Vikan


Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 16
rGerður Kristný að er ekkert sem fær Jmig til að fara fram úr. Sængin þyngist með hverjum andardrætti mínum. Eins og það hafi verið hellulagt yfir mig. Ég veit ekki lengur hvort ég sef eða vaki. Ég hlýt samt að dotta. Mér finnst ég að minnsta kosti vakna þegar hurðinni er hrundið upp. “Þetta getur ekki gengið svona lengur,” heyri ég sagt. Síðan er gripið í lakið og ég dregin út á gólf ásamt sæng og kodda. Mamma stendur yfir mér. “Þetta er ekkert sniðugt lengur. Reyndu að koma þér á lappir og fara að gera eitthvað,” segir hún hvöss. “Já, en hvað?” spyr ég og reyni að losa mig úr samankuðlaðri sænginni. Ég lenti harkalega á gólfinu og mér er illt í rófubeininu. “Bara eitthvað,” svarar mamma og stikar út úr herberginu og inn í eldhús. Hún kemur til baka með miða. “Hérna er heimilisfang hjá konu sem ætlar að halda veislu á föstudaginn og vantar snittur og brauðtertur fyrir fimmtíu manns. Farðu til hennar og fáðu að vita hvernig hún vill hafa þetta.” “Af hverju ferðu ekki sjálf?” “Vegna þess að ég þarf að gera annað og Smurbrauðs- stofan Snitturnar þrjár veitir persónulega þjónustu. Hún fer á staðinn og talar við viðskiptavinina.” “Er konan dönsk?” “Dönsk? Hvernig dettur þér það í hug?” spyr mamma á móti. Fimm vikur síðan ég lauk B.A.-ritgerðinni og enn hefur enginn séð sér hag í þekkingu minni á danskri tungu og boðið mér góða vellaunaða vinnu. Ég get allt eins rekið erindi fyrir móður sem lærði Engimi er smurbrauðsgerð ^™^aup- Undan einni ból smurbrauðsgerð T Kaup- mannahöfn á sínum tíma og kveikti síðar hjá mér áhuga á danskri tungu. Ég hef farið á allar ráðningarskrifstofur og svarað flestum atvinnuaug- lýsingum sem á vegi mínum hafa orðið. Svörin hafa verið fá og jáyrðin engin. Ég var reyndar dálítið fegin að hljóta ekki stöðu vegamálastjóra og mig langaði heldur ekki að fara út með útlendingum eins og einhver kall, sem hringdi út af smáauglýsingunni minni, bauð mér. “Attu einhverja skemmti- lega vinkonu sem getur komið með þér?” spurði hann. bókinni glittir í auglýsinguna sem ég klippti merktri dönsku út úr blaði síðustu helgi. Hún glósubók nútímamáli. Eg tek bókina upp og skreiðist með hana upp í rúm. Á öftustu síðuna teikna ég allt það sem gerir mig glaða - eða öllu heldur ætti að gera mig glaða. Fyrst teikna ég einn Ola prik sem á að vera mamma. Elínu, þriggja ára systurdóttur mína, teikna ég við hlið hennar og því næst kemur Stubbur úr samnefndri bók. Við Elín erum báðar miklir aðdáendur hans. Eftir nokkra umhugsun bæti ég Sigrúnu líka á listann. Þótt ekki væri nema fyrir það að vilja mér vel. Það er lítill vandi að teikna Ég á aðeins nokkra metra ófarna upp að húsinu þegar ég stíg upp á gangstéttarbrún og mér til mikillar furðu sekk ofan í steypuna. Ég verð svo hissa að í fáeinar sekúndur stend ég bara og horfi á skóna mína útataða. Ég varð svo hissa að ég mundi ekki í svipinn hvort ég átti einhverjar vinkonur. “Jú, þær tala bara ekki sérlega góða dönsku,” svaraði ég þess fullviss að maðurinn hefði hringt í mig vegna tungumálakunnáttu minnar. “Það gerir Heidi Fleiss heldur ekki,” svaraði maðurinn. Ég skellti á. Á gólfinu við hliðina á mér er stafli af bókum sem ég hef verið að glugga í án þess þó að mér hafi tekist að ljúka við nokkra þeirra. Þetta eru aðal- lega sjálfshjálparbækur sem Sigrún, systir mín, hefur verið að lána mér. Þær heita flestar nöfnum eins og Lifðu lífinu lifandi, Kona og Stattu þig, stelpa. Ég hef flett þeim á milli þess sem ég hef horft á sjónvarpsþætti um fólk í flott- um húsum í flottum störfum. í Ameríku. hálsmenið sem mamma gaf mér í útskriftargjöf og ég læt mér nægja að gera dollara- merki til að tákna peningana sem systur hennar gáfu mér. Kannski er rangt að setja peninga á listann en þeir glöddu mig. Það er ekki hægt að neita því. Síðan teikna ég engil í ramma eins og þann sem hangir fyrir ofan skrifborðið mitt. Hann skreytti brjóstvasann á nátt- kjól sem ég fékk þegar ég var fjögurra ára. Ég vildi helst ekki sofa í neinu öðru. Þegar ég óx upp úr kjólnum stóð til að henda honum en ég mátti ekki heyra á það minnst og til að róa mig var engillinn klipptur út og rammaður inn. Um leið og ég gerði mér grein fyrir því að engillinn hefði tekið sér varanlega bólfestu í herberginu varð allt í lagi. Að lokum rissa ég upp er frá Amold Stock, banda- rískum viðskiptajöfri af pólskum ættum sem býr í Pensacola. Hann segist vera 47 ára og óskar eftir að kynnast ungri, ljós- hærðri og bláeygðri konu sem hefur áhuga á siglingum og kvikmyndum. Mér finnst gaman að fara í bíó en hef hins vegar ekki mikla reynslu af siglingum. Efast þó ekki um að ég gæti vanist þeim. Ef allt bregst get ég sent herra Stock tölvupóst. Ég skoða teikningarnar dá- litla stund og reyni að finna hvort ég sé orðin glöð eða ekki. Jú, ég er ekki frá því. Smá! Þá get ég farið fram úr og potað mér í spjarirnar; sloggy og íþróttahaldara fyrst. Ég hefði átt að vera uppi á þeim tíma sem konur brenndu brjóstahaldarana sína. Ég á nokkra sem ættu betur heima á báli en barminum á mér. Síðan fer ég í gallabuxur, peysu og úlpu yfir. Ég lít út eins og hver annar háskólanemi. B.A.-próf breytir þar engu um. Ég þrátta við mömmu um það hvort ég geti fengið bílinn. “Þetta er örstutt héðan. Þú getur vel gengið. Þú hefur líka gott af að hreyfa þig,” segir hún rétt eins og ég hafði búist við. Veðrið er stillt og enginn á ferli. Allir í vinnunni eða í skólanum. Nema ég. Á meðan ég skrifaði B.A.-ritgerðina hlakkaði ég til að fá dálítið frí áður en ég færi að vinna. Hins vegar getur það varla talist frí ef maður er ekki í neinni vinnu og veit ekki hvenær von er á henni. Konan býr í raðhúsi, einu af þessum dýru úti á Nesi. Mig hefur alltaf langað til að koma inn í eitt þeirra. Skammt frá bogra þrír kallar yfir steina- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.