Vikan


Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 6

Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 6
TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ/UÓSM.: HREINN HREINSSON < O z z z <~n Z q; LU □Q Það eru ekki margir sem vita að Jón Ólafsson tónlistarmaður og Steingrímur Ólafsson frétta- maður eru breeður. Þeir viðurkenna líka fús- lega að þeir séu frekar ólíkir og það er eitt af því fóa sem þeir eru sammóla um. Samt eru þeir afskaplega góðir vinir. egar Steingrímur var barn héldu margir aö hann væri mál- laus. í hvert sinn, sem hann var spurður aö einhverju. svaraöi Jón nefnilega alltaf fyrir hann. Jón var fjörugur og talaöi mikið, en Steingrimur var hins vegar frekar feiminn og ró- legur drengur. „Hann er mun agaöri og rólegri en ég,“ segir Jón um bróöur sinn. „Ég gengst meira upp í þvi aö ganga fram af fólki. Ég er líka mun kærulausari. Denni er aftur á móti mjög traustur og áreiöan- legur. Hann er dálítiö lokaöur og talar ekki mikiö um tilfinningar sínar. Denni er líka alltaf mjög snyrtilegur til fara. Mér finnst föt hins vegar aðeins hafa þann tilgang aö halda á mér hita. Mér er alveg sama í hverju ég er nema þegar ég þarf aö spila opinber- lega.“ Jón er fæddur áriö 1963 en Steingrímur tveimur árum síöar. Þeir eru synir Ólafs Gunnarssonar flugmanns og Hönnu Jónsdóttur sem vinnur á skrif- stofu Verzlunarskóla íslands. Þau skildu þegar synirnir voru ungir og fósturfaöir þeirra var Sigurður Har- aldsson en hann er nú látinn. Jón og Steingrímur ólust upp víöa á Stór- Reykjavíkursvæðinu, þar á meöal í vesturbænum. Kóþavogi og á Seltjarn- arnesi. SAMEINUÐUST í TÓNLISTINNI Jóni hefur veriö sagt aö hann hafi sýnt bróöur sinurn mikla ást og hlýju þegar hann kom í heiminn. Einu sinni setti hann meira aö segja allt dótiö sitt í vögguna hans svo honum leiddist ekki. Steingrímur var næstum því kafnaöur. „Þegar ég átti hins vegar aö fara aö þassa Denna hætti mér aö þykja jafn mikið til hans koma. Móöir okkar vann úti og því passaði ég hann mikiö." Eitt sumariö voru þeir sendir í sumarbúöir upp í Selás þar sern þá var enn ekki fariö aö byggja. Þá voru bræöurnir aöeins sjö og fimm ára. „Einn daginn fékk ég alveg nóg af aö hafa Denna hangandi i mér svo ég tók það til bragös aö skipta á úlpu viö annan strák. Denni elti hann í aö minnsta kosti tvo klukkutíma áöur en hann sá aö þetta var ekki ég." Bræðurnir áttu alltaf hvor sinn vinahópinn og deildu ekki sömu áhugamálunum. Jón var mikið í fótbolta en Steingrímur átti ró- legri áhugamál. „Hann varö snemma mikill bókaormur. Mig grunar aö hann hafi skáldagáfur. Viö fórum báöir í pianónám en Denni haföi ekki eirö í sér til aö halda því áfram." Tónlistarsmekkur þeirra bræðra er líklega þaö eina sem þeir eiga sameiginlegt. Þaö er ekki til sú hljómsveit sem annar þeirra heldur upp á en hinn ekki. Spilverk þjóöanna og Bítlarnir eru efst- ir á vinsældalistanum. Jón öölaöist þjóöfrægö þegar hann var þáttageröarmaöur á Rás II en þaö var áöur en hann uþþgötvaði aö hann gat lifaö af tónlistinni. Tilviljun ein réöi því aö Steingrímur sneri sér líka aö fjölmiðlum og Jóni finnst bróöir sinn hafa staöiö sig vel í starfi: „Hann hefur sýnt þaö og sannaö aö hann er fær fréttamaður og ég er ánægöur með þaö hvaö hann hefur spjarað sig vel." RITSTJÓRI RAKBLAÐSINS Steingrímur varö reyndar á undan Jóni til aö fara út í fjöl- miölun. Tíu ára gamall gaf hann út vikublaöiö Rakblaöiö í Álfhei- munum þar sem gat aö líta frumsamdar smásögur og Ijóö eftir hann. Síöar ritstýröi hann Verzl- unarskólablaöinu en í Verzló stunduðu báöir bræöurnir nám. Steingrímur neitar því aö skólinn hafi oröiö fyrir valinu ein- göngu vegna þess aö bróöir hans haföi veriö þar. Löng heföi er fyrir því innan fjölskyldunnar aö fara í Verzlunarskól- ann. Steingrímur kveöst hafa litiö mjög uþþ til stóra bróöur síns þegar þeir voru yngri. „Nonni ól mig svo aö segja upþ.“ segir hann. „Lengi vel var sá háttur haföur á aö þegar ég var búinn í skólanum fór ég í bekkinn hans Nonna og beiö eftir aö hann yröi búinn. Þar sat ég og læröi ensku og dönsku rneö eldri krökkunum. Ég var of ungur til aö bíöa einn heima og Nonna var ekki treyst fyrir húslyklinum. svo ég geyrndi hann. Nonni týndi öllu." Hann var alltaf fremur utan viö sig og Steingrímur man nokkur dæmi þess. „Einhverju sinni haföi mamma eldað silung. Afgangurinn af honum var geymdur á diski inni í ísskáp. Einn daginn barst sterk lykt um alla íbúöina. Ekkert sérkennilegt fannst þó í ís- skáþnum en þó var hann þveginn hátt og lágt. Ekki hvarf lyktin. Seint og síöar rneir fannst silungurinn inni í kústaskáp. Nonni haföi verið aö ganga frá og komiö silung- um þar fyrir en fægiskóflunni inn í ísskáp. Ég man líka eftir því aö einn daginn kom Nonni heirn á sokkaleistunum. Hann haföi veriö aö spila fótbolta og einhverra hluta vegna fariö úr skónurn en gleymt aö fara í þá aftur." SLÓGUST AÐEINS EINU SINNI „Þetta voru glæpir á borö viö aö rispa plöturnar. brjóta vasa Þessi mynd var tekin i apríl 1968 þegar Nonni var fimm ára og Denni tveggja og hálfs. Þarna sést hversu ólíkir bræöurnir eru í útliti en innrætiö er þaö sama; miklir gleöimenn og hrókar alls fagnaöar. Myndin er tekin aö kvöldi til og því eru bræöurnir i náttfötum. Denni er meö húfu afa síns og liklega er táknrænt fyrir Jón aö hafa skyndilega dregiö fram óvænt spil. Ó VIKAN 12. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.