Vikan - 11.06.1998, Side 18
það gæti
verið sem Bretinn leitaði að.
Það eina sem vakti áhuga
hans var hvarf Breta nokk-
urs, Lord Lucan, sem var eft-
irlýstur vegna morðs á barn-
fóstru sinni.
Coffey áleit auðvitað að
herra Markham og Lord
Lucan væru einn og sami
maðurinn. Þremur dögum
síðar las hann hins vegar um
rannsókn á hvarfi annars
Breta, John Stonehouse
þingmanns, sem hafði horfið
af Fontainbleau hótelinu á
Miami ströndinni. Coffey
mundi eftir eldspýtnabréf-
inu...
Lögreglan í Melbourne
hafði samband við lögregl-
una í London, Scotland
Yard, og óskaði eftir ljós-
myndum af Lord Lucan og
John Stonehouse. Lögreglan
lét líka óumbeðin áríðandi
upplýsingar í té: Stonehouse
hafði langt ör á hægra fæti.
Snemma að morgni að-
fangadags handtók Coffey
“herra Markham”. í fyrstu
neitaði Stonehouse að svara
spurningum. En þegar
buxnaskálminni var ýtt upp
og þar kom í ljós örið sem
Scotland Yard hafði greint
frá, viðurkenndi hann hver
hann var.
Stonehouse hringdi í Bar-
böru eiginkonu sína daginn
sem hann var handtekinn.
Hvorugu var kunnugt um að
samtalið var hljóðritað. Sto-
nehouse bað konu sína af-
sökunar og lýsti því hvernig
hann hefði skyndilega fengið
hugljómun um hvernig hann
gæti byrjað nýtt líf. Hann
endaði símtalið með sér-
kennilegri bón: Hann bað
eiginkonu sína um að koma
til Melbourne og taka hjá-
konu hans með í ferðina.
„Taktu Sheilu með þér og
við getum öll orðið vinir. Ef
áströlsk yfirvöld leyfa, mun
ég búa hér áfram og byrja
nýtt líf..”
Síðan talaði Stonehouse
við 14 ára son sinn, Matthew,
og bað hann að vera hug-
rakkan.
Hann endaði símtalið með
því að ítreka beiðni sína til
eiginkonunnar um að fljúga
til sín með Sheilu Buckley.
„Hún þarf mikinn stuðning.
Hún hefur gengið í gegnum
helvíti eins og þú. Ég finn til
með ykkur báðum...”
Þótt ótrúlegt sé, þá mættu
bæði eiginkonan og viðhald-
ið - reyndar sín í hvoru lagi.
: Stonehouse hafði verið lát-
j inn laus gegn tryggingu. Eftir
tilfinningaþrungið rifrildi
þar sem Stonehouse hótaði
meðal annars að fyrirfara sér,
sneri Barbara heim. Shala
Buckley varð eftir í Ástralíu
með ástmanni sínum - þetta
voru nokkurs konar gervi
hveitibrauðsdagar fyrir þau
tvö - fram í apríl 1975 þegar
framsalsskjal var undirritað.
í apríl 1976 hófust réttar-
höld í Old Bailey.
Það kostaði breska skatt-
greiðendur um 750 þúsund
sterlingspund að fá réttlætinu
fullnægt yfir John Stonehou-
se. Sex hæstaréttarlögmenn
unnu að málinu í 68 daga og
réttarhöldin kostuðu eitt
hundrað þúsund sterl-
ingspund.
í næstum tvö ár hafði átta
manna nefnd frá Scotland
Yard farið yfir hauga af skjöl-
um. Þeir höfðu heimsótt
Ameríku, Ástralíu, Sviss,
Holland, Hawaii og
Liechtenstein. Vitni voru sótt
frá Ástralíu og Hong Kong
og yfir eitt hundrað manns
mættu í vitnastúkuna.
6. ágúst 1976 var John Sto-
nehouse fundinn sekur um
14 ákæruatriði, þeirra á með-
al þjófnað, fölsun og fjársvik.
Þegar dómarinn, Mr. Justice
Eveleigh, tilkynnti að John
Stonehouse væri dæmdur til
fangelsisvistar í sjö ár sagði
JSjw
hann:”Þú eptpkki óhg
hugsjónamaðpr. í fraf
þínum ásifalðirði
fólk um h
sem
mest.
Sheila
einkenni
ii ogi
?ig
ára fangi
ástmanni
lygavet'inn.
isvar fyrir
ckley hágrét þeg-
í tyeggjaj
si fyrir að hjí
ínum að spinna
ann fékk
rtað og var í
nokkra daga við dauðans dyr
á fangelsissjúkrahúsinu.
Sheila Buckley heimsótti
hann reglulega.
Stonehouse sat aðeins inni í
þrjú ár af þeim sjö sem hann
var dæmdur til. Þegar hann
yfirgaf fangelsið, veikur,
gjaldþrota og án nokkurra
peninga fluttu hann og
Sheila inn í lítið ástarhreiður
á lélegum stað í London -
herbergi sem þau greiddu 13
sterlingspund á viku fyrir.
Þau giftu sig með mikilli
leynd í febrúar árið 1981 í
litla bænum Bishop's Walt-
ham. Kannski hin nýja frú
Stonehouse liafi í athöfninni
munað eftir orðunum sem
hún lét falla við fréttamenn
eftir handtöku ástmanns síns
í Ástralíu sjö árum fyrr: “Ef
ég ætti að taka sömu ákvarð-
anir aftur á morgun, myndi
ég engu breyta...”
gnasamkeppni
Hefurðu verið að skrifa fyrir „skúffuna"?
Er ekki kominn tími til að draga smásög-
urnar þínar fram og leyfa öðrum að njóta
þeirra?
ylkan stendur fyrir smásagnasamkeppni
þar sem til mikils er að vinna. Verðlauna-
sagan verður birt í Vikunni og sigurveg-
ari fœr tveggja vikna sólarlandaferð fyrir tvo til
Portúgal með Úrval-Útsýn! Vikan verðlaunar
einnig 5 góðar smásögur til viðbótar og birtir
þœr í sumar. Æskileg lengd eru 3-4 vélritaðar
síður og skilafrestur er til 17. júní.
Skilið sögunni undir dulnefni og sendið með í
lokuðu umslagi dulnefni, rétt nafn og símanúm-
er. Dómnefnd skipa Ingibjörg Haraldsdóttir rit-
höfundur, Þórarinn Eldjárn rithöfundur og
Sigríður Arnardóttir, ritstjóri Vikunnar.
Sendu Vikunni góða smásögu fyrir 17. júní og í
haust gœtir þú notið sólarinnar í Portúgal!