Vikan


Vikan - 11.06.1998, Qupperneq 4

Vikan - 11.06.1998, Qupperneq 4
 f/uv/v Enn ein björt og sumarleg Vika hefur litið dagsins ljós. Á sumrin fáum við roða í kinnar og við konurnar förum gjarnan í sumar- kjólum á mannamót. Að þessu sinni fengum við eina af okkar ástsælustu leikkonum til að bregða á leik og sýna sparilegan sumar- klæðnað. Anna Kristfn Arngrímsdóttir á 30 ára leikafmæli um þessar mundir og eins og sést á blaðsíðu 22 er hún í blóma lífsins; sæl, sæt og sumarleg. Það eru margir sem verða rómantískir og bjartsýnir á þessum tíma árs. Fjöldinn allur af sumarbrúðkaupum ber vitni um það. Vik- an óskar brúðhjónum sumarsins bjartrar framtíðar um leið og við gefum ykkur hug- myndir (bls. 26) um fallega og rómantíska muni sem gleðja augað á þessum ánægju- legu tímamótum. En það er fleira sem tengist björtum sum- arnóttum en brúðarsæng og tryggðabönd. Fjöldi fólks fer út á lífið í leit að fjöri og til- breytingu. Vikan fór á pöbbarölt og tók tali fráskilið fólk sem hefur ólíkar sögur að segja af „skilnaðarmarkaðnum” , svokallaða. Á blaðsíðu 6 má kynnast skoðunum fullorðins fólks á skemmtanalífinu. Sumir fara til að dansa og rabba við vini en aðrir segja að ef þeir hefðu vitað að það væri svona mik- il örvænting og harka „úti á lífinu” hefðu þeir hugsað sig betur um áður en þeir skildu við makann. Seijavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Áskriftarsími: 515 5555 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Simi: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Simi: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Anna Kristine Magnúsdóttir Sími: 515 5637 Anna@frodi.is Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Simi: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Gaman væri að fá viðbrögð þín, lesandi góður, við þessum frásögnum. Síminn er alltaf opinn hér á Vikunni og netfangið er: Vikan@frodi.is. Vikan slær líka á létta strengi, kennir ráð til að viðhalda hæfilegri geggjun á vinnu- stað, við leggjumst í ferðalög, lærum að elda spænskan pottrétt, veltum því fyrir okkur hvernig heimurinn væri ef karlar yrðu óléttir og svo er auðvitað fjöldinn allur af spennandi fólki í Vikunni. Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Taktu þér tíma og njóttu blaðsins því Vikan bregður birtu á lífið Sigríður Arnardóttir ritstjóri Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjóraf ulltrúi _____________________ Þórunn Stefánsdóttir blaðamaður Ómar Örn Sigurðsson útlitsteiknari Björg Þórðardóttir auglýsingastjóri Grafiskir hönnuðir ivan Burkni Ivansson Ómar Örn Sigurðsson Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð i áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Símsvari Vikunnar S: 515 5690 Tekið er við upplýsingum og hugmyndum um efni allan sólarhringinn. Vinsamlegast látið nafn og símanúmer fylgja erindinu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.