Vikan


Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 30

Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 30
VOLVUSPAIN hér fer á eftir er meira í skeyta- formi en það, sem á undan er rakið, þótt gaman hefði verið að geta birt orð Völvunnar óstytt. En plássið leyfir ekki slíkt. ÍSLENSKT HUGVIT „Það fer ekki að draga úr at- vinnuleysi svo neinu nemi fyrr en líða tekur á árið. Fólksflóttinn úr landinu er síður en svo í rénun," segir Völvan. Og hún er skjót til svara þegar blaðamaður læðir út úr sér þeirri athugasemd að alltaf vanti nú fólk í fiskvinnslu hér heima. Það sé merkilegt að at- vinnulaust fólk líti ekki við henni. „Stór hópur þeirra, sem flytjast ut- an, er einmitt að fara til fiskvinns- lustarfa. Gleymdu því ekki að þetta fólk er einfaldlega að leita betri lífskjara en hér hafa boðist í í fyrra sagði Völvan ad skipan rád- herra mundi valda óánægju. Var einhver að tala um óánægju í Reykjanes- kjördæmi? nokkurn tíma. Okkur helst ekki nógu vel á hugvitsmönnum okkar," heldur hún áfram. „Ég er að tala um uppfinningamenn. Á næsta ári höfum við ástæðu til að naga okkur í handarbökin yfir því að hafa ekki stutt betur við bakið á einum slíkum sem gafst upp á skilningsleysinu hér heima og hélt til Danmerkur, að mér sýnist helst. Þessi maður, sem er um fertugt, á eftir að þéna ótrúlegar upphæðir á verkefni sem hann hefur lengi glímt við. Og fram- leiðendurnir, erlent stórfyrirtæki, hefur af því tekjur sem við hefð- um svo sannarlega getað gert að okkar. Ungir menn á tölvu- sviðinu eiga aftur á móti eftir að afla okkur gjaldeyris í umtals- verðum mæli." KARL Á BESSASTADI í fyrra spáði Völvan því að næsti forseti yrði karlmaður og hún stendur enn fast á því. „Hann hefur mikið látið að sér kveða. Verið umræddur fyrir störf sín. Afar myndarlegur mað- ur,“ segir Völvan. Og hún segir að ýmsum nöfnum eigi enn eftir að skjóta upp í umræðunni um frambjóðendur en þeir verði fimm sem að lokum þreyja loka- baráttuna og það verður afar tvísýn keppni milli tveggja. „Konum tekst ekki almenni- lega að koma sér saman um frambjóðanda og í rauninni á sú viðleitni þeirra kvennabaráttu- kvenna, sem þar hafa gengið harðast fram, eftir að gera kvennabaráttunni ógagn. Há- værar raddir eiga eftir að heyr- ast mótmæla því að litið sé svo á að forsetaembættið sé orðið „hefðbundið kvennastarf". Það á eftir að veikja kvennabaráttuna hvað leitin að hinni einu réttu konu er vandræðaleg. Því á eftir að verða mótmælt af báðum kynjum að kynferði hafi áhrif á framboð. Það, sem okkur vantar í mikilvægustu embætti þjóðar- innar, eru hæfir einstaklingar og það á engu máli að skipta hvers kyns þeir eru. Sá kvenmaður, sem á eftir að verða meðal fram- bjóðenda, mun einkum njóta fylgis ungs fólks.“ ÞJÓDVAKI í VANDA í framhaldi af þessu ber fram- tíð Kvennalistans á góma. „Það, sem næst gerist, er að leiðir borgardætra og landsbyggðar- kvenna skilja og síðan leiðir hvað af öðru. Ég sé ekki að Kvennalistinn eigi eftir að bjóða fram í óbreyttri mynd í næstu þingkosningum. Og um Þjóð- vaka Jóhönnu Sigurðardóttur er það að segja að hann verður við það að líða undir lok í vor. Eftir ófarir sem eru um það bil að bresta á,“ segir Völvan. Og áfram um stjórnmálaleið- togana: „Hinn nýi forystumaður Alþýðubandalagsins, Margrét Frímannsdóttir, verður ekki áber- andi sem flokksleiðtogi fyrsta kastið. I rauninni ekki fyrr en næstu þingkosningar draga hana fram í dagsljósið og þá á hún eftir að valda sínum mönn- um nokkrum vonbrigðum. NÝR FLOKKUR Á næsta ári á Davíð Oddsson eftir að þurfa að leysa úr óvænt- um vandamálum, annars vegar í stjórnarliðinu og hinsvegar í landsmálum. Við fáum að kynn- ast nýrri hlið á honum við þessar aðstæður. Mýkri manni en áður. Ekki þessum harðsnúna stjórn- málamanni. Þó er annað stóru málanna, sem hann þarf að glíma við, nánast hneykslismál. Mér finnst hálf undarlegt að við skulum vera að hefja nýtt ár með Jón Baldvin enn sem leið- toga Alþýðuflokksins. Ég fékk ekki betur séð um síðustu ára- mót en að hann væri þá á förum vestur um haf til nýrra starfa. Enn sækir þessi sýn mjög sterkt á mig,“ segir Völvan. „Halldór Ásgrímsson á eftir að þurfa að sætta sig við að sjá fylgi flokks síns dala nokkuð í skoðanakönnunum á árinu á meðan samstarfsflokkurinn í rík- isstjórn sækir í sig veðrið. Hins vegar á Halldór sjálfur eftir að auka persónulegar vinsældir sínar á árinu, einkum fyrir snar- ræði í vissu málefni sem hann tekst á við um eða eftir mitt ár. Þá sé ég einnig karlmann um fimmtugt fara að draga að sér athygli þegar líður á árið vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þessi maður á eftir að myndast við að koma saman þingframboði síðar - sem verður því sem næst and- vana fætt. En þessi maður á eftir að verða mjög hávær næstu þrjú árin .... EITT OG ANNAD ■ Veitingarekstur verður undir öflugra eftirliti en áður hefur þekkst. Annars vegar vegna þeirra skattsvika, sem vitað er að viðgengist hafa allt of víða, og hins vegar í framhaldi af lækkun aldurstakmarks til áfeng- iskaupa. Kröfur foreldra um hert eftirlit með vínveitingasölu verða mjög ákveðnar og ég sé okkur færast nær því sem þekkist í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem veitingamenn missa umsvifalaust vínveitingaleyfi slaki þeir eitthvað á. ■ Um það leyti sem menn telja að gamalt mannshvarf sé að upplýsast berast fréttir af öðru slíku. Bæði málin verða áfram ráðgáta. ■ Erlendur stórlax í fjölmiðla- heiminum á eftir að teygja anga sína hingað til lands og íslend- ingar fá að kynnast óþekktu fyr- irkomulagi á fjölmiðlun á íslandi. Þá sýnist mér líka Sígurjón Sig- hvatsson eiga eftir að festa meira fé í íslenskum fjölmiðlum. Við það verður hann einn áhrifa- mesti maður landsins í fjölrrriðla- „Ég fee ekki séð að telp- urnar komi heim til Sop- hiu ..." sagði Völvan í fyrra um baráttu Sop- hiu Hansen í Tyrklandi. heiminum. ■ Bókaforlag liður undir lok á árinu eftir að gerðar hafa verið árangurslausar lífgunartilraunir. Og ég sé prentun á (slenskum bókmenntum færast í auknum mæli úr landi. ■ Skattayfirvöld eiga eftir að gera harða aðför að bæði svartri atvinnustarfsemi og gerviverk- tökum. HVÍTFLIBBAFJÖLDI Á KVÍABRYGGJU ■ Kvíabryggja mun um tíma fá á sig yfirbragð klúbbs stórlaxa þegar þangað fara til afplánunar fimm menn úr forstjórastólum. Allir fyrir sömu sakir. ■ Það er langt í að aðilar í sjáv- arútvegi og stjórnvöld komist að ásættanlegri niðurstöðu varð- andi stjórnun fiskveiða og annað þar að lútandi. Engin lausn, sem fram kemur á tveim eða þrem næstu árum, telst viðunandi og hátt verður karpað og stór orð látin falla þegar deilt er. Fyrr munum við sættast við Norð- menn og Rússa en friður kemst á hér heima í þessum efnum. [ rauninni geta deiluaðilar ekki litið glaðan dag fyrr en í upphafi næstu aldar. ■ Eldur kemur upp í stórhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Hér er um að ræða eitt af hæstu fjölbýlis- húsunum og í kjölfarið hefjast umræður um það hve slökkvilið- ið sé í rauninni vanbúið þegar bjarga þurfi íbúum brennandi háhýsa. Við sleppum með skrekkinn núna en eigum eftir að læra þarna mikilvæga lexíu. Hingað til hafa menn getað hleg- ið góðlátlega að trúarofstæki sem eldprestur nokkur hefur haft í frammi. Á næsta ári hrökkvum við hins vegar upp við vondan draum. Þetta ofstæki á eftir að taka á sig alvarlegri mynd. Ég er ekki að segja að núna muni það eiga upptök sín í sama söfnuði. En okkur mun fæstum líka það sem okkur berst til eyrna seint á árinu. Á sama tíma berast fréttir af öfgum í hina áttina, enn alvar- legri, því miður. Kirkjunnar menn, og raunar þjóðin öll munu fyllast andstyggð á ófyrirgefan- legum verknaði. BJÖRK VEX ENN ■ Að minnsta kosti þrenn eftir- sótt tónlistarverðlaun eiga eftir að falla henni Björk okkar í skaut á árinu og ein þeirra öðrum mik- ilsverðari. Þeim veitir hún við- töku vestanhafs og bætir þannig enn stöðu sína í poppheiminum og það svo um munar. Önnur ís- lensk söngkona dregur að sér athygli erlendra hljómplötuútgef- enda á næsta ári. Frami hennar verður ekki skjótur og kannski ekki eins stórfenglegur og Bjark- ar en ánægjulegur eigi að síður. Hér sýnist mér ung og hnellin stúlka eiga í hlut. Og ekki eru strákarnir í Mezzoforte búnir að spila út. Öðru nær. ■ Guðmundur J. mun hverfa úr formennsku fyrir Dagsbrún á ár- inu. Ég get ekki sagt að það verði átök um kjör eftirmanns hans. ■ Benedikt Davíðsson mun hafa ástæðu til að kvíða næsta þingi sinna samtaka. Þar verður sumum afar heitt í hamsi. 30 VIKAN 12. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.