Vikan


Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 12

Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 12
OLDRUN STRIÐIÐ VIÐ HVE LENGI E| ||N A GETURFOLK Kfcfcll^1#* LIFAÐ? UM ALDAMÓTIN VAR MEÐALALDUR FÓLKS 48 ÁR. NÍU ÁRATUGUM SÍÐAR ER HANN 75 ÁR. NÚ BENDA TILRAUNIR VÍSINDAMANNA TIL ÞESS AÐ VIÐ GETUM LENGT LÍF OKKAR UM ÁRATUGI OG JAFNVEL ALDIR TEXTI: ÞORDIS BACHMANN Vísindamenn eru kraftaverkafólk 20. aldarinnar. Þeir klufu atómið og sprengdu kjarn- orkusprengjuna, þróuðu fúkalyf, fundu upp sjónvarpið og tölvuna, sendu menn til tunglsins og vélar til Mars, fluttu hjörtu og nýru og sviptu hulunni af uppbyggingu DNA, erfðalykl- inum sem stjórnar lögun og hlutverki allra lifandi hluta. Metnaður vísindamanna eykst með hverju árinu sem líður. Sameindalíffræðingar um allan heim hafa undan- farinn áratug bisað við spurningu jafngamla dauðanum og með sívax- andi ár- dr Hvers vegna eldumst við og hvað getum við gert til þess að hægja á ferlinu? Á grund- velli núverandi rannsókna sjá margir þessara vísinda- manna, þar á meðal frum- herjar í rannsóknum þeirra gena sem stjórna öldrun, fyr- ir sór að með næstu kynslóð eða þarnæstu verði hægt að lengja hámarksaldur fólks um áratugi og hugsanlega um aldir. I dag er hámarks- aldur fólks 120 ár og hefur líklega verið það síðan á steinöld. 1. VÍSINDIN OG ÁTTUNDI DAGUR SKÖPUNAR Hugmyndin um að verða fjörgamall er ómótstæöilega hrífandi. Hún fyrirfinnst í þúsundum þjóðsagna en flestum vísindamönnum nú- tímans finnst hugmyndin um að fólk geti lifað öldum sam- an hljóma meira í átt við vís- indaskáldsögu. Líffræðingar og öldrunarfræðingar setja slíkar væntingar á skalann milli þess sem þykir ótíma- bært og fáránlegt. En fólkið, sem fullyrðir að hægt sé að lengja lífið að miklum mun, heldur því statt og stöðugt fram að það hafi vísindaleg- ar sannanir á bak við sig. Þó hljóma fullyrðingar þeirra ótrúlega í eyrum. Einn rannsóknarmannanna er '. Thomas Johnson við Coloradoháskóla. hefur rannsak- öldrun í þráðorm- um og er leiðandi á því sviði. Johnson segir: „Ég held að við getum lengt mannslíf langt fram yfir það sem nokk- urn hefur dreymt um. Miðað við þær framfarir, sem orðnar eru í dýrarannsókn- um, er hugsan- legt að við getum náð fram lífs- skeiðum sem eru rúmlega tvisvar ainnum lengri en nú- verandi meðalaldur.‘‘ Annar leiðandi sér- fræðingur, dr. Michael Jazwinski við Louisianahá- skóla, segir að á næstu 30 árum veröi vísindamenn búnir að finna genin sem ákvarða lífsaldur fólks og verði þá í aðstöðu til að tvö- falda, þrefalda og jafnvel fjórfalda hámarksaldurinn, sem nú er 120 ár. Það er hugsanlegt að sumir þeirra sem uppi eru núna verði enn á lífi eftir 400 ár,“ segir dr. Jazwinski. Aðrir sérfræðingar segja að einu mörkin, sem ævi- skeiðislengd séu sett, séu mörk mannlegra tæknifram- fara. Dr. William Regelson, læknir við læknaháskólann í Virginíu, segir: „Með þeirri vitneskju sem nú er að safn- ast upp um næringar- og taugainnkirtlaþætti öldrunar, gætum við bætt 30 heilbrigð- um árum við ævi fólks á næsta áratug. Þegar til lengri tíma er litið virðast möguleikarnir á lífslengingu nánast ótakmarkaðir, eftir því sem við lærum að stjórna þeim genum sem ákvarða öldrun.“ Sú mynd, sem vísinda- mennirnir draga upp, er undraverö, jafnvel þegar allir fyrirvararnir eru teknir með í reikninginn. Það er engu lík- ara en að hópur draumóra- manna hafi tekið við þar sem Guð hætti og boði nú dögun áttunda dags sköpunarinnar. Það, sem þeir hafa í hyggju, er ekkert minna en uppreisn gegn þúsund milljón ára harðstjórn genanna. Getur verið að þeir hafi rétt fyrir sér? Spurninguna verður að taka alvarlega þegar litið er til stöðu þeirra sem bera fullyrðingarnar fram og örra framfara lækn- islistarinnar á þessu sviði. Hér verður fjallað um hvern- ig og hvers vegna við eld- umst, útskýrt hvers vegna líffræðingar telja sig geta þróað öldrunarmeðferðir og því velt upp hvernig lífið og heimurinn yrði ef draumurinn - eða martröðin - um fram- lengda tilvist yrði að veru- leika. FERLINU SNÚIÐ VIÐ Hugmyndin um lengingu mannslífa vekur heilbrigðar efasemdir, svo ekki sé meira sagt. Eftir 20 ára stöðugar rannsóknir finnst enn engin lækning við krabbameini og öldrun er miklu flóknara fyrir- bæri en krabbamein. Dr. Hu- bert Warner, lífefnafræðing- ur og framkvæmdastjóri bandarísku öldrunarstofnun- arinnar, kallar öldrun „flókn- asta af öllum líffræðivanda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.