Vikan


Vikan - 11.06.1998, Síða 6

Vikan - 11.06.1998, Síða 6
VIKAN KANNAR Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson SKILNAÐARMARKAÐINN „Ertu ný á markaðnum?” Hún var, ásamt fleira fólki, að skemmta sér á vinsœlum bar í borginni. Var nýskilin, tveggja barna móðir,og hafði ekki áttað sig á því að staða hennar sem fráskilin kona gerði hana að markaðsvöru. Vissi ekki heldur að staðurinn var einn af þeim sem hefur orð á sér fyrir að vera hjónabandsmarkaður fráskilinna. STAÐREYNDIRNAR SEGJA: Hjónaskilnaðir eru ein- kenni breyttra þjóðfé- lagshátta. Tölur frá Hagstofu íslands sýna að þeim fari sí- fellt fjölgandi. Árið 1996 voru skráðar 1.350 hjóna- vígslur á landinu, hjónaskiln- aðir það sama ár voru 530. Ástæður skilnaðar geta verið margar, ein þeirra er eflaust sú að nútímakonan er menntuð kona sem er úti á vinnumarkaðnum og ekki eins háð maka sínum og konur fyrri kynslóða. Allir þeir, sem skilið hafa við maka sinn, eru sammála um eitt. Að skilnaður sé erf- ið lífsreynsla.Það skipti ekki öllu máli hversu slæmt hjónabandið hafi verið áður en til skilnaðarins kom, hvort hjón hafi skilið sem vinir eða óvinir. Það skipti heldur ekki máli hvort mað- ur er sá sem fer eða sá sem et yfirgefinn, það er óhjá- kvæmilegt að sársauki og einmanaleiki fylgi í kjölfarið. Skilnaður er ekki bara at- höfn hjá sýslumanninum. Hún er bara einn hluti hans. Þar við bætist félagslegi skilnaðurinn, oft við hluta sameiginlega vinahópsins og vandamenn makans. Þriðji og erfiðasti skilnaðurinn er sá tilfinningalegi. Að sætta sig við staðreyndina að vera skilinn, aðskilja ímynd sína frá makanum og finna sig í nýjum og breyttum aðstæð- um. Sérfræðingar segja það taka þrjú ár að jafna sig eftir skilnað. Það er ekki þar með sagt að minningin um mak- ann fyrrverandi verði eftir það gleymd og grafin. En skilnaðarsárin ættu að vera gróin. Mörgum finnst þessi þrjú ár langur tími. Það er einmitt á þessu tímabili sem einmanaleikinn hellist yfir. Þú heldur að þú sért búinn að jafna þig. Segir við sjálfan þig að lífið sé nú alls ekki sem verst. En þá heyrir þú allt í einu lagið ykkar í út- varpinu eða kemur auga á ástfangið fólk ganga hönd í hönd. Það er við slíkar að- stæður sem þú ákveður að gera eitthvað í málinu. Þú klæðir þig upp, hringir í góð- an vin, eða vinkonu, og plat- ar út á lífið með þér. En oft vill það fara svo að þú situr eftir næsta dag með beiskt bragð í munninum, timbur- menn og móral. En þú reynir aftur. Því það er aldrei að vita nema einmitt núna bíði hamingjan eftir þér við bar- inn. ■ 6 s

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.