Vikan


Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 8

Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 8
STORIR STRAKAR að komast leiðar minnar inn- anbæjar en einu sinni þurfti ég að fara suður í Keflavík og þá þurfti ég að stoppa á miðri leið, fara út úr bílnum og teygja úr mér. Þú hefðir átt að sjá fólkið sem keyrði fram hjá. Það hægöi á sér og ég sá að sumir skelli- hlógu og flestir voru skæl- brosandi þegar þeir sáu hvers kyns var.“ ívar ekur nú um á Citroén BX. „Ég lenti líka í pínlegri að- stöðu einu sinni þegar ég fékk blóðtappa í leik. Þá var ég lagður inn á sjúkrahús og þar var ég í viku. Þetta væri svo sem ekki í frásögur fær- andi nema fyrir þær sakir að það þurfti að setja borð við endann á rúminu vegna þess að fæturnir á mér stóðu langt út fyrir fótagaflinn! Ég var sífellt að sjá ný andlit í dyragættinni. Allir þóttust auðvitað vera að athuga hvernig mér liði en voru þá bara aö sjá með eigin aug- um skrímslið sem lá með bíf- urnar langt aftur úr rúminu," segir ívar og á móðurmáli sínu heldur hann áfram og lýsir viöbrögðum þeirra, sem litu inn, svona: „Hi, how are you doing? Ha, ha, ha. . .1“ „Sjálfur lét ég sérsmiða fyrir mig rúm upp á 2,15 metra. Rúmið hefur valdið mér nokkrum vandræðum þegar ég hef þurft að flytja því sums staðar hefur það varla passaö inn í svefnher- bergin." RISAGÓRILLA OG ÁREKSTUR ívar vekur hvarvetna mikla athygli fyrir eiginleika sem hér hafa þegar verið nefndir. Einu sinni lék hann með Skallagrími í Borgarnesi og var á göngu í bænum ásamt félögum sínum i liðinu. „Þetta var rétt fyrir jólin og mikil umferð í bænum. Meö- al bíla var þar gamall jeppi og við stýrið síðskeggjaöur maður, sennilega bóndi úr einhverri af nærliggjandi sveitum. Hann glápti á mig, svo undrandi að hann stein- gleymdi sér við aksturinn. Búmm! Aftan á næsta bíl. „Keep your eyes on the roadl" sagði ég við hann og kom mér í burtu enda var þetta ekki mér aö kenna," segir ívar og honum þykir greinilega gaman að segja sögur af þessu tagi. í beinu framhaldi kemur önnur saga sem líka gerðist í Borgar- nesi. „Þetta var um svipað leyti og áreksturinn varð. Við vor- um eitthvað að þvælast í Kaupfélaginu þegar lítill strákur sá okkur, hljóp til mömmu sinnar, benti á mig og hrópaði: Mamma, mamma, sjáðu King Kongl Þá var verið aö sýna mynd- ina um King Kong í bíóinu. Jú, víst er ég stór en varla svona Ijótur! Að vísu var ég þá 213 sentímetra hár með afróhárið allt út í loftið en ég hló rosalega að þessu. Mamman varð hins vegar mjög vandræðaleg.“ ÚTREIÐAR ERFIDAR ívar hefur nokkrum sinn- um komið fram fyrir alþjóð á skjánum, til dæmis með Spaugstofunni. Hann hefur líka leikið í kvikmyndum, m.a. Stellu í orlofi. Þar segist hann hafa verið látinn sitja á hesti í fyrsta skipti á ævinni. Heldur gekk það nú brösug- lega. „Þetta var íslenskur hestur þannig að fæturnir á mér drógust eftir jörðinni. Ég datt samt af baki! Eftir þrjár eða fjórar veltur tókst mér síðan aö halda mér skammlaust á hestinum." í Kristnihaldi undir jökli lók ívar þjón og þar var hann meðal annars látinn mála kirkju, frá þaki og niður úr. Ég segist ekki hafa séð þá mynd. „Hvað ertu að segja?" segir ívar þá og virðist von- svikinn, „það var besta myndin mín,“ bætir hann síðan við og heldur aftur af brosi. Fyrst og fremst segist hann hafa gaman af því að skemmta öðrum með sér- kennum sínum og hann hik- ar ekki við það þegar um slíkt er beðið. Og hver veit nema við eig- um eftir að sjá og heyra meira frá ívari Webster í framtíðinni. Hann hyggst hætta keppni í körfubolta eft- ir næsta leiktímabil nema Breiöabliki takist að vinna sæti í úrvalsdeildinni. „Þá tek ég kannski eitt tímabil í viðbót, bara til að sjá hvernig mér gengur að eiga við leikmenn sem gætu aldursins vegna verið synir mínir!" □ z EE FREKAR O^EN ÞEIR co n 3 SJALFIR WlviUA co Guðmundur Þorsteinsson er sléttir tveir metrar á hæð. Guðmundur var um 30 ára skeið í verslun, viðskiptum og fjármála- umsýslan ým- iss konar en nú starfar hann við þýðingar úr ensku, meðal annars fyrir Stöð 2. Hann hefur átt við þau vandkvæði hávaxinna að stríða að fátt er um fataval. „Vandamálið var raunar miklu meira hér áður fyrr. Ég veit til dæmis að á fimmta eða sjötta ára- tugnum stofn- aði Ólafur Guð- mundsson yfir- lögregluþjónn Sexfetungafé- lagið. Það logn- aðist að vísu út af en var stofn- að vegna þess að hávöxnum mönnum gekk illa að fá á sig föt. Ég kynntist þessu „Sovét- ástandi" í fata- ÉA málum strax við fermingu. Foreldrar mínir létu meira að segja ferma mig þegar ég var tólf ára af ótta við að árið eftir yrði ég vaxinn upp úr öllu fataúr- valil“ Eitt helsta vandamálið varðandi fötin er ermasíddin að sögn Guðmundar. „En líf- iö er of stutt til aö maður geri sér rellu yfir ermalengd, ég geng bara í stuttermabol- um,“ segir hann sallarólegur með yfirbragöi þess sem sættir sig við hlutina eins og þeir eru. Gósenlönd fyrir hávaxna menn í fataverslun eru fáséð eins og hvítir hrafnar og dreifð um heiminn. Einu sinni datt Guðmundur þó í slíkan lukkupott. Það var í London. Töluverð biðröð var fyrir utan verslunina þegar Guðmund bar að garði. „Þá lenti ég í fyrsta skipti í biöröð þar sem ég var með lægstu mönnum! Það fannst mér mjög skringilegt. Þarna var fjöldi manna upp á tvo og tiu og þar yfir. Þegar röð- in kom að mér fór ég inn og gekk rakleiðis inn eftir rekk- unum og fór þangað sem næststærstu fötin héngu. I einfeldni minni hélt ég að ég væri svona stór. Þar mátaði ég einn jakkann og ermarnar löfðu tíu sentímetra fram fyr- ir hendurnar á mér. Við hjón- in urðum alveg máttlaus af hlátri og tilfinningin var engu lík, að vera kominn í allt of stór föt. Það var algerlega óþekkt fyrirbæri frá mínum bæjardyrum séð. Að lokum fann ég rétta stærð þar sem voru næstminnstu fötin.“ ALLIR STÓRIR EINS „Mörgum finnst Kínverjar allir vera eins og blökku- menn hver öðrum líkir, svo dæmi séu tekin, og kannski finnst sumum allir stórir menn vera eins. Ég kom ein- hvern tímann inn í verslun þar sem afgreiöslumaðurinn spjallaði kumpánlega við mig allan tímann meðan ég var þarna. Ég þorði ekki að segja við manninn að ég vissi ekkert hver hann væri því kannski átti ég að þekkja hann. Skýringin fékkst ekki fyrr en ég var að fara út úr dyrunum. Þá sagði hann: „Ég spjalla svo við þig seinna Éinar minn!“ Ekki veit ég hvaða Einar hann hélt að ég væri þótt ég fari svo sem nærri um það. Og Guðmundur segir sögu af frænda sínum, Sig- urði Má, sem hér er einnig rætt við í þessari Viku, þar sem hann var á grímuballi. „Siggi er náttúrlega þetta hár, tveir og tíu, og mágur minn stóð við hliðina á hon- um. Báðir voru grímuklæddir og Mannsi mágur leit upp á Sigga og heilsaði honum með nafni. Siggi vék sér að honum og spurði forviða: Ha! Hvernig þekktirðu mig?“ FÁÐU ÞÉR GLERAUGU Líkt og títt er um „tveggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.