Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 10
Þórunn Stefánsdóttir þýddi og staðfærði
MIKILVÆG
Þegar þú getur ekki hugsað þér að fara
í veisluna sem þér er boðið í, þegar þig
langar alls ekki að hitta vini þína og
getur ekki hugsað þá hugsun til enda
að þurfa að fara í vinnuna skaltu draga
þig í hlé frá skarkala lífsins. Tímann
getur þú notað til hvers sem er, eða
einfaldlega látið það eftir þér að liggja
undir sæng og gera bara ekki neitt
nema að leyfa hugsunum að streyma.
/
Ihraða nútímans verðum
við fyrir áreiti frá því við
vöknum á morgnana og
þangað til við förum að sofa.
Margir líta á það sem merki
um velgengni að hafa mikið
að gera, geta fyllt dagbókina
með fundarboðum og stefnu-
mótum, mæta á alla þá staði
þar sem fólk kemur saman til
að sýna sig og sjá aðra. Að
vera með. En það er nauð-
synlegt að taka sig stundum
„úr sambandi”, slaka á og
beina athyglinni að því sem
gerist innra með manni. I
stað þess að rembast við að
taka þátt í öllu og vera alls
staðar er stundum gott að
vera heima, láta þreytuna
fjara út og rósemina taka yf-
irhöndina. Standast freisting-
una að rífa upp símtólið eða
hlaupa út um dyrnar. Slíkar
einverustundir eru græðandi
fyrir sálina og geta smám
saman orðið vanabindandi.
Einverustundirnar þurfa
ekki að vera langar, sumum
nægja 10-15 mínútur, aðrir
þurfa lengri tíma. Sumir
vakna á undan öðrum í fjöl-
skyldunni og drekka morgun-
kaffið einir, í ró og næði, aðr-
ir nota tímann
seint á kvöldin
eða fara einir út
að ganga í há-
deginu. Það
gildir einu hvar
og hvenær ein-
verustundin er
tekin og hvernig
hún er, bara ef
hún gefur okkur
tírna til að hvfla
hugann.
Eg þekki konu
sem geymir alltaf
nokkra daga af
sumarfríinu sinu
og nýtur þeirra
meðan myrkrið
og skammdegið
herja á. Hún er rúmlega fer-
tug, er deildarstjóri í stóru
fyrirtæki og vinnur undir
miklu álagi. „Þessa vetrarfrí-
daga nota ég til að hlaða raf-
hlöðurnar upp á nýtt. Ég hef
það fyrir reglu að stilla
vekjaraklukkuna, bara til
þess að njóta augnabliks-
ins þegar ég man að ég þarf
ekki að fara í vinnuna og get
sofnað aftur. Upplifa það að
þurfa ekki að fara á fætur,
láta renna í baðið, þvo hárið,
blása það, bursta tennurnar,
mála mig, stimpla mig inn í
vinnuna á réttum tíma og
standa á haus í verkefnum
næstu átta tímana.... Stund-
um klæði ég mig ekki, hef
bækistöð í rúminu, fer bara
fram úr til að fá mér kaffi og
eitthvað að borða. Á þessum
frídögum gleymi ég öllu sem
bíður eftir mér á skrifborðinu
og þegar ég kem til baka
næsta dag er ég tilbúin til að
ráðast í verkefnin.”
Önnur kona rifjar upp
hvernig hún lærði að meta
einverustundirnar. „Ég var
ein af þeim sem átti vont með
að vera ein, er mikil hópsál
og vil hafa sem flesta í kring-
um mig. Þegar ég gekk með
fyrsta barnið mitt gekk með-
gangan illa og læknirinn minn
sagði mér að hafa hægt um
mig. Ég eyddi mörgum stund-
um uppi í sófa, lá og horfði á
snjókornin falla fyrir utan
stofugluggann. Og allt í einu
EINVERAN