Vikan


Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 48

Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 48
FJÁRMÁL Thelma Grímsdóttir þjónustustjóri og Kjartan Birgisson, þjónustufulltrúi í Landsbanka ís- lands. s FJÖLSKYLDUNN ER AÐALSMERKI VÖRÐUNNAR Rekstur heimilis og fjöl- skyldu er margslung- inn, oft flókinn og mætti vera hagkvæmari. Fjármál geta nefnilega verið undarlegt fyrirbæri. Vextir, afborganir, kostnaður og fleira getur reynst þungt á metunum því safnast þegar saman kemur. Það getur líka verið pirrandi að bíða í biðröð eftir að fá að borga á réttum tíma. Þegar reikning- arnir berast öllum um sama leyti troðfyllast allir bankar. Því leitast fjármálafyrirtæki við að leysa vandamál af þessum toga til að geta þjón- ustað viðskiptavininn betur. Blaöamaður Vikunnar heim- sótti útibú Landsbankans í Háskólabíói til þess að skyggnast ofan í úrlausnar- skjóðu starfsfólks bankans. Fyrir svörum urðu þau Thelma Grímsdóttir þjón- ustustjóri og Kjartan Birgis- son þjónustufulltrúi. Thelma hefur starfað við Vörðuna, víðtæka fjármála- þjónustu, allt frá því að Varð- an var fyrst sett á laggirnar árið 1990. Fyrst einbeitti bankinn sér að þjónustu við eldri borgara, sem eru fjöl- margir í Vesturbænum, og hefur Thelma reynt að þjón- usta viðskiptavini Vörðunnar á sem persónulegastan hátt. Hún grípur meira að segja stundum með sér kvittanir og aðra bankapappíra til að gauka að tilteknum við- skiptavinum sínum í heim- leiðinni. Og þar er lykilatriði Vörð- unnar komið: Viðskiptavin- um er veitt persónuleg þjón- usta. Fyrirkomulagið hefur reynst vel og nú á Varðan erindi til fólks á öllum aldri. „Reynslan hefur sýnt að mik- il þörf er fyrir fjármálaþjón- ustu af þessu tagi,“ segir Kjartan. Einn af burðarásum þjón- ustunnar er svonefnd út- gjaldadreifing. Þar hjálpast þeir aö, viðskiptavinurinn og bankinn, aö jafna greiðslu- byrði þess fyrrnefnda yfir ár- ið þannig að erfiðustu hjall- arnir, sem yfirleitt eru um svipað leyti árs, verði ekki óyfirstíganlegir. Bankinn mætir sveiflutoppunum og viðskiptavinurinn borgar sömu fjárhæð alla mánuði ársins. Þó geta þeir, sem vilja koma í bankann, sótt kvittanir og önnur fylgirit eftir eigin hent- ugleikum. Vörðufélagar eru ekki lengur bundnir af ákveðnum dögum ársins. Þjónusta eins og fjármála- ráðgjöf er innifalin í árgjaldi félaga í Vörðunni, gjald sem er hverrar krónu virði. Það er mikill kostur fyrir Vörðufélaga að hafa aðgang að ráðgjöf- inni því herfilegustu rembi- hnúta fjármálanna má leysa ef tekið er á þeim í tæka tíð. Greiðsluþjónusta Vörð- unnar felst í þvf að bankinn fær senda reikninga við- skiptavina sinna. Starfsmenn bankans sjá síðan um að all- ir standi í skilum, að því til- skyldu að innistæða sé á reikningi viðkomandi. Greiðsluþjónusta, út- gjaldadreifing og beingreiðsl- ur eru til þess fallnar að draga úr biðröðum í bönkum á álagstímum og á þennan hátt geta sumir jafnvel slopp- ið alfarið við ferðir í bankann. „Fjármálaþjónninn“ sér um að allt gangi nú snurðulaust fyrir sig. Allir félagar Vörðunnar geta fengið gerða fyrir sig greiðsluáætlun til árs í senn. Þeir fá einnig vandaða möppu með flokkunarspjöld- um fyrir tekjur, gjöld, yfirlit og annað. Og fjölmargt mætti telja fleira sem félögum áskotnast. Þess ber að geta hér að eldri borgurum verður auðvitað sinnt áfram eins og áður. Varðan hentar þar af leiðandi öllum sem hafa með höndum rekstur heimilis og vilja hafa góða yfirsýn yfir fjármál þess. „Fólk getur hik- laust treyst á Vörðuna til að visa sér leiðina í fjármálun- um,“ segja þau Thelma Grímsdóttir og Kjartan Birg- isson. □ 48 VIKAN 5. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.