Vikan


Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 23

Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 23
Bergrós Kjartans- dóttir hefur mörg járn í eldinum. Hún er að læra bókmenntir og þjóðfræði í Há- skólanum, skrifar mánaðar- lega pistla í Morgunblaðið um hannyrðir og einnig kennir hún í Prjónaskólanum Tinnu. Hún segir áhugann á prjónaskap hafa kviknað fyr- ir um það bil sjö árum og síð- an hafi hún verið síprjónandi. Til að byrja með studdist hún við uppskriftir úr prjónablöð- um en fór fljótlega að hanna sínar eigin flíkur. Norðmenn hafa uppgötvað hæfileika Bergrósar og undanfarin tvö ár hefur hún selt hönnunina til Sandnes, einnar stærstu spunaverksmiðju í heimi. Bergrós tekur prjónana með sér hvert sem hún fer. I sum- ar tók hún þá með sér til Hornstranda og kom sér vel fyrir í stól í stórgrýttri fjör- unni undir Hornbjargi meðan pabbi hennar og bróðir sóttu egg í bjargið. Hún telst því væntanlega vera fyrsta konan sem prjónar undir Horn- bjargi. „Það hefur eflaust verið undarleg sjón að sjá mig sitja þarna með prjónana í fanginu og hjálm á höfðinu til að verjast grjótinu sem hrundi niður úr bjarginu. Ég hafði með mér vasadiskó og kassettu, þar sem amma mín og afi segja sögur og syngja sálma, og ljóðabók eftir Ein- ar Ben. Það var ólýsanleg upplifun að sitja þarna ein í stórbrotnu landslaginu og horfa á pabba minn og bróð- ur í 400 metra hæð uppi í bjargi á örmjóum sillunum.” Við fengum Bergrós til að klæðast peysum sem hún hef- ur hannað og það fer ekki á milli mála að þar er á ferðinni frábær hönn- uður. Ahugasömum prjónakonum er bent á að tvær uppskriftir af peysum Bergrósar eru í nýjasta prjónablað- inu Yr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.