Vikan


Vikan - 11.06.1998, Side 49

Vikan - 11.06.1998, Side 49
Þau eru mörg og margvís- leg vandamálin sem koma upp í lífinu og oft þess eðlis að verða ekki leyst nema með aðstoð sérfræðinga. Þær eru orðnar margar kon- urnar sem gengið hafa þung- um skrefum upp stigann í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, og flestar gengið niður hann aftur léttari skrefum eftir að hafa þegið ráð frá Kvennaráðgjöfinni. Kvennaráðgjöfin er lög- fræðileg og félagsleg ráðgjöf sem var stofnuð árið 1985, á svipuðum tíma og Kvennaat- hvarfið og Stígamót, og var Guðrún Jónsdótt ir aðal driffjöð- urin á bak við stofnunina. Þar geta konur, sem oft hafa lakari stöðu í samfélag- inu en karlar, fengið ókeypis ráðgjöf. „Þetta er kvennaráð- gjöf, hér vinna konur fyrir kon- ur,” segir Þor- björg I. Jóns- dóttir lögmaður og framkvæmda- stjóri Kvenna- ráðgjafarinnar. ^ Við ræddum við Þorbjörgu eitt þriðjudags- kvöldið meðan hún beið fyrsta skjólstæðingsins. Hús- næðið er ekki hin dæmigerða lögmannsstofa, líkist meira gamalli stássstofu, með gömlum húsgögnum og kertaljósum. „En auðvitað svörum við öllum sem hringja hingað og það er orðið talsvert meira um að karlar hringi. Aðallega er leitað til okkar vegna skiln- aða, til að fá upplýsingar urn hvernig skilnaðarferlið geng- ur fyrir sig. Oft eru það kon- Kvermaráðgjöfin er til húsa í bakhúsi Hlaðvarpans, Vest- urgötu 3, 101 Reykjavík. Hún er opin þriðjudaga kl. 20:00-22:00 og fimmtudaga kl. 14:00-16:00. Konur geta hvort sem er komið, hringt eða skrifað. Ekki þarfað panta tíma fyrir- fram. Kvennaráð- gjöfin er ókeypis og ekki þarf að gefa upp nafn. ur sem standa í dómsmálum, í málaferlum út af skilnaði og forsjá barna.” Starfsmenn Kvennaráð- gjafarinnar, hópur lögfræð- inga og félagsráðgjafa, starfa sem sjálfboðaliðar. „Hér er opið tvisvar í viku. A fimmtudögum er opið frá klukkan tvö til fjögur, þá er ég hér ásamt félagsráðgjafa. Á þriðjudagskvöldum erum við hér frá klukkan átta til tíu, þrír lögmenn og þrír fé- lagsráðgjafar. Félagsráðgjaf- arnir, sem hér starfa, leiða fólk áfram með viðtölum, þeir veita sáluhjálp og and- legan stuðning. Sumar þessara kvenna eru í tengslum við Félagsmála- stofnun og eru sérfræðingar í félagslega kerf- inu, sem fyrir venjulegt fólk er svolítill frum- skógur.” Þorbjörg segir eðli vandamál- anna lítið hafa breyst frá því hún hóf störf fyrir fjórum _________^ árum. „Þetta eru mikið sömu vandamálin. Samt finnst mér áherslurnar aðeins hafa breyst hvað varðar skiln- aðarmálin. Konur standa orðið betur að vígi, eru orðnar meðvit- ^ aðri um rétt sinn. Við rek- umst auðvitað enn þá á kon- ur sem halda að þær eigi ekki rétt á neinu, þekkja ekki rétt sinn, fá allar sínar upplýsingar í gegnum mann- inn og taka orð hans trúan- leg. En þeim tilfellum fer fækkandi. Þetta er oft orðið meiri ágreiningur milli Ráðgjöf ætluð konum, veitt af konum. tveggja aðila, sem standa jafnfætis, heldur en að annar aðilinn sé vísvitandi að reyna að fara illa með hinn.” Þorbjörg leggur áherslu á að þær reki ekki mál skjól- stæðinga sinna fyrir dómstól- unum. Þær veiti ráðgjöf og bendi konum á að leita til lögmanns, ef þörf krefur. „Hér gerum við í rauninni Sjálfboðaliðar veita ókeypis sérfræðiráðgjöf. allt sem lögmaður getur gert við skrifborðið á lögmanns- stofu sinni, en við getum ekki tekið að okkur mál, að- eins veitt ráðgjöf. Það er al- gengt að konur biðji okkur að benda á kvenlögmenn. Það er nú auðvelt að telja þá upp, það eru ekki mjög margar konur með eigin lög- mannsstofu.” En það eru ekki aðeins skilnaðarmál sem verið er að fjalla um hjá Kvennaráðgjöf- inni. „Hér koma konur út af lögfræðilegum málum, svo sem erfðamálum. í breyttu þjóðfélagi eru konur farnar að fremja fleiri afbrot og koma hingað út af ákærum. Það eru bæði konur sem eru gerendur og þolend- ur afbrota, þær fá upp- W lýsingar um rétt sinn í lögreglukerfinu. Við höf- um hjálpað konum að gera bótakröfur í málum, það er fljótlegt og það getum við gert hér á staðnum, eða hringt í lögregluna og spurst fyrir um málin,” segir Þor- björg um leið og hún býður fyrsta skjólstæðing kvöldsins velkominn. Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.