Vikan


Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 29

Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 29
Kennir konum um allt land að mála og föndra Liturinn er borinn á með því að þrýsta penslinum inn í mynstrið í skapalóninu. Helga notar ekta skapalónslit úr olíu þegar hún málar útlínurnar. Það er ekki ofsögum sagt af ís- lenskum konum. Fyrir nú utan það að vera taldar fallegustu kon- ur í heimi eru þær margar ótrú- lega lagnar í höndunum og sitja oft heima og búa til undurfallega hluti. Ein þessara kvenna er Helga Kristjánsdóttir sem býr að Dalseli 29 í Reykjavík. „Það er alltaf verið að hvetja mig til að nota hæfileika mína mér til framdráttar, en ég segi nú alltaf að ég sé ekkert öðruvísi og flinkari en þúsundir kvenna sem eru að gera eitthvað skemmtilegt heima hjá sér. Ég geri þessi hluti mína aðallega að gamni mínu og nota þá til tækifærisgjafa.“ Þrátt fyrir þessa hæversku Helgu eru margar konur um land allt sem þekkja til hennar. Hún hefur nefnilega ferð- ast um landið og kennt konum að mála og föndra. Einnig hefur hún tekið að sér að skreyta sali fyrir brúðkaupsveislur. „Jú, það er rétt, ég hef haldið námskeið, aðallega úti á landi. Þá kem ég með föndurvörur og liti. Ég hef aðallega verið að kenna hvernig hægt sé að taka nýja hluti úr við og gera þá sem ævagamla. Einnig hef ég gert mikið af því að mála á veggi eftir mynstrum af tilbúnum skapalónum. Það er mjög mikið um það að fólk vilji skreyta híbýli sín með máluðu mynstri á vegg- ina. Það hafa lengi verið á markaðnum mynstrað- ir límborðar, en þeir vilja flagna af, sérstaklega á baðherbergjum. Margir eru hræddir við að prófa að mála mynstrin sjálfir og ég hef gert svolítið af því að fara í hús og aðstoða fólk og jafnvel tekið að mér málninguna. Við báðum Helgu að sýna okkur réttu hand- brögðin við að mála fallega mynsturborða á veggi og ýmsa hluti eftir skapalóni. Hún segir að það sé auðvelt, aðalgaldurinn sé að nota ekki of mikla málningu, þá vilji hún leka og þá sé gamanið úti. „Til eru sérstakir litir, bæði olíu- og vatnslitir, sem eru hentugastir í þessu tilfelli. Annars er hægt að nota venjulega málningu en þar sem hún er þynnri en litirnir verður að gæta meiri varúðar að nota ekki of mikið í pensilinn. Einnig er hentugast að nota sérstaka pensla sem fást í föndurverslunum." Helga er búin að líma skapalónið á vegginn og hefur starfið, vopnu réttu penslunum. Skapalón eða stenslar í öllum stærum og gerðum. Réttu litirnir og penslanir frá FolkArt. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.