Vikan


Vikan - 11.06.1998, Side 51

Vikan - 11.06.1998, Side 51
OÞOLANDI HVERNIG AÐ VIDHALDA HÆFILEGRI GEGGJUN A VINNUSTADNUM Kallaðu á sjálfan þig í innanhússkerfinu. Ekki breyta röddinni. Finndu út hvar yfirmaður þinn kaupir sér föt og kauptu þér alveg eins klæðnað. Mættu í þeim daginn eftir að yfirmaðurinn hefur verið í sínum. (Þetta er sérlega áhrifaríkt ef þú og yfirmaður þinn eruð gjörólík/ir að hæð og vexti). Uppnefndu alla sem þú vinnur með. „Flott hjá þér, Stubbur." „Gaman að sjá þig, Krulla..." Sendu tölvupóst til allra í fyrirtækinu og láttu þá vita hvað þú ert að gera. Dæmi: „Ef einhver þarf á mér að halda þá verð ég á klósettinu næstu 10 mínúturnar." Fáðu samstarfsfólk þitt til að dansa Fugladansinn - sitj- andi í stólum. Gerðu þér upp ofsahræðslu þegar þú sérð heftara.... HVERNIG ÞÚ VERDUR ÖRUGGLEGA ÓÞOLANDI: Breyttu litunum á sjónvarpsskjánum þínum svo allir verði grænir í framan. Þegar einhver kvartar segirðu að þú kunnir best við grænt fólk. Trommaðu með fingrunum á allt sem hægt er. Flautaðu á ókunnugt fólk og veifaðu til þess hvenær sem færi gefst... Skiptu um stöð á sjónvarpinu nokkrum mínútum fyrir lok þáttar... Byrjaðu allar setningar á "ú-la-la-!" Borgaðu fyrir mat á veitingahúsum með klinki... Gefðu hundinum þínum nafnið "Hundur". Hafðu jólaseríuna uppi fram í september á næsta ári... Syngdu með í Óperunni.... Bjóddu fullt af fólki í veislu sem þér er boðið í...

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.