Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 47
Hverju svarar læknirinn?
ER BAÐPÚÐUR
HÆTTULEGT?
Kæri Þorsteinn,
Alltaf er maður að heyra
eitthvað nýtt. Ég var að taka
strákinn minn úr baði um dag-
inn og setti á hann baðpúður,
eins og ég geri alltaf. Vinkona
mín, sem var í heimsókn, varð
mjög hissa og spurði mig
hvort ég vissi virkilega ekki að
baðpúður væri hættulegt. Er
eitthvað til í því, og hvað er
það þá sem gerir það hættu-
legt? Þurrkar það húðina of
mikið?
Kærar kveðiur,
Halla
Kæra Halla,
Nei, baðpúður er alls ekki
hættulegt. Hins vegar á maður
að nota púðrið við réttar að-
stæður. Púðrið á vel við þegar
um raka húð er að ræða, húð
sem vessar úr eða húð sem
mikill raki hefur legið við.
Ekki veit ég af hverju vinkona
þín hefur tekið svona sterkt til
orða, en óneitanlega lenda
heilbrigðisstarfsmenn oft í því
að orð þeirra séu oftúlkuð eða
þeir/þær hafi tekið heldur
sterkar til orða en ástæða var
til.
Aðal ástæðan fyrir notkun á
barnapúðri eða talkúmi er rök
eða vessandi húð.
Þorsteinn
TÁFÝLA
Kæri Þorsteinn,
Nýlega hefur farið að bera á
leiðinlegu vandamáli hjá mér,
nefnilega táfýlu. Það skiptir
engu máli hversu oft ég þvæ á
mér fæturna, hvort ég er í lok-
uðum eða opnum skóm, ber-
fættur eða ekki. Eru til leiðir
til að laga þetta?
Bestu kveðjur,
Siggi B.
Já, Siggi minn, þetta er ljóta
vandamálið. Meðferðin er yf-
irleitt talin vera þessi sem þú
beitir, sem er að ganga í opn-
um skóm, þvo þér um fætur
einu sinni til tvisvar á dag og
skipta oft um sokka. Eru
nokkur merki um sveppasýk-
ingu á fótum, flögnuð húð eða
þykknaðar neglur? Ef þú ert
ekki viss, líttu inn hjá fótsnyrti
og láttu kíkja á þetta.
Þorsteinn
STERATÖFLUR VIÐ
RISTILSJÚKDÓMI
Kæri Þorsteinn,
Ég leita til þín til að fá álit
þitt, þar sem mér finnst þú
meira innstilltur á náttúrulyf
heldur en margur annar lækn-
irinn. Þannig er mál með vexti
að nýlega greindist ég með
ristilsjúkdóm (colitis). Lækn-
irinn minn skrifaði upp á
prednisólón, sem hann segir
mér að séu steratöflur.
Ég get ekki hugsað mér að
taka steratöflur, sérstaklega
ekki eftir að hafa heyrt um
aukaverkanir sem þeim geta
fylgt. Eru til önnur Iyf sem
gera sama gagn en hafa ekki
sömu aukaáhrif? Er mér
óhætt að rífa lyfseðilinn og
sleppa því alveg að taka lyfin?
Vinsamlega reyndu að svara
mér sem allra fyrst því mér
líður ekki vel með þennan
sjúkdóm. Ég hef reynt að ná í
þig í síma en þar sem ég er
ekki sjúklingur þinn og bý í
litlu þorpi úti á landi hefur
mér ekki tekist að tala við þig
persónulega. Ég læt fullt nafn
mitt og símanúmer fylgja með
ef þú vilt hafa samband við
mig beint,
Kærar kveðjur,
Jóhanna
Þakka þér fyrir bréfið Jó-
hanna mín. Það eru heilmikil
átök fólgin í því að fást við
vandamál eins og colitis eða
ristilbólgur. Eins og svo margt
sem við læknar fáumst við þá
erum við að ráðast á einkennin
en ekki undirliggjandi vanda.
Það er eitthvað sem setur
bólgurnar af stað en hvað það
er vitum við ekki með vissu.
Margir tala um að colitis sé
sjálfsónæmissjúkdómur, þar
sem varnarkerfi líkamans
ræðst á eigin vefi líkt og gerist
í sjúkdómum eins og gigt. Ég
hef hitt fjölda fólks sem hefur
tekist að ná tökum á þessum
sjúkdómi með mataræði og
góðu jafnvægi huga og líkama.
Ég hvet þig til að lesa bókina
Lækningamáttur líkamans
sem kom út í íslenskri þýð-
ingu fyrir tveimur árum síðan
og má fá m.a. á bókasöfnum.
Þar kynnistu þessum hugsun-
arhætti sem ég er að tala um,
þ.e. jafnvæginu. Mjög margir
læra þetta smám saman af
reynslunni, þ.e. að ef að innra
jafnvægi er gott er heilsan
betri. Til eru hér samtök
þeirra sem hafa colitis og
Crohns sjúkdóma, en samtök-
in búa yfir mikilli þekkingu á
mataræði og aðferðum til að
ná tökum á vanda eins og þín-
um. Upplýsingar um samtökin
ættu að liggja frammi, alla
vega á skrifstofum meltingar-
sérfræðinga. Ef einhver frá
samtökunum hefur samband
við Vikuna þá skal ég birta
nánari upplýsingar um sam-
tökin hér á þessum síðum.
Ristilbólgur byrja oft nokkuð
skyndilega með slími eða
blóði í hægðum, niðurgangi
og kviðverkjum. Það sem
skiptir máli í upphafi er að ná
tökum á bráðasjúkdómnum
og til þess nota læknar oft
prednisolon, sem er mjög öfl-
ugt lyf, en eins og mörg lyf
sem við læknar notum getur
það verið tvíeggjað sverð.
Prednisolon getur komið þér
út úr bráðavandanum en ef þú
gerir ekkert annað verður þú
að vera á því um lengri tíma
og þá koma fram aukaverkan-
ir eins og magasár, beinþynn-
ing, breyting á fitudreifingu á
líkamanum og skapbreyting-
ar. Greining er framkvæmd af
meltingarsérfræðingi með ristil-
speglun og sýnatöku. Auðvitað
ert það alltaf þú sem tekur
endanlega ákvörðun um það
hvaða meðferð þú ætlar að
taka og tekur þá væntanlega
tillit til líðanar þinnar og
ástands í heild sinni. Ég hvet
fólk til að ræða við sinn melt-
ingarlækni um ástandið og
hversu bráðrar úrlausnar er
þörf í það og það skiptið en
fara síðan af stað og leita að
lausninni.
Ég legg mikla áherslu á það
að fólk viðhafi reglusemi í
orði og á borði; borði reglu-
lega, svefn sé reglulegur,
vinna sé hæfileg og jafnvel, ef
möguleiki er á, að taka sér
hvíld frá vinnu eða fara í frí.
Taktu á þeim málum sem
þjaka þig hvort sem það er
samskipti þín við fjölskyldu,
vinnufélaga eða eitthvað innra
með sjálfum þér. Farðu að
læra og stunda jóga. Það að ná
jafnvægi er oft töluverð vinna
en auðveldari en margur held-
ur, þetta er spurning um
ákvörðun. Eins og einn góður
maður sagði: „Vilji er allt sem
þarf.” Ég hef nefnt næringar-
ráðgjafa hér í pistlum mínum í
Vikunni áður og vísa aftur á
þá. Líklega er áhrifaríkast að
hætta að nota mjólk og forð-
ast vissar hveitiafurðir (sem
innihalda glutein). Mjög
margir hafa reynt macro-
biotiskt fæði með árangri. En
mundu, Jóhanna mín, að ekk-
ert eitt er algilt fyrir alla og þú
verður að leita álits þeirra
sem hafa lært sérstaklega til
mataræðismeðferðar til að fá
grunninn en mundu að við
eigum að nota það besta sem
við höfum yfir að ráða hverju
sinni. Læknalyfin eru öflug og
geta hjálpað þér mjög mikið.
Það eru til fleiri lyf en sterar
en þau verka ekki eins hratt.
Þú nærð tökum á þessu, en
láttu ekki hugfallast. Það
koma dagar þar sem ekki
gengur eins vel og þá þarftu ef
ti! vill öflug lyf en inn á milli
nærðu að stjórna mataræði og
tilfinningalífinu og þá gengur
þetta betur.
Gangi þér vel.
Þorsteinn
Netfang:
vikan@frodi.is
47