Vikan


Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 7

Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 7
\ bátana og við sjáum búð- irnar sem mennirnir bjuggu í.” Það er greinilegt að starfið er Garðari hugleik- ið og hann segist njóta þess að hafa dvalið úti á landi í allt sumar: „Starf landvarðar er afar skemmtilegt en um leið krefjandi. Það krefst þess að viðkomandi hafi góða þjónustulund - og ég hlýt að hafa hana eftir 35 ár í verslun!” segir hann hlæj- andi. „Það átti vel við mig að vera einn að þvælast með sjálfum mér um hraunið og strandlengj- una. Ég bjó mig út með nesti og nýja skó, eins og sagt er, snemma á morgn- ana og varði dögunum í að kanna leiðir, merkja og tala við fólk. Þótt ég eigi ekki ættir að rekja vestur á Snæfellsnes, er ég vel kunnugur sögu Nessins og hef aflað mér víðtækra upplýsinga um það.” En hvaða staður á Snæ- fellsnesi finnst honum fal- legastur? „Það er strandlengjan,” segir hann án nokkurrar umhugsunar. „Jökullinn er líka afar sjarmerandi, sérstak- lega þegar maður sér haf og jökul bera við himininn. Það er mikil kyrrð þarna. Hins vegar hef ég ekki orðið var við orkuna sem á að koma frá jöklinum, en á þessum slóðum býr aftur á móti indælt og gott fólk.” Hann segir útlendinga, sem hann hitti að máli, hafa haft orð á því að það væri einstakt að vera einn á strandlengju: „Þetta fólk sagðist aldrei hafa trúað því að það gæti staðið á 10 til 20 kílómetra strandlengju aleitt og notið jökulsins og fuglalífsins. Ég gerði smá skoðanakönnun meðal þeirra ferðalanga sem ég hitti og spurði þá hvers vegna þau hefðu heimsótt Snæfellsnes fremur en aðra staði og svörin voru þau að frásagnir af fuglalífinu og náttúrufegurð hefði heillað þá. Ég tel að Snæfellsnesið verði afar skemmtilegur þjóð- garður sem hefur þann kost mí > * Nýi klæðnaðurinn: Fatnað- ur landvarðarins. „Maður fyllist lotningu gagnvart jörðinni..." (mynd: Sigurð- ur S. jónsson) að vera nálægt Reykjavík.” HVERS VIRÐI ER AUÐURIIMN? Garðar segir heim landvarð- arins og heim verslunareig- andans vera tvo gjörólíka heima: „I landvarðarstarfinu var ég einn með sjálfum mér. Verslunareigandinn lifir hins vegar í heimi, þar sem er stanslaust áreiti; fólk að koma og fara allan daginn og tala við mann. Ég virkilega naut þess að vera aleinn á fjöllum, hugleiða,virða fyrir mér nátt- úruna og fuglalífið og ég fyllt- ist lotningu gagnvart jörðinni. Maður fær uppljómun og nýt- ur þess að fá tækifæri til að hafa afnot af jörðinni. Við verðum að skila jörðinni ósnortinni til afkomenda okk- ar. Ég sætti mig ekki við þeg- ar menn segja sem svo: „Ég á þessa jörð” eða: „þetta er mitt land”. Það Á enginn landið. Við fáum að búa hérna og vera hérna meðan við lifum, en okkur ber skylda til að um- gangast landið af virðingu og fara vel með það.” Þegar Garðar talar um Snæ- fellsnesið og starf sitt þar fær maður fljótlega á tilfinninguna að ÞETTA sé draumastarfið; verslunarreksturinn sé liðin tíð. Sér hann virkilega aldrei eftir Herragarðinum? „Nei, það geri ég ekki,” segir hann brosandi. „Eg er sem bet- ur fer gæddur þeim hæfileika að taka á móti því sem að höndum ber og leysa málin um leið og þau berast. Ég hef aldrei áhyggjur af morgundeg- inum. Herragarðurinn er liðin tíð. Vissulega óska ég nýjum eig- endum velgengni og vona að þeim farnist vel - en í mínum huga er Herragarðurinn liðin tíð...” Honum er ekki til setunnar boðið. Hann hafði nokkrar klukkustundir aflögu fyrir þetta viðtal í Reykjavík; Þjóð- garðurinn í Skaftafelli beið hans: 'i ■fci „Stefán Benediktsson þjóð- garðsvörður er að fara í frí og ég var beðinn um að leysa hann af í nokkrar vikur,” segir Garðar og þegar hann er spurður hvort honum þyki Skaftafell ef til vill fallegri stað- ur en Snæfellsnes svarar hann: „Allir staðir eru fallegir. Ind- land og Nepal eru fallegir stað- ir, en gjörólíkir. Eftirminnilegasti staður sem ég hef heimsótt er Nepal; sá staður skilaði mér mestu. Þeg- ar maður er kominn upp í mörg þúsund metra hæð í kyrrðina sem þar ríkir og sér það einfalda líf sem fólk lifir þá virkar það svo sterkt á mann að óneitanlega hugsar maður: „Til hvers var allt þetta kapp- hlaup? Fyrir hvað var maður að berjast? Hvers virði er allur þessi auð- ur; allir þessir dauðu hlutir? Svona spyr maður sig þegar maður horfir á fábreytnina í Nepal.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.