Vikan


Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 27

Vikan - 20.12.1995, Blaðsíða 27
sé möguleiki á að eitthvað komi upp á. „Það er engin aðgerð svo lítil að hún sé hættulaus og hvað þessa aðgerð áhrærir geta auka- verkanirnar verið í formi blæðinga, sýkinga eða sam- gróninga. Það hefur líka ver- ið talað um hvort konur, sem fari í ófrjósemisaðgerð, fari nokkrum mánuðum fyrr á breytingaaldurinn en ella, en það er ekki munur sem skiptir neinu máli, en það hefur þó ekki enn verið sannað.“ LAUMUGESTIR GETA VERID Á KREIKI Arnar segist benda konun- um, sem til hans leita, á að einfaldara sé fyrir karlana að fara í ófrjósemisaðgerð þar sem minna ígrip sé í líkama þeirra. „Aðgerðina á þeim er hægt að gera í staðdeyfingu. Karlarnir snúa fljótar til vinnu en konurnar en aukaverkan- irnar, eins og hjá konunum, FRH. AF BLS. 4 Ijósið - Ijósið! Og Guð. En svo dimmdi yfir huga hennar og hún sýndi mér það sem helst ylli henni reiði, ótta og sorgar. Hún grét höfugum tárum og ólgan í huga henn- ar varð svo áköf að hún olli mér áþján. Til okkar var komin kona sem mér sýndist frekar ung, með sítt, dökkt hár, snyrti- lega klædd og í þægilegum skóm. Hún tók málin í sinar hendur og vék telpunni um- svifalaust úr sambandinu. Ég sá að þegar hún hafði strokið henni um vangann og horft í augu hennar varð telpunni strax hughægara og hún fór óðara að brosa aftur, þó að hún tæki þéttingsfast í hönd konunnar sér til örygg- is. Konan sneri sér nú að mér og setti sig varfærnis- lega í samband við mig. Ég fann strax að hún var röggsöm og dugleg í veru sinni. Ég sá hana fyrir mér við þau störf sem hún hafði tekið að sér og hvaðeina vann hún rösklega og vel. Hún virtist trúa á athafna- semi sér og öðrum til bjargar og velti ekki lengi í senn fyrir sér því sem hún gat ( engu breytt. Hún gat jú reiðst ekki sfður en telpan en þá leitaði hún að nytjaverki einhverju og dreif sig í það. Óttann, eru að í kringum skurðsárið geta komið blæðingar auk hugsanlegrar sýkingar þar sem skorið er í nárann sem er óhreint svæði. Sæðis- strengur karlanna er fiskaður upp og hnýtt fyrir hann. Hins vegar þarf að gæta að þvi að hjá karlmönnum geta leynst sáðfrumur í sáðrás- inni í allt að þrjá mánuði eftir aðgerðina. Margir skurð- læknar og þvagfærasjúk- dómalæknar, sem fram- kvæma þessar aðgerðir, láta karlana skila inn sæðisprufu mánuði eftir aðgerðina til að athuga hvort hún hafi heppn- ast. Almennt er talið að eftir tólf til fimmtán samfarir séu þessir laumugestir ekki ieng- ur til staðar. Fólki er þrátt fyr- ir það ráðlagt að nota getn- aðarvarnir fyrstu tvo til þrjá mánuðina á meðan sáðrásin er að hreinsa sig af hugsan- legum leynigestum. Á þessu ári hafa tvær konur orðið þungaðar eftir að eiginmenn þegar svo bar undir, sætti hún sig einfaldlega við en tjáði helst engum og tár sorgar sinnar grét hún og þerraði síðan sjálf - í ein- rúmi. Og nú fannst henni hún hafa sýnt mér nóg og meira til; hún vék sjálf úr sambandinu við mig og fór að laga kjólinn telpunnar svo að hann færi betur. Þriðja veran hafði tyllt sér á næsta stein fyrir andartaki og ég sneri mér nú að henni. Hún var lágvaxin en hvorki beygð né hokin, gráhærð og björt yfirlitum, með hendurn- ar krosslagðar í skauti og heiðríkju í svip og fasi, göm- ul en samt einhvern veginn á óræðum aldri. Um leið og hún opnaði sig fyrir mér, þýðlega og áreynslulaust, fylltist hugur minn friði og innsæi gagnvart lífinu öllu, þá, nú og ætíð. Hún virtist hafa mun dýpri og næmari skilning á fegurð og dýrmæti lifsins, svo og þeirri ógn sem fylgir mannanna myrkraverk- um, stórum sem smáum. En þó gerði ekki meira en að móta fyrir þessu í verund hennar því allt sem hún sýndi mér laugaðist og lýstist í friði Guðdómsins. Ég fann að Himnafaðirinn var henni, í bókstaflegum skilningi, allt. Ég var nærri búin að gleyma upprunalegu erindi mínu í heillandi friðsæld gömlu konunnar og ekki örl- þeirra hafa farið í ófrjósemis- aðgerð og höfðu pörin ekki notað viðeigandi varnir." Ekki hefur verið sýnt fram á að aðgerðir, sem gerðar eru á körlum, hafi neinar breyt- ingar í för með sér hvað varðar kynlöngun, kyngetu og hormónastarfsemi. Arnar segir að enginn, hvorki konur né karlar, ætti að fara í ófrjósemisaðgerð vegna þrýstings frá öðrum og að hjón ættu að ræða vel saman áður en svona mikil- væg ákvörðun er tekin. „Ein- staklingur á ekki að fara í svona aðgerð vegna þess að upp eru komin sambúðar- vandamál. Fólk getur eign- ast nýja maka og langað til að eignast börn með þeim. Þá tekur við langur biðtími sárra væntinga. Ef fólk hefur ekki gert fyllilega upp hug sinn hvort það vilji eignast barn eða ekki þá er val á öðrum langtíma getnaðar- vörnum.“ □ aði á óþolinmæði í huga hennar eða hjarta. Ég fann sjálf að ég mátti ekki halda þessum verum þarna lengur en góðu hófi gegndi, en þó hafði árangur minn orðið ann- ar af tilrauninni en ég bjóst við og ég var svolítið áttavillt. „Hver ykkar þriggja er nú ég sjálf ?“ spurði ég, og hafði ósjálfrátt talað upphátt. Þær svöruðu mér allar, hver á sinn hátt. „Auðvitað ég,“ sagði telp- an hlæjandi og svo valhopp- aði hún syncjjandi aftur til síns heima. Eg fylgdi henni saknaðaraugum meðan ég sá til hennar. „Sú okkar sem þú reynir mest til að l(kjast,“ var svar ungu konunnar, festulega mælt eins og hennar var von og vísa. Hún snerist á hæli og elti telpuna hröðum skrefum. Gömlu konunni lá ekki eins mikið á. Hún rétti hægt úr sér og leið til mín, líkt og hún gengi virðulega yfir grasið. Þegar hún horfði ( augu mór fannst mér ég um- lukt vernd Guðs og friði og um mig streymdi Ijós, ylur og alkærleikur. Mér fannst hún lyfta hendi og strjúka mér þýðlega um vanga. Kannski var það bara hlý sumargola (Dessarrar töfranætur. En var það þá golan sem færði mér svarið? „Við erum það allar, vina mín.“ □ FELULEIKUR VIKUNNAR: FIIVIMFÁ þessari VIKU höfum við falið andlitsmynd af jólasveini á fimm stöðum í blaðinu. Sendu blaðsíðu- töl felustaðanna til Vikunnar fyrir 20.janúar og þú gætir orðið einn þeirra fimm vinningshafa sem fá að gjöf frá Ambrosiu „Dalissime" handklæði frá fyrirtækinu Salva- dor Dali. Utanákriftin er: Vikan/Fróði, Pósthólf 8820, 128 Reykja- vík. Síðast var leikurinn fólginn í því að finna sex breytingar á milli tveggja mynda í Vik- unni. Rétt lausn þeirrar ráð- gátu er eftirfarandi: 1. Þvottakarfan hefur færst úr stað. 2. Það er orðið einum hring meira á lakinu. 3. Fjaðraskrautið hefur lengst. 4. Komið er munstur á örva- hulstrið. 5. Örvarnar við fæt- ur drengsins eru horfnar. 6. Ermarnar á blússu móður- innar eru orðnar styttri. Dregið var úr hinum mikla fjölda úrlausna sem blaðinu bár- ust og fá fimm eftirtaldir les- endur Vikunnar ilmvatnsglas frá Kenzo með nýja ilminum Kashaya. Nafnið er tekið úr Sanskrít og útleggst á ís- lensku „Eilíf ást“ og er því sannur ilmur ástarinnar. Vinningshafarnir sem fá ilmvatnsglös heimsend eru: Sigrún Sigurgeirsdóttir, Álf- holti 44 í Hafnarfirði, Valdís Þorsteinsdóttir, Brekkugötu 1 í Hrísey, Dagný Guðnadóttir, Flyðrugranda 16 í Reykjavík, Borghildur Þorláksdóttir, Álfaskeiði 30 í Hafnarfirði og Anna Sigríður Óskarsdóttir, Suðurgötu 34 í Sandgerði. 12. TBL. 1995 VIKAN 27 FELULEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.