Vikan


Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 49

Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 49
er mjög merkilegt fyrirbæri, hver og einn átti sitt eigið joik sem hann fékk í skírnar- eða fermingargjöf. Það var nokk- urs konar kennitala í texta og tónum. Joikið er rödduð tón- list, sungin með undirleik trommu. Tromman var líka grundvallaratriði í trúar- brögðunum, í samskiptum guða og manna. Trúboðarnir réðust mjög harkalega gegn trommunum og joikinu, hvorutveggja var bannað og talað um joikið sem söng djöf- ulsins. Eftir heimsstyrjöldina síðari var síðan aftur farið að viðurkenna sérstaka menn- ingu og trú Samanna. Þeir hafa nú sitt eigið þing í öllum Skandinavísku löndunum, eiga sérstakan fána, þjóðhá- tíðardag og þjóðsöng. „Samar hafa aldrei verið fjölmenn þjóð,“ segir Sigurður. „Þeir eru núna um 60 þúsund, helmingur þeirra er búsettur í Noregi, þriðjungur í Svíþjóð og aðrir eru búsettir í Rúss- landi og Finnlandi. Samar voru upphaflega veiðimenn Það for vel a með Sigurði og þessum styttum af Samafjöl- sem eltu hreindýr og önnur dýr. Þeir ferðuðust saman í hópum og ferðuðust milli sumarlands og vetrarlands, eftir því hvar veiðin var á hverjum tíma. Það er svolítið merkilegt að konur voru mjög háttskrifaðar í hópunum, þær voru oft í forsvari fyrir ættbálknum eða hópnum og veiddu jafnt til móts til karl- mennina. Þetta vakti athygli Rómverskra sagnaritara sem komu þarna á fyrstu árhund- ruðum eftir Krist. Þeir lýstu konunum þannig að þær hirtu lítt um að gefa börnunum brjóst, heldur pökkuðu þeim inn í skinn og hengdu þau síðan upp í trjá- greinar, létu þau hafa mergbein að sjúga og færu síðan á veiðar með körlunum. Þeir lýstu Sömum sem svo að þeir væru villtastir allra barbara, lifðu eins og skepnur, ættu hvorki dýr, hús né hesta. Þeir eltu dýrin, veiddu þau og ætu hrá og klæddust síðan feldum af þeim. Ég hef nú svolítið gaman að því að þessir sagna- ritarar tóku það sér- staklega fram að Sam- ar drykkju ekki vín, þeir hafa líklega talið það hámark bar- barismans.“ Samískan er lifandi tungu- mál og þeir viðhalda kunnáttu yngri kynslóða með því að reka útvarpsstöð og gefa út bækur og blöð. „Samískan er náskyld finnsku og reyndar einnig ungversku. Þeir hafa mörg orð yfir náttúruna og Berit Gunnhild, amma Sigurðar, ásamt föður sínum, Lars Risten náttúrufyrirbæri. Ég kann ekkert í samísku. En málið er að því leyti líkt íslensku að áherslan er á fyrsta atkvæði orða og þeir nota bókstafina ð og æ.“ Sigurður segir ættarmótið í Noregi hafa verið fjölmennt og skemmtilegt. „ Ég hef við- haldið sambandi við ættingja mína þarna og hef lengi vitað af þessum frændgarði. Og auðvitað gat ég ekki hugsað mér að missa af tækifærinu að mæta á stærsta ættarmót sem haldið hefur verið í Sama- byggðum. Ættingjar mínir í Skandinavíu skilja reyndar ekkert í hrifningu minni af þessum uppruna mínum, þeir eru mjög í hófi montnir af því að vera komnir af Sömum. En mér þykir vænt um þessar rætur mínar og er stoltur af þeim. Samar eru merkileg þjóð, þeir eru skemmtilegt fólk, uppátektar- samt, stríðið og hrekkjótt. Ég hef alltaf verið hrekkj- óttur, en ég er bú- inn að komast að því að ég er algjör viðvaningur miðað við þá marga. Það var í fréttum fyrir tveimur eða þrem- ur árum að búið væri að einangra gen sem ein- göngu finnst í Sömum. Hins- vegar fylgdi það fréttinni að ekki væri búið að komast að því hverju þetta sérstaka gen stýrir. Mér finnst skýringin augljós; þetta er einfaldlega hrekkjagenið!" ■ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.