Vikan


Vikan - 11.06.1998, Side 10

Vikan - 11.06.1998, Side 10
Það er aldrei auðvelt að kveðja; ekki einu sinni gömlu fötin sem við höfum ekki notað svo óralengi. En það er kominn tími til að horfast í augu við að það er ekkert pláss eftir í fataskápnum, skartgripaskríninu eða snyrtibuddunni og nú er komið að því að.....já....henda! Reyndu að gleyma því hver gaf þér hvað - þú gerir engum greiða með því að ganga um í fötum sem þér finnst óþœgileg eða þú ert löngu hœtt að passa í (að maður tali ekki um þau föt sem þér hafa fundist Ijót frá fyrsta degi!). Það er komið að kveðjustund og hér á eftir fer listi yfir það sem á frekar heima á haugunum en í hill- um, skúffum, skápum, skrín- um og buddum...: úr fataskápnum Pokapilsið. Það kemur ekki aftur í tísku. Við lof- um því. Undirfötin sem hann gaf þér með gerviblúndunni sem þig klææææjjjaarrr svo ótrúlega undan! 3. Stígvél sem ná upp á miðja kálfa. 4. Bindi. Þau klæða þig ekki eins vel og þú heldur. Allir kjólar með fleiri en einni slaufu verða að fara. 6. Appelsínuguli varalitur- inn og kirsuberjalitaði kinnaliturinn sem þú fékkst gefins á snyrti- vörukynningu. 7. Joggingpeysur með semil- íusteinum. 8. Mínípilsið sem þú keypt- ir á útsölu af því það var svo ódýrt en hefur aldrei farið í. 11 Bolir sem þú hefur fengið fyrir að taka þátt í hlaupi, fara á bíómynd eða taka vídeóspólu. Sama gildir um boli sem fylgja með hinum ýmsu tilboðum. Taskan með brotna hand- fanginu sem þú ert alltaf á leiðinni að láta gera við en drífur aldrei í. ! I Hlutir koma aftur í tísku en ef þú hefur þegar ver- ið í því einu sinni (t.d. út- víðu buxunum) þá er þinn tími bæði korninn og farinn. Ekki fara aftur í sömu tískuna. I ’ Peysan sem virtist passa á Barbie eftir að hún endaði óvart í þvottavél- inni og þú hefur ætlað að laga í nokkur ár. Ef þú ert ekki búin að því er líklegast að aldrei verði af því. Hentu henni! 13. Allt sem er með blettum sem þú segist ætla að ná úr “seinna”. 14 Allt með gulum, bros- andi karli á. Allt sem er með slagorð- um á! 16. Semilíutoppurinn - það er komið 1998... 17. Stuttermabolir með herðapúðum. 18. Allt sem er með tölu sem þú hefur ekki getað hneppt í meira en ár. 19. Gegnsæja blússan sem þig langar svo að vera í yfir flottri samfellu. Ef þú hefur ekki þorað því enn þá eru litlar líkur á að þú þorir seinna. 1 Kjóll með púffermum - hans tími er liðinn... Það er líka góð “þumalputta- regla” að henda eða gefa þau föt sem þú hefur ekki farið í síðustu tvö árin. Ef þau eru heil og án bletta, þvoðu þau og straujaðu, settu í poka og gefðu til bágstaddra. Þau koma að betri notum þar en innst í fataskápnum þínum. Texti: Lízella Myndir: Gunnar Gunnarsson

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.