Vikan


Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 4

Vikan - 03.09.1998, Blaðsíða 4
le&andi... Dag einn, þegar ég gekk yfir Lækjar- torg í frekar þungum þönkum, mætti mér þjóðkunnur maður sem heilsaði svo innilega og fallega, og hafði í kring- um sig einhverja áru eða töfra, að það fékk mig til að brosa út að eyrum og svífa í gegnum miðbæinn. Þetta minnti mig á kveðju sem ég fékk einu sinni þegar ég á unglingsaldri var á rölti meðfram Tjörninni; kunnur maður bauð góðan daginn af svo mikilli kurteisi og gleði að ég man það enn. Það var eins og þeir tímar væru komnir aftur þegar siður var að bjóða vegfarendum góðan dag og herrarnir tóku ofan hattinn. Slíkar kveðjur geta auðveldlega breytt rigningu í sól í sinni. Hvernig stendur á því að sumt fólk býr yfir slíkum töfrum? Vikan fékk nokkrar kon- ur til að spá í þessi mál og velja 40 herra sem eru frægir fyrir fallega framkomu. Þeir birtast í þessari Viku. Sem betur fer er þessi hópur svo stór að færri komust að en við vildum. Fjölmargir hafa það nefnilega í sér að heilla konur upp úr skónum með fram- komunni einni saman. Svo eru aðrir sem spúa eldi og brennisteini í kringum sig með fruntalegri framkomu, troða sér fram fyrir í biðröðinni, með rassboruna upp úr buxun- um - en þá lítur maður undan og flettir tímariti til að komast í gott skap aftur. Ykkur lesendur góðir er velkomið að taka þátt í þessu vali með því að bæta á listann mönnum sem þið teljið vera þekkta fyrir fallega framkomu, því maður er manns gam- an. Hafið endilega samband; með því að skrifa, slá á þráðinn eða senda tölvupóst. Já, og munið líka að skrifa mér nokkrar línur ef þið viljið fá ókeypis lestur frá Rúnameist- ara Vikunnar (bls. 47). Þetta er nýtt og það verður gaman að sjá hver áhugi ykkar verður. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að Marenza Poulsen, veitingastjóri og lista- kokkur hefur slegist í lið með okkur Vikukonum og verður hún með fasta matarþætti frá og með þessu tölublaði. Hún ætlar að vera í takt við árstíðina, bjóða upp á spenn- andi rétti sem allir ættu að geta útbúið og gleðja þannig bragðlaukana og budduna. Marenza hefur líka fallist ljúflega á það að vera með hugmynd að borðskreytingu í hverju blaði. Að þessu sinni gefur að líta litríka appelsínuskreytingu og fleira fallegt (bls.31-33). Njóttu Vikunnar Sigríður Arnardóttir ritstjóri Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjóraf ulltrúi Anna Kristine Magnúsdóttir Sími: 515 5637 Anna@frodi.is Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Ivan burkni útlitsteiknari Grafískir hönnuðir Ivan Burkni ivansson Ómar Örn Sigurðsson Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.