Vikan


Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 82

Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 82
SKEMMTANIR BONEY M Á SVIÐI HÓTEL ÍSLANDS SELT 120 MIUJÓN PLÓTUR Söngkonan Liz Mitchell mun hefja upp raust sína á sviöi Hótel ís- lands 5.janúar næstkom- andi. Frá blautu barnsbeini var hún staðráðin í að verða söngkona. Lisa, sem er fædd 12. júlí ótiltekins árs, stofnaði hljómsveit strax á skólaárunum og söng með henni í öllum þeirra frístund- um. Þegar hún svo komst til Þýskalands fór að blása byr- Liz Mitchell hefur veriö aöalsöngkona Boney M frá stofnun. lega. Liz fékk þá tækifæri til að koma fram í uppfærslu á Hárinu í Berlín og Hamborg og vakti þá þegar athygli fyrir sönghæfileika sina. Það leiddi til þess að henni bauðst að syngja með Les Humphries Singers sem verið var að stofna 1970. Þegar svo Frank Farain réðst í stofnun Boney M árið 1975 var það engin spurning í hans huga að Liz Mitchell væri best til þess fallin að leiða sönginn. Frank hefur ekki þurft að sjá eftir þeirri ráðstöfun því á þeim tuttugu árum, sem síðan eru liðin, hafa selst 120 milljónir ein- taka af hljómplötum Bony M og að minnsta kosti fimmtán laganna hafa komist á topp- lista. Lengst sat lagið Rivers of Babylon á vinsældalista eða í tíu mánuði. Af öðrum vinsælum lögum Boney M má minna á Daddy Cool, Ma Baker, Brown Girl in the Ring, Rasputin og No wom- an No cry. Fyrir nokkrum árum síðan komu Boney M hingað til lands og studdust þau þá við segulbandsupptökur er þau komu fram. Þótti það heldur þunnur þrettándi. Núna er al- deilis annað uppi á teningn- um; Liz syngur fullum hálsi og hefur sér til liðsinnis fjóra aðra söngvara og tíu manna stórhljómsveit. Hefur Vikan það fyrir satt að hópurinn hafi vakið gífurlega hrifningu þar sem hann hefur komið fram að undanförnu. □ BREGST EKKM APPAENPUM Bogomil mun birtast áhorfendum Stöövar 3 innan tíöar. I ogomil Font tróð upp, .ásamt afar liðtækri "hljómsveit, í Loftkast- alanum á dögunum. Aðdá- endahópur Bogomils er býsna stór og honum bregst hann ekki þótt hann búi í Bandaríkjunum um þessar mundir. Margir aðdáend- anna óttuðust að á meðan myndi ekkert frá honum heyrast en það er nú öðru nær; ný plata með Ijúfmeti er komin á markaðinn frá Bogomil og það var einmitt til að kynna þá afurð sem hljómleikarnir voru haldnir. Stöð 3 greip tækifærið og festi hljómleikana á mynd- band og verður enginn svik- inn af því dagskrárefni. „Upphitunarband“ á hljóm- leikum Bogomils Font í Loftkastalanum var unglinga- hljómsveitin Kósý. Minnti sviðsframkoma piltanna marga viðstadda á Stuð- menn í frumbernsku. Grínið var allsráðandi og lagaval og útsetningar komu á óvart. (Raunar átti jólaplatan þeirra eftir að fá ýmsa til að hrökkva illilega í kút og mót- mæla hástöfum!) Uppskrúf- uð kurteisi, snyrtimennska og afar fágaðar kynningar féllu áheyrendum í Loftk- astalanum vel í geð. Þeir, sem til þekkja, kváðust ekki undrast það og bentu m.a. á að einn liðsmanna sveitar- innar væri sonur Þórarins Eldjárns og annar væri son- ur Guðrúnar Ásmundsdóttur og Kjartans Ragnarssonar og vorkennir því væntanlega enginn þeim að koma fram á sviði....... □ MÆLTMEÐ f þú ferð aðeins einu sinni á barinn á þessu ári vill Vikan hiklaust mæla með ferð á alveg ein- stakan bar, barinn sem par nokkurt rekur í Borgarleik- húsinu um þessar mundir. Nánar tiltekið í veitinga- stofunni í kjallara hússins. Þetta bar-par er raunar hugarsmíð leikritahöfundar- ins Jims Cartwright. Þess hins sama og skrifaði t.d. leikritin Strætið og Taktu lag- ið, Lóa, en bæði hafa þau notið geysigóðrar aðsóknar, hér á landi sem annarsstað- ar þar sem þau hafa veriö tekin til sýninga. Kaldhæðnislegur húmor og snilldarleg persónusköpun höfundar er hér upp á sitt besta. Og síðan djúp dýfa í tilfinningarnar. Þau Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ol- afsson eru aðdáunarverð í öllum hlutverkum sínum. Helgu E. Jónsdóttur leikstjóra hefur tekist að laða fram góða sýningu í veitinga- stofunni. Sýningu sem tekur öllum barferðum fram. .. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.