Vikan


Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 47

Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 47
myndband, sem Þorsteinn tók á spítalanum, fyrr en mörgum vikum eftir að ég kom heim. Læknir, sem ég talaði við um þetta, sagði ástandið mjög eðlilegt því ég hefði farið eins nærri alger- um dauða og mögulegt væri. Úr slíkri reynslu tæki langan tíma að vinna. Ég er mjög viðkvæmur enn í dag, tárast stundum bara við eitthvað tilfinninga- legt í sjónvarpinu. En mér finnst ekki erfitt að tala um þetta og finn stundum fyrir þörf til þess,“ segir Jón og ábyrgð lækna ber á góma. SKAÐABÓTAMÁL EKKI ÞESS VIRÐI „Hjartasérfræðingurinn, sem gerði mistökin, talaði ekki við okkur eftir þetta. Hann gekk meira að segja úr vegi fyrir Þóreyju og Þorsteini þegar hann mætti þeim á göngum sjúkrahússins," segir Jón og ég spyr hvort nokkrir eftirmálar hafi orðið. „Nei,“ svarar Jón ákveð- inn. „Skaðabótakröfur eru að mínu mati eitthvað svo léttvægar miðað við að kom- ast lifandi heim frá þessum hremmingum að ég nennti ekki að standa í að höfða skaðabótamál gegn erlend- um sérfræðingi. Mistökin eru aðeins nefnd í örfáum setn- ingum í læknaskýrslunni enda varð ekkert hjúkrunar- lið vitni að því þegar ég dó. Á það er heldur ekki minnst í skýrslunni þó að við höfum lýst þessu fyrir þeim,“ segir Jón og rifjar í framhjáhlaupi upp sögu af því þegar hann var lífgaður við á bryggjunni á Neskaupstað fyrir 48 ár- um, þá 5 ára gamall. „Ég var nýfluttur úr sveit- inni að sjónum í Neskaup- stað þegar ég fór ásamt kunningja mínum niður á bryggju. Við ætluðum að fara að veiða og leiðin lá undir bryggjuna. Þar þurft- um við að príla niður stiga og kunningi minn var nokk- uð á undan mér. Mér skrik- aði fótur í neðsta þrepinu, höfuðið á mér skall í eitt- hvað og ég rotaðist. Ég vissi ekki af mér næst fyrr en við lífgunina í fjörunni. En mörgum árum síðar tóku minningar um þennan atburð að taka á sig mynd. Og ég man eftir að ég sá sjálfan mig frá sama sjónar- hóli og ég gerði á sjúkrahús- inu í London, nema hvað nú flaut ég á bakinu í ölduróti Norðfjarðar. Þessu fylgdi nákvæmlega sama sælutil- finning og ég upplifði á sjúkrahúsinu," segir Jón og Ijóst er að hann er ekki feig- ur. Meira að segja munaði litlu að hann yrði skotinn með haglabyssu þarna í höfninni því menn úr landi töldu að þar færi selur. „Sá, sem ætlaði að skjóta, var kominn með mig í sigtið þegar hann varð var við Ey- stein, þann sem bjargaði mér, þar sem hann synti í áttina til mín,“ segir Jón og að loknum þessum athyglis- verða útúrdúr förum við aftur til London, áratugum síðar. Þrátt fyrir allt saman tala þau hjónin vel um sjúkra- húsið, aðhlynningu og þjón- ustu. „Frábært," segir Jón en fjórar hjúkrunarkonur skiptu með sér 12 tíma vökt- um f nokkra nokkra sólar- hringa. „Þeim var hreinlega sagt að búa á sjúkrahúsinu með- an þetta gengi yfir,“ segir Jón og ber konunum vel söguna. Jólahaldið þetta ár- ið var því með sérstöku móti og nú var tiltölulega skjótt bataferli hafið. Þórey og Jón sýna mér myndband þar sem meðal annars sést hvar hanskaklæddir þjónar með þverslaufur koma með vín- stúku á hjólum inn á her- bergi til Jóns og hann skálar við viðstadda i kampavíni. Þar sést einnig „svítan“ hans (og hér mætti alveg sleppa gæsalöppunum) en henni má vel líkja við glæs- ivistarverur fínustu hótela. Þegar upp var staðið stóð sjúkralega Jóns vegna að- gerðar, sem upphaflega átti einungis að taka nokkra daga, yfir í um þrjár vikur. Eftir að læknar höfðu komist fyrir blæðinguna urðu nýru hans óvirk og þurfti Jón að fara reglulega í nýrnavél. Litlar sem engar líkur voru taldar á að nýrun myndu starfa framar en það gerðu þau þó fyrirvaralaust nokkr- um vikum síðar. Það er undarlegt að horfa á svona myndband af manni sem nú situr brosandi og hress fyrir framan mann og kjaftar af honum hver tuska. Á myndbandinu er hann máttvana og tómlegur til augnanna af miklum kvölum og þreytu, jafnt líkamlegri sem andlegri. Þar sést glögglega hversu gífurlegt álag fylgir í kjölfar mistaka eins og þeirra sem áttu sér stað í tilviki Jóns og vart á það bætandi. UPPSÖGNIN ÁFALL Jón var samt sem áður rekinn frá Hótel Sögu. Eftir aðgerðina hafði þáverandi hótelstjóri, Konráð Guð- mundsson, gefið loforð fyrir sitt leyti þess efnis að Jón fengi þann tíma sem hann þyrfti til að jafna sig og kæmi síðan aftur til starfa eins og ekkert hefði í skorist. „Konráð sagði þetta við mig þegar ég var nýkominn heim úr aðgerðinni í byrjun árs 1990 og hann stóð fylli- lega við sitt. Síðan urðu hót- elstjóraskipti og í ágúst í fyrra var ég kallaður inn til starfsmannastjóra. Þar var hótelstjórinn einnig staddur og mér var tilkynnt að mér væri sagt upp störfum. f upp- sagnarbréfinu var ástæðu ekki getið og þar með er hún lögmæt. Ég veit þó ekki bet- ur en að það gerðist vegna þessara veikinda minna, þrátt fyrir að ég hefði ekki verið nema tvær til þrjár vik- ur fjarverandi umfram lög- boðinn veikindatíma. Því reyndi ég ekki að gera nein uppsteyt en auðvitað var þetta mikið áfall. Hins vegar fékk ég þetta líka fína með- mælabréf sem er í algerri þversögn við uppsögnina. Enda höfðu þeir ekkert upp á mig að klaga. Ég hætti 1. desember og fékk síðan fyrir tilviljun hlutastarf, aðra hvora helgi, í félagsmiðstöð og gegni því nú,“ segir Jón og getur ekki dulið þau gífur- legu vonbrigði sem at- vinnumissinum fylgdu. „Þannig að nú verð ég bara að láta hann saurna," segir Þórey brosandi þrátt fyrir allt og bendir á glugga- tjöldin. „Þetta er það nýj- asta,“ bætir hún við. í augum leikmanns leynir listilegur frágangur sér ekki og ugg- laust fá tjöldin góð meðmæli fagfólks í greininni. „Ég held meira að segja að við þenn- an saumaskap hafi ég haft besta tímakaup sem ég hef haft á ævinni," segir sauma- smiðurinn og kraftaverka- karlinn Jón Þorsteinsson sem nú langar einna mest til þess að fara aftur út til Lon- don að skoða sjúkrahúsið frá öðrum sjónarhóli. Atvinnumissir og knöpp fjár- ráð gætu þó seinkað þeirri för. Á meðan lifir Jón í sátt og samlyndi við lifgjafa sinn og örlagavald, sitt eigið hjarta. □ Jón Þor- steinsson er ekki feigur. Tvisvar seg- ist hann hafa farið yfir um en i bæöi skiptin hafi Lykla- Pétur fúlsað við sér. 5. TBL. 1994 VIKAN 47 LÍFSREYNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.