Vikan


Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 38

Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 38
Inga Rósa á vinnu- stofu sinni. Orð eru til alls fyrst" segir máltækiö en óneitanlega eru orö- in og þaö hvernig viö notum þau til að tjá okkur einstakt tæki til aö reyna aö skilja hvert annað og reyna að ná einingu og sáttum, gleöja viðmælendur okkar þegar best lætur. Inga Rósa er mannvera um til aö bæta sjálfa mig og umhverfið og auka skilning minn sem nýtist mér á ölium sviðum, göfgar líf mitt og ef til vill annarra. Ég tjái mig í gegnum myndlist og ástunda „abstr- akt“ hugsun sem ég reyni aö tjá í myndum en ef til vill eru þaö einungis þeir, sem hugsa á líkan veg og ég, Maður á að hafa trú á sjálfum sér, aö trúa að maö- ur geti fundið réttu lausnina með því að kafa djúpt inn í sjálfan sig og Ijúga ekki aö sjálfum sér, sama hve marg- ir eru á móti henni. Þú átt ekki að vera með yfirgang eða reyna að troða skoðun þinni upp á aðra því þeir eiga líka rétt á að hafa sitt VIÐ TAL VIÐ INGU ROSU LOFTSDOTTUR HVER SBGIR AH ORÐIH stto Bssvt MiÐiunmt TEXTI: ANNA S. BJÖRNS- DÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN E. EINARS- SON sem ástundar þessa þætti mannlífsins og bið ég hana að segja frá. „Um daginn var ég að ræða við einn vin minn. í fyrstu var eins og við hefðum mjög ólíkar skoðanir á vissu málefni. Eftir að hafa spurt hvort annað hvað við meint- um með ákveðnum orðum kom í Ijós að við höfðum ná- kvæmlega sama viðhorf til málefnisins en það voru orð- in sem komu misskilning- num af stað. Það sýnir aö ekki er alltaf best að tjá sig með orðum. Þau nægja ekki alltaf. Áhugi minn liggur á sviði esoteriskra fræða en það er hin dulda orka í alheiminum sem virðist stjórna miklu í lífi okkar. Ég leita að sannind- sem skilja hvert ég er að fara, hverju sinni. Samt geta myndirnar einnig örvað þá, sem ekki hugsa á þennan hátt eða glatt enn aðra sem eru móttækilegir fyrir gleð- inni sem oft er að finna í myndunum. Fólk þarf að fá að mynda sér skoðun sjálft á hlutum eða hugmyndum. Það þarf að virkja hugarstarfsemi al- mennings betur. Ekki fyrir hagsmuni nokkurra heldur til fjölbreytni og virkni fjöldans. Fólk er allt of gjarnt á að trúa öllu sem SANNAÐ er, t.d. því sem vísindamenn halda fram. Auövitað hafa vísindamenn margt til síns máls en maður á ekki að hætta að hugsa þótt einhver haldi því fram að hann viti sannleikann. innra leiðbeiningaljós. Að skiptast á skoðunum er af hinu góða og þannig geturðu útbreytt skoðanir þínar og fólki er frjálst að taka upp hvað sem er af þeim sem því líkar.“ Inga Rósa gerir hlé á máli sínu. Það er margt sem á hug þessarar ungu konu. Hún er í söngnámi og stund- ar einnig nám i andlegum fræðum í bréfaskóla. Hún er lærður myndlistarmaður og er um þessar mundir með sýningu á verkum sínum á Biskops Arnö í Svíþjóð. Hún er Ijúfur viðmælandi og við höldum áfram. „Eins og ég þroskast og breytist með tímanum þá eflist hugmyndafræði mín og tekur stökkbreytingum á hinum ýmsu skeiðum lífs míns. Það getur litið þannig út eftir 10 ár að ég hafi svik- ið núverandi skoðun mína en í raun er þetta bara þró- un. Einstaklingurinn þarf að fá frelsi til að ákveða líf sitt. Hann á að geta tekið ákvarðanir (sem ekki stang- ast á frelsi annarra eða skaði aðra), jafnvel ákvarð- anir, sem aðrir telja mistök, eru af hinu góða. Við lærum af mistökum okkar en ekki af boðum og bönnum. Ég vil einnig bæta því við að af- skiptasemi opinberra aðila alls staðar í heiminum er of mikil. Að opinberir aðilar ráði hvað má og hvað ekki má gera, að ein leið sé lögmæt en aðrar leiðir ekki. Tilhneig- ing til að vilja hafa alla á sama bás og útiloka fjöl- breytni er ekki af hinu góða. Það er svolítið skrítið og öfugsnúið að hugsa til þess hve margir listamenn virðast vera miklir egóistar - með til- liti til þess að sem leiðandi hópur (eða hópur fólks sem leiðir) í menningu mann- kynsins fram á við - að þessi hópur skuli ekki reyna að stefna aö sameiningu mannkyns með hógværð. Eigingirnin skemmir fyrir á endanum. Það er hægt að ná miklu betri árangri með samvinnu. Þú ert ekkert betri (meiri) maður (listamaður) þótt þér takist að gera lítið úr öðrum. Jafnvel þótt þér tæk- ist að telja öðrum trú um að þú værir snillingur gerir það ekki það að verkum að þú sért snillingur. Það er algengur miskiln- ingur að listamenn séu eitt- hvað merkilegri en aðrir, þeir eru bara að gera það sem þeim ber að gera og ef þeir gera það eitthvað betur en aðrir þýðir það ekki að það eigi að líta upp til þeirra. Allir eru á einhvern hátt að gera það sem þeim ber að gera í þessu lífi. Það eru framfarir einstaklingsins sem skipta máli en auðvitað er skilning- ur manna á svo mismunandi plani. En þessi endalausa árátta að vilja setja allt I dálka, finna manni einhvern isma - hugsunar, lifnaðar- háttar, listar - er tilhneiging allt of margra og ég tel að við ættum að forðast þessa hugsanaleti því þetta er ekk- ert annað en svart/hvít túlk- un á lífinu. □ 38 VIKAN 5. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.