Vikan


Vikan - 20.07.1995, Síða 30

Vikan - 20.07.1995, Síða 30
ÞORSTEINN ERLINGSSON TOK SAMAN Sumar konur fá svokallað slít í húð brjóstanna við þungunina en það orsakast meðal annars af þeim horm- ónabreytingum sem eiga sér stað í líkamanum. Estrógen hormónið hefur þau áhrif að ákveðið lag húðarinnar springur og rauðar rákir myndast. Með tímanum verða þessar rákir húðlitaðar en vegna þess að sprung- urnar fyllast af örvef heldur þetta slit áfram aö vera sýni- legt eftir að konan hefur alið barnið. Slíkt slit getur einnig komið fram á maganum, lærunum og rassinum sem eru algengustu staðirnir. BRJÓSTAGJÖF Fyrsta mjólkin, sem barnið fær, er broddmjólkin en hún nefnist colostrum á fræði- málinu. Þessi mjólk er mjög mikilvæg fyrir barnið því hún er rík af næringu og mótefn- um. Mjólk byrjar að myndast í brjóstunum fyrstu dagana eftir fæðingu barnsins og eft- ir því sem það sýgur brjóstið oftar, því hollari verður mjólkin vegna þess að meira af mótefnum og næringar- efnum ná að myndast. Mjög mörg atriði mæla með brjóstagjöf. Fyrir utan þá staðreynd að móöur- mjólkin er ótvírætt heilsu- samlegasta, réttasta og best samansetta næringin sem hægt er að fá fyrir barnið er brjóstagjöf besta leiðin til að losa sig við aukakílóin sem safnast á kroppinn á meðan á meðgöngunni stendur. Reiknað er með að tvö til þrjú af þessum aukakílóum séu ætluð til brjóstagjafar- innar af náttúrunnar hendi. Ef barninu er gefin brjóstamjólk minnka líkurnar á því að það fái ofnæmi eða sýkingar jafnframt því sem mjólkin byggir upp þarma- flóru þess. Þess má einnig geta að rannsóknir hafa leitt í Ijós að brjóstagjöf virð- ist minnka líkurnar á brjóstakrabbameini. Sá misskilningur hefur lengi verið til staðar að stærð brjóst- anna hafi eitthvað með brjóstagjöf að gera og þá á þann veg að stór brjóst mjólki meira en þau minni. Staðreynd- in er hins vegar sú að konur með lítil brjóst geta mjólkað jafn vel og barmastærri kyn- systur þeirra og stund- um betur. Hafa ber í huga að það er fituvef- urinn en ekki kirtilvef- urinn sem ræður stærð brjóstanna! Sumar konur hafa mjög flatar eða innhverfar geirvörtur og veldur það mörgum konum áhyggjum þegar þær hugsa til þess að hafa barn á brjósti. Almenna reglan er sú að það eigi ekki vera nein fyrirstaða fyrir þrjóstagjöf. Ef konur eiga í vandræð- um af þessum sökum eru til ýmis hjálpartæki sem soga geirvörturnar út þannig að barnið nái að sjúga þær. Einnig gæti lausnin verið sú að mjólka sig með þar til gerðum mjaltatækjum og gefa síðan barninu mjólkina úr pela. BRJÓSTIN OG ÞUNGUNIN Eitt af fyrstu merkjum þess að kona sé barnshafandi er að brjóstin verða aum og þrútin. Sumar konur taka eft- ir þessum breytingum að- eins nokkrum dögum eftir að þær verða þungaðar en aðr- ar ekki fyrr en langt er liðið á meðgönguna. Stækkun brjóstanna á meðgöngutím- anum verður aðallega vegna þess að mjólkurkirtlarnir taka að auka umfang sitt. Hjá mörgum konum verða geir- vörturnar einnig stærri. Á sjöttu til áttundu viku með- göngunnar taka geirvörturn- ar að gefa frá sér margar mismunandi olíur en það er hluti af undirbúningi þeirra fyrir þrjóstagjöfina. Það er alls ekki nauðsynlegt að undirbúa geirvörturnar á nokkurn hátt, sérstaklega, undir brjóstagjöfina - eins og stundum hefur heyrst að þurfi. í flestum tilfellum byrja brjóstin að framleiða svokall- aða broddmjólk u.þ.b. á sex- tándu viku meðgöngunnar. Þetta er þykkur, gulleitur vökvi og hjá sumum konum byrjar hann að leka úr brjóst- unum strax eftir þungun. BRJÓSTAMEÐFERÐ SEM VIRKAR Flestar konur kannast viö ýmsar fegrunarvör- ur, sem eiga aö bæta út- lit brjóstanna. En hvaö efnum á viðkomandi að sækjast eftir? - rakakrem Aö bæta útlit brjóstanna er nokk- uö sem ekki verður gert í einum áfanga, nema ef verið er aö tala um skurðaðgerð. Mjög mik- ilvægt er að viðhalda raka húðarinnar ef brjóstin eiga að líta sem heilbrigðust og ungieg- ust út. - ávaxtasýrur (AHA) Húðin á bringunni er sú sem er hvað þynnst á líkamanum og er því mjög næm fyrir skemmdum. Ávaxtasýrurnar, sem margar snyrtivörur inni- halda, geta verið mjög virkar séu þær í sæmi- legu magnl og réttrar gerðar. Þær virka þann- ig að þær fletta efsta frumulaginu af húðinni þannig að nýrri og yngri frumur eiga auðveldara með að komast upp á yfirborðið og dauðar frumur að losna frá. Þessar sýrur geta slétt- að úr litlum hrukkum. sólvarnaráburður Vegna þess hve húðin á bringunni er þunn er hún einnig mjög við- kvæm fyrir allskyns áreiti. Útfjólubláir geisl- ar sólarinnar eiga þar nokkuð greiðan aðgang að kollagen og elastín neti húðarinnar og þar með að skemma það - sem leiðir til þess að brjóstunum er hættara við aö síga. Ráölegt er að nota sterka sólvörn reglu- lega þegar dvalið er í sólinni. VIKAN 7. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.