Vikan


Vikan - 11.06.1998, Side 20

Vikan - 11.06.1998, Side 20
asilíka og græðlingar VIKAN GRÆNT OG VÆNT HAFSTEINN HA FLIÐASON GARÐ YRKJUFRÆÐINGUR Hafsteinn Hafliðason garð- yrkjufrœðingur fjallar um fjölmargt grœnt og vœnt á blómasíðu Vikunnar. Hann svarar fyrirspurnum og gefur lesendum góð ráð um gróður og garða. Skrifið til; „Grœnt og vœnt”, Vikan, Selja- vegi 2, 101 Reykja- vík. Æskilegt er að nafn og símanúmer fylgi bréfinu og ekki vœri verra að láta Ijósmynd af blómum eða jurt- um sem spurt er um, fy'gja með. BASILÍKA Basilíka hef- ur á síðustu árum orðið mjög vinsæl kryddjurt hér á landi vegna þess að hún fylgir suðurevr- ópskri matseld sem hér er nú í tísku og er til dæmis undirstaðan í hina vinsælu „pesto” sósu frá Ítalíu. Basilíka, sem líka er nefnd „basil” að enskum hætti, er oftast notuð fersk og potta- ræktaðar basilíkuplöntur fást allt árið. Sú gerð basilíku, sem mest er ræktuð, er hin svokallaða sæta basilíka. Hún er blaðstór, getur 20 orðið um 40 sm há, og ber bleik blóm. Hins vegar sjáum við blómin sjaldan og plönturnar ná yfirleitt ekki þessari hæð vegna þess að byrjað er að klippa af þeim þegar þær hafa myndað fimm til sex blaðpör. Mjög auð- velt er að rækta basilíku. Henni er sáð í mars til maí. Einfald- ast er að sá nokkrum fræjum í hvern pott með venjulegri pottamold og hafa í björtum glugga. Einnig má nota græðlingafjölgun. Halda þarf hóflegum raka á moldinni. Basi- líkan þarf mikið vatn þegar hún byrjar að vaxa. Gefið plöntun- um ögn af pottablómaáburði þegar fer að þrengja að þeim í pottunum. Klípið af þeim eftir þörfum. Þar sem mikið er notað af basilíku er nauðsynlegt að eiga nokkrar plöntur á misjöfnum aldri og taka af þeim til skiptis. Plönturnar þéttast við skerðing- una og mynda þybbna brúska. Myrkrið í skammdeginu kem- ur í veg fyrir að hægt sé að halda lífinu í basilíkuplöntunum í glugganum á veturna. Úr því má bæta með flúrlýs- ingu - eða kaupa nýjar plöntur eftir hendinni. Þær fást í búðum allt árið. Basi- líka missir bragð við þurrk- un. Hinsvegar má geyma hana í ediki eða ólífuol- íu. Basilíkuedik er gert á þann hátt að handfylli af basilíku- blöðum er sett í 250 ml glas og síðan er fyllt á með vínediki. Þetta er látið standa í nokkra daga. Basilíkan er síðan síuð frá ef vill. Basilíkuolíu er best að gera á þann hátt að troða eins miklu af basilíkublöðum og hægt er í krukku og fylla síðan upp með góðri ólífuolíu. Þetta þarf að standa við stofuhita í nokkrar vikur. Síðan er hægt að nota bæði blöðin og olí- una að vild. Græðlingar Fjölgun með græðling- umFljótlegasta og einfaldasta leiðin til að fjölga plöntum er að taka af þeim græðlinga („afleggjara” eins og sumir segja). Besti tíminn til þess er á vorin og fyrri hluta sum- ars þegar um pottaplönt- ur er að ræða. En það má líka nota þessa fjölgunarað- ferð við garðplöntur, einkum runna - og þá í júlí/ágúst, þótt eftirfylgju sé hagað á nokkuð annan veg en þegar um stofu- plöntur er að ræða. Sú aðferð, sem hér er lýst, er frábrugðin þeim aðferðum, sem oftast eru notaðar, vegna þess að hér er græðlingunum stungið í pott- inn og moldina sem þeir, eiga að vaxa í áfram. 1. Fyllið 10-12 sm potta með rakri pottamold. Gerið gróp í miðjuna, u.þ.b. 2-3 sm í þvermál og um 7sm djúpa. Fyllið grópina með fínum vikri eða sandi. 2. Gerið græðlingana klára. Veljið kröftuga sprota með fimm til sex laufum. Forðist að nota sprota með blómhnöppum. Skerið þá með beittum hníf af plöntunni. Skæri geta skemmt þær frumur sem eiga að mynda ræturnar. 3. Fjarlægið neðstu blöðin og stingið neðstu tveim sentímetr- um græðlingsins í rótarörvaduft sem fæst í blómabúðum. 4. Stingið græðlingnum í vik- urkjarnann. Notið gjarnan pennaskaft eða prjón til að gera holu fyrir hann. Þjappið síðan að þannig að græðlingurinn standi réttur. Vökvið ögn á eftir. 5. Setjið pottinn með græðlingnum í plastpoka sem síðan er lokað vel. Mikill loft- raki er nauðsynlegur til að hraða rótarmynduninni. Hafið þetta svona á björtum stað - án þess að hætta sé á að sólin steiki og baki innihaldið. 6. Þegar þið sjáið að nýr vöxt- ur er að hefjast er græðlingurinn búinn að skjóta rótum. Farið samt varlega af stað. Opnið plastpokann til að loft leiki um og verjið plönturnar fyrir sterku sólskini fyrstu vikurnar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.