjá honum og töldum hann frekar hamingjusaman. Hann var dulur en þó ekki svo að okkur gæti dottið í hug að hann myndi grípa til svona ráða þótt honum kynni að líða illa af einhverjum ástæðum," segir Harpa og það má segja að bréf hennar sé átakanlegt. um það bil tveimur árum og eftir þau umskipti fannst okkur foreldrum hans eins og eitthvað breyttist innra með hon- um,“ segir þessi harmi þrungna móðir sem skilur ekki af hverju þessi atburður henti þau. GJORSAMLEGA RÁÐÞROTA OG FULL SEKTAR „Það getur enginn skilið þá sálarkvöl sem ég hef gengið í gegnum á umliðn- um mánuðum nema sá sem hefur upplifað sömu hluti sjálfur. Sonur minn, ekki orðinn sautján ára, batt enda á líf sitt með hroðalegum hætti og ég og fjölskylda mín stöndum uppi gjörsamlega ráðþrota GOTT HEIMILI OG BREYTTUR FÉLAGSSKAPUR „Það sem mér þykir óþægilegast er að vita ekki ástæðuna fyrir því að svona fór. Við eigum gott heimili og við, foreldrar hans, erum reglusöm en höfum eins og flestir aðrir þurft að vinna mikið til að geta komið okkur vel fyrir samfélagslega. Við erum bæði í góðum stöðum og höfum fyrir löngu lokið há- skólanámi. Sonur okkar breytti um félagsskap fyrir VIÐKVÆMUR - EN STÓÐ SIG VEL Hún segir að hún óttist að honum líði illa og vill vita hvort ég trúi því að það hafi verið tekið illa á móti honum hinum megin. Hún efast um að hún hafi verið góð móðir úr því að honum fannst ekki ástæða til að segja henni hvernig honum leið áður en þessi ósköp dundu yfir. „Ég er gjörsamlega að brotna saman, kæra Jóna Rúna. Hann var viðkvæmur en stóð sig vel í skóla og eins f áhugamálum sínum. Hann tók nærri sér allt óréttlætið í heiminum. Hann mátti ekkert aumt sjá og var vinsæll. Það má segja að hann hafi verið haldinn fullkomnunarár- áttu vegna þess að hann varð að eigin mati að standa sig betur en eðli- legt var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. BREYTTAR AÐSTÆÐUR OG ÁSAKANIR Öllum hérna heima virtist líða vel þar til þessi at- burður gerðist. Hvar get- um við foreldrarnir hafa brugðist honum? Hvað getum við gert til að auð- velda honum vistaskiptin? Getum við náð sambandi við hann með einhverjum hætti? Heldur þú að hon- um líði illa? Viltu vera svo góð að segja okkur, kæra Jóna Rúna, hvort það sé eitthvað sem við getum gert til að okkur líði ekki svona ömurlega. Pabbi hans er mjög þungur og það er stutt í ásakanir sem beinast að mér en frá hon- um sjálfum. Með fyrirfram þakklæti og í góðri trú.“ Ég nota áfram hyggjuvit mitt, innsæi og reynsluþekkingu viö svörin og bið þá mörgu, sem hafa skrifað mér, að sýna mér biðlund þótt eitt- hvað dragist að svara bréf- unum. SÖKUDÓLGAR OG ÖRLAGAÞRUNGIN ÁKVÖRÐUN Sú sálarkvöl, sem fjölskylda Hörpu tekst á við, er veru- lega erfið og verður alls ekki upprætt með þvf að leita að einhverjum sökudólgi vegna þess sem henti son þeirra. Óvíst er að það þjóni nokkr- um tilgangi öðrum en þá þeim að kvölin verður hugs- anlega meiri vegna þess að enginn einn virðist ábyrgur fyrir því hvernig komið er. Hann einhverra hluta vegna valdi þetta óhuggulega form vandræða sjálfur þegar hann ákvað í örvæntingu sinni að taka líf sitt með þessum sér- staka hætti sem hann gerði. Það er því enginn sem raun- verulega getur getið sér til um hvers vegna hann tók þessa örlagaþrungnu ákvörðun á sínum tíma sem hafði þessar skelfilegu afleið- ingar fyrir hann og þau. TÍMINN OG BÖRNIN OKKAR Það er nú svo skrítið að eftir því sem við íhugum það meira þá er engu líkara en það sé ekki endilega tíminn, 28 VIKAN 1. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.