Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 23
■b
lengur hjá mér, ætlaði
ég heldur ekki að gefa
þér neinn tíma. Þú
fylgdist ekkert með
mér, vissir ekki einu
sinni í hvaða fram-
haldsskóla ég fór. Þú
sveikst um að koma og
sækja okkur systkinin á
þeim tímum sem búið
var að ákveða að við
yrðum saman. Við sát-
um og horfðum út um
gluggann, stundum
heilu dagana, og biðum
eftir þér. En þú komst
ekki. Þegar þú lést
heyra í þér varstu með
afsakanir á reiðum
höndum og oftar en
ekki voru það fyndnar
sögur sem höfðu valdið
því að þú gast ekki
komið.
Stundum heyrði ég
ekki í þér vikum sam-
an. Þegar ég hringdi
varstu oft stuttur í
spuna og það endaði
með að ég hætti að
hringja. Það var aug-
ljóst að þú áttir nýja
fjölskyldu, nýtt líf. Eg
var ekki inni í myndinni
lengur.
Þegar þú veiktist og
gerðir þér grein fyrir að
þú lifðir ekki endalaust
fórstu að hringja í mig.
Við töluðum saman oft
á dag, stundum um ekki
neitt, stundum um hluti
sem okkur fundust
merkilegir; hluti, sem
engum öðrum þóttu
merkilegir. Við vorum
svo ótrúlega lík og
höfðum svo svipaðar
skoðanir. Þú settir þig
vel inn í hvað ég var að
gera og ég reyndi að
lífga upp á tilveru þína
með frásögnum af fólki
sem þú þekktir og hafð-
ir ekki hitt í langan
Lesandi segir frá
tíma. Við töluðum um
allt milli himins og jarð-
ar - en aldrei um það
hversu vænt okkur
þótti hvoru um annað.
Elsku pabbi minn.
Þegar þú varst að
kveðja þessa veröld
reyndi ég að segja þér
hvað ég elskaði þig. Við
vorum tvö ein inni á
sjúkrastofunni; þú
varst í djúpu dái. Eg
mun auðvitað aldrei
vita hvort þú heyrðir
orð mín - en ég heyrði
þig aldrei segja að þér
þætti vænt um mig.
Aldrei á ævinni sagð-
istu vera hreykinn af
mér eða að þú elskaðir
mig. Samt heyri ég
hvaðanæva að núna -
eftir að þú ert dáinn -
að þér þótti vænt um
mig og þú varst oft
hreykinn af mér. Hvers
vegna sagðirðu aldrei
þessi einföldu orð? Nú
er það of seint: Ég á
aldrei eftir að heyra
pabba rninn segja að
hann elski mig - en
kannski er annar pabbi
eða einhver mamma,
sem les þetta og gera
sér grein fyrir að þau
hafa aldrei tjáð börn-
um sínum ást sína. Við
getum ekki fundið á
okkur hverjir elska
okkur - það þarf að
sýna okkur það og
segja. Það er sárt að
sitja hér alein um miðja
nótt, horfa á gamlar
myndir og rifja upp
góðu stundirnar - en
eiga ekki þá einföldu
minningu í huganum
að heyra pabba sinn
segja: „Mér þykir vænt
um þig...“ ■
Lesandi segir Önnu
Kristine sögu sína.
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hef-
ur haft mikil áhrif á þig,
jafnvel breytt lífi þínu? Pér
er velkomið að skrifa eða
hringja til okkar. Við gætum
fyllstu nafnleyndar.
Heimilisfangið er:
Vikan -
„Lífsreynslusaga",
Seljavegur 2,101
Reykjavík,
Netfang: vikan@frodi.is
V J
íS^
Hefur þig dreymt um að skrifa kvikmyndahandrit, en ekki treyst þér til þess þar sem þú óttast að hafa ekki nægilegar hugmyndir
til að myndin verði raunveruleg? Það er enginn vandi að búa til gott handrit; flestir handritshöfundar nota sömu uppskriftina:
1) í öllum lögreglurannsóknum
er nauösynlegt að fara á nektar-
dansstað a.m.k. einu sinni.
2) Öll símanúmer í Bandaríkjun-
um byrja á 555.
því, í gegnum talstöðina, hvern-
ig maður fer að.
8) Þegar þú hefur sett á þig vara-
lit, fer hann ekki af - jafnvel þótt
þú farir að kafa í sjónum.
13) Karlmenn, sem standa sig
eins og hetjur og blása varla úr
nös við hrikalegustu barsmíðar,
stynja og kveina um leið og kona
fer að gera að sárum þeirra.
17) Mæður matbúa alltaf pönnu-
kökur, egg og beikon í morgun-
mat þrátt fyrir að eiginmenn
þeirra og börn hafi aldrei tíma til
að borða.
23) Jafnvel þótt þú sért að keyra
eftir þráðbeinni götu er nauð-
synlegt að snúa stýrinu mikið til
beggja átta á nokkurra sekúndna
fresti.
Þýtt og staðfært: Lízella
KVIKNYNDAH ANDRITI
3) Flestir hundar eru ódauðlegir.
4) Ef það er verið að elta þig um
bæinn geturðu falið þig í skrúð-
göngu sem á einmitt leið hjá - og
það skiptir ekki máli hvar eða
hvaða tími ársins er.
5) Öll sængurföt eru L-laga
þannig að þau ná konu upp að
handarkrikum en manninum,
sem liggur við hliðina á henni,
bara að mitti.
6) Öllum matvörupokum fylgir
eitt langt brauð sem stendur upp
úr pokunum.
7) Allir geta lent flugvél ef það er
einhver á flugvellinum sem lýsir
9) Loftstokkakerfi í stórum fyr-
irtækjum er hinn fullkomni felu-
staður. Þar getur enginn fundið
þig og þú kemst hvert sem þú vilt
innanhúss án nokkurra vand-
kvæða.
10) Þú munt mjög líklega vinna
hvaða orustu sem er í hvaða
stríði sem er - ef þú bara sýnir
engum mynd af elskunni þinni
sem bíður þín heima.
11) Ef þú ætlar að þykjast vera
þýskur liðsforingi þarftu ekki
endilega að tala þýsku. Þýskur
hreimur nægir.
12) Þú getur séð Eiffelturninn úr
hvaða glugga sem er í París.
14) Ef þú sérð stóran glugga ein-
hvers staðar í bíómynd þá eru yf-
irgnæfandi líkur á því að ein-
hverjum verði hent út um hann
áður en langt um líður.
15) Þegar þú borgar fyrir leigu-
bfl, þá opnarðu bara seðlaveskið
og tekur út einhvern seðil án þess
að líta á hann, því það vill svo
heppilega til að það er alltaf ná-
kvæmlega upphæðin sem þú
þarft að borga.
16) Kvenfólk sem gistir í drauga-
húsum klikkar ekki á því að at-
huga öll óhugnanleg hljóð um
miðjar nætur í flegnum silkinátt-
kjól.
18) Þegar bflar lenda í harkaleg-
um árekstri er næstum öruggt að
þeir eiga eftir að springa í loft
upp.
19) Lögreglustjórinn rekur alltaf
besta leynilögreglumanninn eða
gefur honum tvo sólarhringa til
að ljúka rannsókninni.
20) Frá einni eldspýtu kemur
nægileg birta til að lýsa upp svæði
á stærð við Laugardalsvöllinn.
21) Þegar fólk fær martröð sest
það alltaf upp í rúminu á leiftur-
hraða og másar og stynur.
22) Það er algjör óþarfi að heilsa
eða kveðja í upphafi eða lok sím-
tals.
24) Allar sprengjur eru með svo
sniðugum tímamæli að þú getur
auðveldlega séð hvenær þær eiga
að springa í loft upp.
25) Þú færð alltaf stæði beint fyr-
ir utan húsið eða bygginguna
sem þú ert að fara í.
26) Það er ekki fyrr en leynilög-
reglumaður hefur verið rekinn
! úr starfi að hann finnur lausn á
| málinu sem hann var að vinna
I að.
27) Ef þú skyldir byrja að dansa
úti á miðri götu, þá vill svo heppi-
lega til að allir sem þú hittir
kunna sporin. ■
23