Vikan


Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 17

Vikan - 20.08.1998, Blaðsíða 17
m ásaga hrúgu og virðast vera að gera lítið torg. Ég á aðeins nokkra metra ófarna upp að húsinu þegar ég stíg upp á gangstéttar- brún og mér til mikillar furðu sekk ofan í steypuna. Ég verð svo hissa að í fáeinar sekúndur stend ég bara og horfi á skóna mína útataða. Minnir mig á sögur sem ég hef heyrt af því þegar sprengjan sprakk í Hírósíma og malbikið bráðnaði. Ólíkt fólkinu þar tekst mér þó að stíga upp úr leðjunni. Ég heyri fliss og lít í kringum mig. Mennirnir við steinahrúguna horfa á mig glottandi. Það er þá sem ég tapa mér. Ég spyr þá hvurn andskotann það eigi að þýða að merkja ekki staðinn eða vara mig að minnsta kosti við því að steypan sé blaut. Einn mannanna gengur upp að mér og gætir sín á því að hafa aðeins tíu sentí- metra á milli okkar eins og karlmenn eiga ti! þegar þeir vilja að konur séu hræddar við sig. Barnalegi, blái kuldagallinn dregur samt óneitanlega úr ógninni. “Heyrðu, góða,” segir maðurinn. “Attum við að finna á okkur að þú værir að koma?” Þá spyr ég andskotann eigi að þýða að svona við mig en fá svör við því. bæti því við að ég ekki heyra ókunnugan mann kalla mig góðu. Það hef ég lært í bókum. “Svona talar þú ekki við verkamenn,” gellur í öðrum manni eftir andartaks þögn. “Verkamenn?” endurtek ég. “Ég hélt að það væri nú bara til í Playmo.” “Viltu að ég lemji þig?” spyr sá þriðji. Þótt það sé vissulega kurteislegt að vera spurður fyrst hefur mér aldrei tekist að taka þessa spurningu alvar- lega. “Samkvæmt könnunum verða karlmenn yfirleitt aðeins fyrir ofbeldi af hálfu karlmanna sem þeir þekkja ekki neitt. Konur verða aftur á móti yfirleitt fyrir ofbeldi af hálfu karlmanna sem þær þekkja. Og veistu hvað? Ég þekki þig bara ekki neitt,” segi ég og ætla að halda á brott. Það verður hins vegar lítið úr því. Mannandskotinn lemur mig í andlitið. Hnefinn á honum lendir á öðru kinnbeininu á mér. Ég sé stjörnur og það er vont. Ég gríp um andlitið á mér og sé á milli fingranna hvar mennirnir troðast inn í lítinn appelsínugulan vörubíl og aka í burtu. Ég ætti auðvitað að vera svöl og gefa þeim dónalegt merki en það er ekki hægt að vera svalur í landi þar sem fokkmerkin sjást ekki fyrir lopavettlingunum. Ég rölti upp að raðhúsinu og hringi dyrabjöllunni. Til dyra kemur kona í rauðum síðkjól og heldur á glasi í annarri hendi. Það er líka eitthvað rautt í því. Ég heilsa og segi til nafns. Konan er svo þvoglumælt að ég á erfitt með að skilja hana þegar hún kynnir sig: “Asta Geirs áfengis- ráðgjafi.” Hún býður mér inn og rekur um leið augun í skítuga skóna mína. “Ég gekk ofan í steypu,” útskýri ég og fer úr skónum. “Athyglisvert,” bögglar Asta út úr sér og horfir á mig eins og það sé ég sem sé full en ekki hún. Síðan leggur hún glasið frá sér á lítið borð undir forstofu- speglinum, tekur skóna mína og fer með þá inn í þvottahús inn af forstofunni. Þar skrúfar hún frá krana og tekur til við að þrífa skóna með blautri tusku. Hún riðar og það kæmi mér ekki á óvart þótt hún ældi ofan í skóna mína. Ég sé að dálítið af krana- vatninu sullast ofan í þá en sem betur fer ekkert annað. “Sko, fínir,” segir Ásta glöð að hreinsun lokinni og réttir mér skóna. Það er enn eitthvað hvítt ofan í saumunum en ég þríf þá betur þegar ég kem heim. Við förum inn í stofu þar sem heill veggur er vegg- fóðraður með risastórri mynd af frumskógi. Ásta veitir því athygli að ég get ekki haft augun af honum. “Svolítið seventís, ekki satt?” segir hún og vingsar út hendinni með þeim afleið- ingum að hún missir jafn- vægið og hlussast ofan í hvítan leðurstól sem snýr baki í frumskóginn. Samt skvettist 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.