Vikan


Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 45

Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 45
 HuUta Guömundsdóttir Sendið bréfin til: „Kœra á* 1 fétagsráögjaji svarar Hulda“ Vikan, Seljavegi bréfum lesenda. 2 101 Reykjavík. 1 Fyllsta trúnaöar er gætt og bréfhirt undir dulefni. Netfang: vikan@frodi.is Sonur minn ógnar mér Kæra Hulda... Hvert á ég að snúa mér varð- andi samskipti mín við son minn? Eg verð að fá aðstoð. Hann er 17 ára og tók sér hlé frá námi, því það hefur nú verið frekar þröngt í búi hjá okkur og hann vill hafa meiri peninga fyrir sig. Við búum tvö saman og höfum gert lengi. Nú er svo komið að ég er búin að missa tökin. Hann virðir ekki þær rcglur sem ég set og gerir lítið úr mér frammi fyrir vinum sínum. Hann fer mjög seint að sofa, Ieggur sig svo seinni partinn þangað til hann fer út á kvöld- in. Hann hélt áður fyrir mér vöku með hárri tónlist, en sem betur fer er hann farinn að fara eftir því sem ég segi og notar heyrnartól þegar hann er einn. Þá get ég sofið en hins vegar ekki þegar strákar eru hjá honum fram eftir öllu á nóttunni. Eg skil ekki hvað þessir strákar geta vakað og þvælst úti. Þeir láta sem ég sé ekki til þegar ég bið þá að fara því ég þurfi að fá svefnfrið. Eg vinn á sjúkrahúsi og þarf góðan nætursvefn til að geta sinnt mínum störfum. Sonur minn er líka mjög dónalegur við mig þegar ættingjar okkar koma í hcimsókn eða hringja. Hann hefur komið illa fullur heim og sýnt mér ógnandi til- burði. Það er mikill stærðar- munur á okkur og ég varð bara hrædd. Eg vil ekki hrekja hann frá mér því ég vil geta aðstoðað hann þegar hann fer aftur í skólann, en svona getur þetta ekki gengið. Hvað leggur þú til? Móðir. Kæra „móðir“ Áhyggjur þínar eru raunhœf- ar því þróunin er á verri veg þrátt fyrir alla þína viðleitni sem jafnvel bara vekur aukna gremju hjá honum. Eg legg til að þið farið í viðtöl til sér- fróðra aðila með þekkingu á vandamálum unglinga og samskipta- og tengslavanda- málum þeirra, sem oft eru mikil, bæði við eigin fjöl- skyldu og oft út á við líka. Þú þarft aukinn styrk til að geta sett honum mörk og vera ákveðin, annars getið þið ekki búið saman. Hann þarf um leið að lœra að skilja það að þó þú setjir mörk og gerir sanngjarnar kröfur til hans sé það ekki illa meint og alls ekki refsing heldur þvert á móti vœntumþykja og umhyggja fyrir honum. Hann þarf að skilja tilganginn og meining- una að baki og vilja taka þátt í slíkum breytingum. Bœði til að þú haldir sönsum og hann fái notið sín betur, geti unnið eða farið í nám og byggt upp festu í lífi sínu og umhverfi. Núverandi hegðun hans bendir til að hann sé allt annað en ánœgður með stöðu sína í lífinu og háttalagi. Hann á mjög erfitt með einbeitingu, veit ekki að hverju hann vill stefna, lætur tímann líða frá sér og kunningja sína taka völdin og hanga yfir sér, sefur á daginn og þjáist af sektar- kennd og kvíða, sem hann er að reyna að flýja frá, en við það að vera kvíðinn er æ erfið- ara að fóta sig og stefna að ein- hverju raunhæfu markmiði. Hann er hjálparþurfi og því fyrr því betra að þið leitið fag- legrar aðstoðar til að vinna úr þessum vanda og öðlast betri líðan. Kœr kveðja, Hulda. Vinnufíkn? Kæra Hulda... Eg las það einhvers staðar (kannski talaðir þú um það í Vikunni nýlega) að sumt fólk sem vinnur mikið verði fyrir spennufalli í fríum og finni fyrir depurð, kvíða eða leiða, einmitt þegar allt á að vera svo gaman og langþráð frí rennur upp. Eg þekki þetta því miður allt of vel og hef haldið að ég væri ein um þetta. Mikið þætti mér vænt um ef þú gætir sagt mér hvað hér er á ferð og hvernig mað- ur getur tekið á þessu. Eg er í tveimur störfum og sinni heimilinu þar fyrir utan. Þeg- ar ég fæ helgarfrí hverfur gleðin sem ég finn oft fyrir í annríkinu á virkum dögum. Það sama á við um sumarfrí og jólafrí; ég verð dauf í dálk- inn, en þegar ég tók mér langt hlé vegna námskeiðs sem ég var á fann ég ekki fyrir þessu. Eg tók til um helgar, skemmti mér og hitti margt fólk. En núna verður lítið úr verki og sjálfstraustið hverfur. Hvað er til ráða? Vonandi geturðu svarað mér sem fyrst. Með fyrirfram þökk, Vinnusöm. Kæra „vinnusöm“ Þessi vandi þinn, sem er út- breiddari en þú heldur, að líða verr í frítíma og fríum, getur átt sér ýmsar og margvíslegar rætur í fortíðinni og þeim lífs- stíl sem þú hefur lært eða hef- ur orðið að temja þér á yngri árum. Þú talar um að verða fyrir „spennufalli“ í fríum, þú verðir döpur, leið og kvíðin. Þörfin til að vinna og vinna oft mikið er alveg heilbrigð. An vinnu eru flestir óhamingju- samari en ella. Vinnan og vel unnin verk eru mjög gefandi og veita launin í sjálfu sér óháð raunverulega greiddu kaupi. - En hitt er slœmt að geta ekki - eða kunna ekki - að vera ífríi án vinnunnar, þvíþá ertu orðin allt of háð henni. Vinnan er oft mjög áhrifamikil vörn gegn tómleika og til- gangsleysiskennd. Hún ber oft með sér visst skipulag á tíman- um, sem aftur eykur öryggi og sjálfstraust, að ógleymdum uppörvandi félagsskap, a.m.k. stundum. Án vinnunnar, þ.e.a.s. í frítímanum, getur slík vörn hrunið og kvíðinn og leiðinn, sem vinnan bœgði svo vel frá, brýst þá fram. - Það er einmitt oft undirrót „vinnu- fíknarinnar" að halda niðri slíkum tilfinningum. Vandi þinn og verkefni er að reyna að þjálfa þig í að gefa frítímanum líka eitthvert markmið og tilgang svo að þú getir nýtt hœfni þína til skipu- lags og sköpunar, líka í fríum, með einhverju sem þú getur tekið þér fyrir hendur og sem þú ákveður fyrirfram. Það virðist kannski vandasamt. Gott er að reyna að rifja upp fyrri hugðarefni og athuga hvort hœgt sé að virkja þau til að skipuleggja tímann. Það er einmitt þessi óskipulagði tími, sem „eyðist út í loftið“, sem eykur svo mikið kvíðann og fylgifiska hans, leiða, depurð o.s.frv. „Pældu“ svolítið í að finna eitthvað sem þér hentar. Ég veit ekki hve gömul þú ert, en nú til dags getur fólk gert miklu meira en áður t.d. farið í nám eða á námskeið á mjög mörgum sviðum frœða og verklegrar iðju og skapandi verkefna. Þú þyrftir ef til vill að vinna minna til að fá tíma til slíks! Svo er líka gott ráð að rjúfa einveruna því allir þurfa einhvern gefandi félagsskap inn á milli, líka í fríum. Reyndu að leita hið innra með þér að því sem þig langar helst til að gera og fylgja eigin til- finningu. Rifja upp eða þróa ný áhugamál og taka frum- kvœðið að auknum tengslum við fólk sem þér líður vel með ogfinna eitthvað sem þið getið gert satnan. Margt er hægt að stunda, svo sem gönguferðir, tónlist, spilamennsku, les- hringi, saumaklúbba, svo ör- fátt sé nefnt. Kœr kveðja, Hulda. Netfang: vikan@frodi.is 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.