Vikan


Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 6

Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 6
STÓRIR STRÁKAR Greinarhöfundur ásamt viömælendum sínum. Þarna sést glögglega hæöarmunur á meðalmanni (höfundur er 178 sm) og þessum mönnum sem hér segja frá skemmtileg- um atvikum tengdum hæöinni, tala um staölaöar stiröbusaímyndir og margt fleira. MENN E VERÐA AÐ HAFA HÚMOR- inu sinni gekk ungur drengur niöur götu í Hafnarfiröi. Þétt þoka sveip- aöi andrúmsloftiö þjóðsögulegri dul- úö. Drengurinn rifjaöi upp tröllasögur af því þegar bændur máttu vart vatni halda er ófreskjur virtust stíga fyrir- varalaust upp úr jöröinni og þoka huldi ásjónur þeirra. Yfirleitt voru þetta bara rolluskjátur sem þokan magnaöi í kyngimögnuðum krafti skynvillunnar. Þjóösögur af þessu tagi ruku tvist og bast í hugskoti tuttug- ustu aldar piltsins þar sem á móti honum rogaöist slík óhemja Tr./X, , ,,,,,, —, meö sjálfa sig. TEXTI: JOHANN G. Hvílíkt skrímsli, hugsaði REYNISSON / UOSM . ;hann meö sér og í huga BRAGI Þ JÓSEFSSON hans fékk hver þjóösagan á fætur annarri staðfest- ingarstimpil veruleikans. Þetta er þá svona í raun og veru. Og skrímsliö fór stækkandi eftir því sem saman dró meö þeim allt þar til kúturinn litli stóö augliti til auglitis viö þaö. Þá kom á daginn að hugrenningar hans um þjóðsögurnar þurftu ekki endilega aö eiga viö í þessu tilviki. Þarna mætti hann fyrsta blökku- manninum sem hér á landi hefur spilaö körfubolta. Ivan Webster hét hann þá og taldi 213 sentímetra á mælikvaröa hæðarinn- ar, meö hárinu. Síðan hefur mikið vatn runniö til sjávar og Webster, sem nú heitir ívar, er búinn aö láta klippa sig. Meö til- komu hans og fleiri körfuboltamanna, stækkandi þjóö almennt og beinum útsendingum frá himnalengjaíþróttinni NBA-körfuboltanum hefur íslenska þjóöin fengið aö sjá fleiri hans líka. En við þurfum ekki aö vaöa yfir lækinn til aö sækja vatnið í þessu tilliti. Hér á landi eru líka til risar af þessari stæröar- gráöu, fleiri en Þétur Guðmundsson. Hér fer á eftir spjall viö tvo þeirra, auk Webst- ers. Viö kynnumst viöhorfum þeirra til eigin stærðar, heyrum af skemmtilegum atvik- um, hnyttnum tilsvörum og fleiru sem óvenju hávaxnir menn upplifa í samtíð sinni.D I LAGI ER NIÐURSTAÐAN ÞEGAR RÆTT ER VIÐ „TVEGGJA HÆÐA MENN" I ck’ LU I— uo CQ LU £ CXL < > Viö hittumst á Hressó. „So, you want to talk about us, big freaks!“ segir hann, vill heldur tala ensku og samtalið birtist hér í léttri þýöingu - enda létt samtal. ívar Webster er fæddur áriö 1955 I borginni Phila- delphia í Bandaríkjunum. Hann verður því fertugur á næsta ári. ívar er læröur íþróttakennari. „Ég man eftir því aö I ell- efu ára bekk voru margir stærri strákar aö stríöa mér. Árið eftir mætti ég og var þá orðinn höfðinu hærri en þeir. Sextán ára var ég orðinn 210 sentímetrar (6 '11). Á þessu tímabili var vöxturinn mjög ör og dæmi þess aö mamma þyrfti aö kaupa á mig tvo til þrjá fataumganga á ári.“ Webster bjó í heldur slæmu hverfi, var í klíkunni og öllu tilheyrandi. Hann segist eiga þaö körfubolt- anum aö þakka aö hann lenti ekki á villigötum. „Þjálfararnir tóku svona stóra menn eins og mig upp á sína arma. Ég upplifði sem sagt mikla stríöni þegar ég var yngri en hún magnaðist töluvert þegar ég kom hing- aö til íslands vegna hör- undslitarins, hæöarinnarog þess aö ég var útlendingur. Ég fékk aö heyra spurning- ar eins og „hvernig er veðr- ið þarna uppi?“ milljón sinnum og er enn aö heyra þær, vildi mjög gjarnan fara aö fá nýjar. Eg kippti mér lítið upp viö þetta allt sam- an enda var ég brynjaður eftir mikla athygli heima í Bandaríkjunum. Þar var ég vanur sviösljósi fjölmiöla og spilaöi körfubolta fyrir framan 30.000 manns og svo framvegis. Þaö, ásamt því að ég ákvað að vera þara ég sjálfur í samskipt- um viö annaö fólk, geröi mér auðveldara fyrir aö taka þvl sem að höndum bar. Annars man ég eftir því aö viö fórum einu sinni saman á skemmtistaö í Reykjavík, ég og Pétur Guömundsson, og allir horfðu á hann en ekki mig sem var annars venjan fyrstu árin mín hér á ís- landi. Og ég man að mér leið yndislega vel; ég var sá venjulegi - hann „fríkið"! En einkalíf er annars af 6 VIKAN 5. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.