Vikan


Vikan - 20.07.1995, Side 42

Vikan - 20.07.1995, Side 42
HANNYRÐIR ÞVOTTAPOKI MEÐ BLÚNDII Þvottapoka má gera úr af- göngunum af handkiæða- efninu. Þvottapokinn með blúnd- unni er úr 30 sm x 30 sm af óbleiktu frottéefni. Eitt og annaó úr smiöju hannyróa- konu Vikunnar, Ásdísar Birgisdóttur. í þessari opnu birtast uppskriftir aö þvottapokunum, en uppskriftir aó öóru því sem á myndinni sést birtist í síöasta tölublaói Vikunnar. Klippið 8 sm og 40 sm búta af blúndu. Saumið lengri bútinn hornanna á milli á þvottapokanum. Brjót- ið inn af brúninni og nælið faldinn niður. Brjótið 8 sm bútinn í tvennt og stingið undir faldinn í einu horninu. Saumið svo í faldinn allan hringinn. ÞVOTTAPOKAR: Efnisþörf: Handklæðaefni 20 sm 2-3 litir (hér er tilvalið að nota afklippur) tölur svart skáband (maríu- bjalla) tvinni Leiöbeiningar: Lesið þær vandlega yfir áður en hafist er handa og gætið þess að víxisauma alla sauma á röngunni. Maríubjalla: Klippið tvo hluta af AB úr rauðu efni og tvo hluta af BB úr svörtu efni. Saumið saman á röng- unni hluta BB og snúið við. Saumið skábandið eftir endi- löngum AB hlutanum sem á að snúa upp. Leggið BB á milli hluta AB og látið jaðarinn snúa út. Saumið saman jaðrana á AB á röngu og snúið svo við. Festiö 6 svartar tölur á bakið á þvottapokanum og bryddið svo I kringum opið með svörtu skábandi. Má einnig útbúa lykkju og smeygja undir bryddinguna áður en hún er saumuð föst. Dreki: Klippið tvo hluta af A úr þeim lit sem hefur verið valinn. Kliþpið einn hluta af B úr rauðu efni. Klippið 4 hluta af AU (augu) og 2 af AUST (auga- steinn) og 4 af TE (tennur) og tvo hluta af H (hali). Klippið A hlutann, sem á að snúa upp, f tvennt (sjáið sniðið). Gerið augu svona: Appli- kerið augasteinana á tvo AU. Leggið svo hina tvo yfir og saumið saman á röngunni og snúið svo við. Leggið augun milli A hlutanna sem voru klipptir í sundur og saumið saman á röngunni. Saumið tvo og tvo TE hluta saman og snúið við. Þá eru komnar tvær tennur. Saumið saman H hlutana og snúið við. Brjótið B í tvennt og merk- ið brotið með títuprjónum hvorum megin. Setjið títuprjóna á A þar sem hökin eru á sniðinu. Skal sauma saman hliðarnar að títuprjónunum. Festið B við A og látið títuprjónana stemma saman. Leggið svo tennurnar á milli og saumið A og B saman í einu lagi. Snúið við og faldið jaðarinn, smeygið halanum undir sauminn um leið. Hundur: Klippið tvo hluta af A úr þeim lit sem hefur verið valinn. Klippið einn hluta af B úr rauðu efni. Klippið 4 hluta af E (eyru) og tvo af AUG (augu) og tvo af TU (tunga). Gerið eins og með drek- ann. Útbúið tungu í stað tanna og eyru í stað augna en applikerið augun beint á í staðinn. Svona má leika sér að skapa ýmis dýr og furðuver- ur og nýta til þess afganga. Leyfið börnunum að taka þátt í verkinu og skapa sína eigin þvottapoka. Góða skemmtun. □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.