Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 11
Svonafara þessir
vinnupjarkar að:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borjgarstjóri:
„Eg nota ekkert sérstakt
kerfi við að skipuleggja vinnu
mína. Allavega ekki meðvitað.
Það getur verið erfitt að skipu-
leggja því hér á landi er mikið
áreiti og lítill aðdragandi að
hlutunum, fólk ætlast til að allt
gerist á stundinni. Samt skipu-
legg ég auðvitað fram í tímann
og skrái hjá mér allt sem er á
minni könnu, en ég skipulegg
gjarna of stíft og gleymi að
reikna með „frímínútum".
Ég hef góð áform og ætla
mér alltaf að eiga lausan hálf-
an dag í viku til að lesa, eða
bara hugsa, en áður en ég veit
af er sá tími farinn líka. Ég
gæti þess þó að halda föstu-
dagskvöldum og sunnudögum
fyrir sjálfa mig og hefur tekist
það nokkuð vel, það er mér al-
veg nauðsynlegt. Ég hef keyrt
mjög stíft áfram síðastliðin
fjögur ár og það gengur
stöðugt á orkuforðann. Inni-
stæðan, sem hægt er að taka af
ef eitthvað bjátar á, minnkar
auðvitað að sama skapi. Það er
hægt að vinna svona í skamm-
an tíma en ekki til lengdar."
Margrét E. Amórsdóttir, að-
stoðarframkvæmdastjóri hug-
búnaðardeildar SKÝRR
„Ég skipulegg eina viku í
einu og venjulega vinn ég að
því í huganum á sunnudags-
kvöldum og bý til nokkurs
konar tossalista. Gallinn er
bara sá, að í þessum bransa
fara áætlanirnar oft í vaskinn,
það getur verið mjög óþægi-
legt og maður hugsar: „ Jesús
hvað á ég nú að gera?!" En þá
er bara að reyna að vera róleg-
ur og hugsa um eitt í einu.
Þetta er eins og að éta fíl, -
taka bara einn bita í einu. Ég
tek þá kvöldin í að endur-
skipuleggja tímann; maður
þarf að vera svolítið sveigjan-
legur í svona áætlunum.
En ég reyni alltaf að taka
mér svolítið frí frá önnunum
og það má mikið ganga á áður
en ég sleppi badmintontímun-
um mínum."
Krístján Már Unnarsson,
fréttamaður á Stöð 2
„Ég kemst ekki hjá því að
skipuleggja tímann mjög stíft
þessa dagana, því auk þess að
vera í fréttamannsstarfinu,
sem er meira en fullt starf, þá
vinn ég líka að þáttagerð og
hef um mína stóru fjölskyldu
að hugsa.
Það er óvenju mikið álag á
mér núna svo ég verð að
skipuleggja mjög nákvæmlega
langt fram í tímann. Aætlan-
irnar hafa staðist vel hingað til,
en það má ekkert klikka. Ég er
búin að þrautskipuleggja allan
veturinn og ég er meira að
segja byrjaður á sumrinu!
Eg er ekki alltaf svona og
undir venjulegum kringum-
stæðum finnst mér gott að vera
ekkert allt of skipulagður.
Núna er ég að vinna að því að
taka á leigu hús fyrir vestan í
ágúst '99 svo ég geti slappað
vel af eftir törnina í vetur og
vor."
Texti: Jóhanna Harðardóttir
Ék Hk
1. Taktu alltaf til á vinnuboröinu
þinu áöur en þú hættir aö vinna.
Hættu frekar sjálfri vinnunni tíu
minútum fyrr og notaöu þær til að
henda þvi sem þú þarft ekki aö
nota og raöa þvi sem eftir veröur.
3. Skrifaöu minnismida. Meö þvi aö
skrifa niöur þaö sem þú þarft aö
gera næsta dag sparar þú þér
miklu vinnu viö aö rifja það upp.
Auk þess finnst þér þú fljótari aö
vinna úr verkefnunum ef þú getur
strikaö yfir þau jafnóöum og þau
klárast.
3. Gerdu þad leidinlegasta fyrst.
Gamla máltækiö ''illu er best af
lokiö" er í fullu gildi enn. Það, sem
manni finnst leiöinlegt, getur virk-
aö eins og tappi á orkuflæöið,
þess vegna er best aö Ijúka þvi af
strax.
4. Ætladu þér vissan tima i verkefn-
iö og haföu hann rúman. Ef þú lýk-
ur verkinu á styttri tíma en þú hef-
ur ætlað þér hefur þú unniö þér
inn svolitla "pásu". Þú getur lika
farið strax i næsta verkefni og
hætt fyrr.
5. Forgangsradaöu verkefnunum
eftir þvi hversu mikilvæg þau eru
og hve mikið liggur á þeim. Ef list-
inn er of langur veröur einfaldlega
aö klippa neðan af honum. - Svo
einfalt er þaö.
6. Haföu persónulegar þarfir þinar
i huga. Gættu þess aö skipuleggja
ekki vikuna þannig aö þú eigir eng-
an dag fyrir sjálfa(n) þig. Reyndu
aö sleppa öllum fundum einn dag I
viku, eöa að komast hjá þvi aö
fara út af skrifstofunni eöa vinnu-
staðnum einn dag I viku. Þaö hef-
ur góö og afslappandi áhrif aö
eiga frí frá vissum þáttum vinn-
unnar í heilan dag.
V