Vikan


Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 51
I Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Geymir gömlu kjólana sína Ótrúlegt en satt. Halldóra Ingimarsdóttir á Akureyri hef- ur geymt alla gömlu kjólana sína og gengur meira að segja í þeim elsta sem er frá 1947. ■ i g hef rosalega gaman /• / |-H af fötum, og sérstak- W WJ—/lega kjólum, enda alin upp við það að vera vel til höfð og fínt klædd. Mamma var algjör tískudrós og saum- aði fötin á okkur ellefu systk- inin og hún dundaði mikið við að sauma á okkur systurnar, sem vorum átta, kjóla fyrir böllin í sveitinni. Það gerði hún fram eftir öllum aldri enda vildi hún að við værum fínar. Þannig greyptist þetta inn í mig,” segir Halldóra. Gengur í kjól frá 1947 Það að hafa geymt nánast alla kjólana sína í gegnum tíð- ina er aðdáunarvert og Hall- dóra segist ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna hún gerði það. “Eg veit eigin- lega ekki hvernig það kom til að ég geymdi kjólana mína. Ég hef alltaf farið vel með föt og aldrei tímt að henda neinu heldur gefið til Náttúrulækn- ingafélagsins. Ég veit hins vegar að ég hefði aldrei hald- ið kjólunum ef ég ætti ekki gamla kistu niðri í kjallara sem mamma gaf mér þegar ég var þrítug. Þar komast allir kjólarnir fyrir þannig að það fer ekkert fyrir þeim.” Kjólasafnið hennar Hall- dóru er með ólíkindum, kjól- arnir hver öðrum glæsilegri og sá elsti frá 1947, svartur og síður og eins og sniðinn á Halldóru. “Það eru nokkrir kjólar sem ég passa í og nota enn þann dag í dag. Ég nota þann elsta annað slagið enda er hann sérlega fallegur. Það eru fleiri kjólar sem ég vildi að ég kæmist í. Mér þykir mjög gaman að nota gömul föt.” I uppahaldskjolnum sínum. Kjóllinn cr frá 1961 og segir Hall- dóra að hún hafi ekki notað hann mikið enda sé hann það finn. Elsti kjolhnn, frá 1947. “Mér var gefinn þessi kjóll til að hafa sem eins konar Oddfellowkjól. Kjóilinn var nefnilega saumaður sama ár og stúkan sem ég er í var stofnuð.” Konur of tuskulegar til fara Halldóra hlýtur að hafa keypt klassísk föt í gegnum árin fyrst þau eldast svona vel. “Ég kaupi alltaf klassísk föt og vönduð sem hægt er að nota lengi og ganga mikið í,” segir hún. “Jóhann, maðurinn minn, segir að ég sé veik fyrir fötum eins og karlmenn séu veikir fyrir bílum en ég er ekki sammála því. Mér finnst ég ekki kaupa mikið af fötum og það kostar lítið að halda fataskápnum við þegar fötin eru klassísk. En ætli ég hafi ekki eytt miklu í föt í gegnum tíðina þar sem ævin er orðin löng.” Halldóra er ekki í vafa um að tískan í hennar tíð, eins og hún orðar það, hafi verið fínni og flottari og henni finnst fatatíska ungra kvenna í dag of gegnsæ og tuskuleg. “Mér finnst of lítið um það að kon- ur punti sig og séu vel klæddar eins og var. Þeg- ar ég var ung tók það allan daginn að dúlla við sig fyrir ball, setja á sig eggja- rauður og eggjahvítur til að gera húðina fallegri. Maður varð að vera upp strílaður.” Lánað og ekki fengið til baka En auðvitað eru ekki allir kjólarnir á sínum stað, í kist- unni góðu. Halldóra hefur nefnilega lánað töluvert af kjólunum og því miður ekki fengið þá alla til baka. “Mér þykir gaman að lána fötin og sjá þau notuð. Dótturdóttir mín hefur notað nokkra kjóla, nokkrir hafa verið lánaðir í Freyvangsleik- húsið og sumir hafa verið gefnir þeim sem passa vel í þá.” Sem ung kona fylgdist Hall- dóra vel með tískunni og á siglingu frá Ameríku til Sví- þjóðar 1945, þegar stutta tísk- an var að koma, ...”tók ég mig til á leiðinni, fékk lánaða nál og tvinna hjá þjóninum um borð og stytti alla kjólana mína. Þegar ég kom síðan til Svíþjóðar, til að gifta mig honum Jóhanni, valdi ég mér auðvitað stuttan brúðarkjól, sem er einn af þeim kjólum sem ég á ekki í dag og sé mik- ið eftir.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.