Vikan


Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 40

Vikan - 01.06.1994, Blaðsíða 40
SJALRÆN SJONARMIÐ JONA RUNA SKRIFAR UM SALRÆN SJONARMIÐ STULKU E I inhverra hluta vegna I missir sumt fólk tök á Imataræði sínu og fer að svelta sig til að fá ákveðið útlit. Ástand þetta getur farið út í sjúklega áráttu þegar verst lætur. Við höfum flest heyrt talað um lystarstol sem er skelfilegur sjúkdómur. Þessi óhuggulegi sjúkdómur hefur lagst mjög þungt á við- komandi fórnarlamb. Þau eru oftar en ekki ungar, greindar og viðkvæmar stúlkur sem virðast a.m.k. sumar vera haldnar einhvers konar sjálfsútskúfun og mik- illi þörf fyrir það að stjórna sjálfar lífi sínu á þennan undarlega máta, þótt fárán- Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík legur virðist og engum til- gangi þjóna öðrum en að brjóta niður andlegt og lík- amlegt þrek viðkomandi fórnarlambs fæðuflóttans. ÍO KÍLÓÁTVEIM MÁNUÐUM Læknisfræðin kallar þennan sjúkdóm lystarstol en ég kalla fyrirbærið lystarrof eða fæðuflótta.Við gluggum í bréf frá rúmlega sextán ára stúlku sem segist vera miður sín af flestum ástæðum, ásamt því að vera jafnframt með þennan sjúkdóm. „Fyr- ir um það bil tveim árum fór ég að taka upp á því að svelta mig vegna þess að mér þótti ég allt of feit. Ég léttist um 1o kíló á tæpum tveim mánuðum sem var bara byrjunin á þessum megrunarferli mínum sem hefur dregið mikinn dilk vandræða á eftir sér,“ segir þessi hrygga stúlka sem kýs að kalla sig Siggu. SÉR ENGA LEIÐ ÚT ÚR ÞESSU VÍTI Hún er búin að leita eftir læknisfræðilegum stuðningi á vanda sínum og fengið þó- nokkra hjálp ennþá er þó eitt og annað að kvelja hana sem hana langar til að ég reyni að skoða dálítið í gegnum mitt innsæi og\j bregðast við ef hægt er. „Ég hef verið mjög miður mín núna í um hálft ár vegna þess að ég sé enga leið út úr þessu víti sem ég lifi í. Ég er í skóla og gengur það bara vel þrátt fyrir að ég hafi verið af og til frá vegna veikinda og þar á meðal tvisvar á spítala. Það eru mikil leiðindi sem skapast hafa út af þessu ömurlega ástandi á mér og tengjast þessari þörf fyrir að verða ennþá grennri en ég er í raun,“ segir þessi ör- væntingarfulla stúlka. ÁFENGISVANDAMÁL OG ERFIÐIR FORELDRAR „Foreldrar mínir eru bæði alkóhólistar en hafa farið inn og út af meðferðar- stofnunum í langan tíma. Við erum frekar efnuð og gagnvart umheiminum er allt látið líta út slétt og fellt þótt allir séu upp á á móti öllurn," segir Sigga og lýsir í skrifum sínum mjög undar- legum heimilisaðstæðum þar sem nóg er af öllu nema það virðist tilfinnanlega skorta kærleika og um- hyggju inn á heimilið. Hún á tvö systkini sem bæði búa heima eins og hún. Bróðir hennar, segir hún, er á góðri leið með það að feta sömu refilstigu áfengisbölsins og foreldarnir. Áfengið er átak- anleg staðreynd í lífi þeirra allra því miður. ERFIÐLEIKAR VIÐ AÐ OPNA SIG Hún umgengst lítið sem ekk- ert jafnaldra sína og hangir mest með sjálfri sér, eins og hún orðar það. Henni finnst lifið lítils virði og hún aumust og fráleitust allra sem ganga um þessar mundir á guðs grænni jörðinni. Hún nær engu sambandi við foreldra sína og treystir sér ekki til að ræða vanda sinn við neinn. Hún segist aldrei hafa opnað sig eins ýtarlega eins og í þessu bréfi „Ég hef mjög gaman af handa- vinnu og elska bíó- myndir. Ég vona kæra Jóna Rúna að þú aumkir þig yfir mig og gefir mér, eins og svo mörgum áður, góð svör sem ég get notað mér til að mér líði betur. Hafðu það sem best og takk fyrir öll skrifin sem ég hef getað notað mér í Vik- unni.“ FJÖLSKYLDUFJÖTRAR ÁFENGISBÖLSINS Vissulega er vandi á hönd- um á þeim heimilum þar sem áfengisáþján er í gangi og nokkuð öruggt að það má tengja ýmislegt af því sem heimilisfastir eru að takast á við og verður að teljast nei- kvætt, einmitt við þennan mikla og ömurlega skaðvald sem óhófleg áfengisneysla alltaf er. Það eru flóknir til- finningalegir örðugleikar á heimili þar sem aldrei er tek- ist á við vandamál og engar sterkar tilfinningar fá líf, m.a. vegna þjálfunarleysis þeirra, sem alast upp við áfengis- bölið, í að takast á við raun- verulegar og eðlilegar tilfinn- ingar og ræða það sem af- laga fer í samskiptunum. Ruglið, sem skapast hjá heimilisföstum, lýsir sér á ýmsa vegu og tekur á sig furðulegar myndir. Eilíf spenna er í gangi sem allir eru tilneyddir til að taka þátt í sem búa á heimilinu. ÓHEILLAVÆNLEG MEINVÖRP Eins og áður segir eru vand- ræði f gangi þar sem áfeng- isneysla foreldra stjórnar gjörsamlega lífi barna þeirra og ákvarðar alla þeirra tilvist. Við erum þó lánsöm í öllu áfengisfárinu að eiga kost á að fá hjálp ef við kjósum það sjálf og það gera sem betur fer flestir á endanum, eins og dæmin sanna. Líf okkar er alls ekkert líf ef við förum í gegnum það deyfð upp fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.