Vikan


Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 51
Hjá Mitchell fjölskyldunni í Wisconsin. Frá vinstri: Nancy, Brynja, Arna, Kristján, Ingibjöoi. Kate og Robert. og vorum lengi vel þau einu í samtökunum hérlendis. Á undanförnum árum hefur hins vegar gestgjöfum fjölgað og nú eru þeir um tíu talsins. Á hverju ári höfum við fengið þrjár til fimm heimsóknir er- lendra ferðalanga og þessar heimsóknir hafa gefið okkur mikið og opnað okkur heim sem við hefðum tæplega ann- ars kynnst. Við höfum tekið á móti fólki frá flestum löndum Vestur Evrópu, Bandaríkjun- um, Brasilíu, ísrael, Japan og Ástralíu. Undantekningar- sýnum við þeim okkar nánasta umhverfi og förum í smá bíltúr. Gestgjafi er alls ekki skuldbundinn til að taka á móti gestum hvar og hvenær sem er. Ef það hentar honum ekki þá segir hann einfaldlega nei og þarf ekki að gefa frek- ari skýringar. Sem ferðalangar höfum við nýtt okkur Servas á fjórum ferðalögum, í Holl- landi, tvívegis í Frakklandi og nú síðast í Bandaríkjunum sumarið 1998. Yfirleitt höfum við samband við gestgjafa sem eru úr alfaraleið - ekki á Vermont ókum við í vesturátt suður fyrir Vötnin miklu allt til Yellowstone þjóðgarðsins í Wyoming. Þar snerum við til baka og ókum norður til Montana og síðan í austur og norður fyrir Vötnin miklu þar til við enduðum í Boston í Massachusetts þaðan sem við flugum heim þann 8.águst. Áður en við lögðum í hann höfðum við farið gaumgæfi- lega í gegnum bandaríska Servas gestgjafalistann og haft samband við einar sex fjöl- skyldur á þessari leið. Við laust hefur verið um sómafólk að ræða og aldrei höfum við þurft að klaga í tengiliðinn. Hlutverk okkar sem gestgjafa er að veita næturgistingu, borða kvöldverð með gestun- um og spjalla við þá. Yfirleitt túristaslóðum. Þeir fá fáar heimsóknir, eru himinlifandi yfir að einhver skuli rekast inn og gestrisnin er ekki svikin. Á þennan hátt höfum við eignast vini í fjarlægum löndum og haldið góðu sambandi í fram- haldinu. Prúð og frjálsleg í fasi í ágúst 1997 héldum við hjónin ásamt dætrum okkar Brynju 17 ára og Örnu 9 ára til ársdvalar í Vermont í Banda- ríkjunum. Þar var dvalið við nám, leik og störf til júníloka, en síðustu fimm vikurnar ferð- uðumst við með tjald og bíl vítt og breitt um Bandaríkin, þræddum þjóðgarða og nátt- úrundur. Þegar upp var staðið höfðum við ekið rúmlega tíu þúsund kflómetra. Frá fengum jákvæð svör frá þeim öllum. Menn voru spenntir að sjá hvernig eskimóarnir frá Is- landi litu út. Nú er það ekki svo að við gistum hjá Servas fólki linnulaust - færum okkur frá einum gestgjafa til annars. Maður þarf nefnilega að „hvíla“ sig inni á milli og þegja smástundogþáertjaldað eða gist á mótelum. Tveggja daga dvöl hjá ókunnu fólki tekur svolítið á. Maður þarf að halda andlitinu allan tímann, vera prúður og frjálslegur í fasi, spyrja og svara á víxl og óneitanlega verða spurningar þeirra sem eru að hitta Islend- inga í fyrsta sinn svipaðar frá einu heimili til annars og þar af leiðandi svörin dálítið stöðl- uð. Hvernig er að búa á ís- landi? Hvaða tungumál er tal- að þar? Er ekki kalt? Hvernig er menntakerfið? Eru eldgos þar? Margar fjölskyldur opnuðu heimili sín fyrir okkur áður en haldið var heim. Kosturinn við Servas fyrir- komulagið, fyrir utan mark- miðið um frið og aukinn skiln- ing þjóða á milli, finnst okkur að það hjálpar manni að kynnast öðrum þáttum þjóð- lífsins en þeim sem snúa að hótelum, minjagripabúðum, skoðunarferðum, veitinga- húsum og flugvöllum - með fullri virðingu fyrir starfsfólki ferðaþjónustunnar. Fyrir svo utan hin sígildu sannindi sem Servas ferðalangar og gest- gjafar fá staðfest sí og æ - mað- ur er manns gaman. ■ vitnir að kynnast matseld gest- anna. Aðgefa ogþyggja Við hjónin höfum verið gest- gjafar í Servas í yfir tuttugu ár Hvernig gerist ég Servas félagi? Ef þú hefur áhuga á að reyna fyr- ir þér sem gestgjafi og/eða ferða- langur hafðu þá samband við tengilið Servas á Islandi. Tengiliður: Berþóra Skúladóttir Heimili: Funafold 75,112 Reykjavík Simi/fax: 567 1297 Heimasíða Servas í Bandaríkj- unum: http://servas.org. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.