Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 43
eins latínuna vel, heldur hreif
hann mig svo með sér þegar
hann talaði um Rómverska
keisaraveldið, að ég var komin
til Rómar í latínutímunum.
Þegar Árni talaði um Hadrí-
anus, Julius Cecar og Cicero,
þá var ég stödd við Hring-
leikahúsið og Rómverska
Torgið í Róm með þeim, en
ekki í skólastofu á Grundar-
stígnum. Eg hét því að komast
til Rómar og lét verða af því
strax eftir stúdentspróf fyrir
fjórtán árum. Eg fór ásamt
vini mínum og eftir ársdvöl við
ítölskunám snéri hann heim,
en ég vildi verða eftir“.
Á Islandi hafði Guðný Mar-
grét unnið á ferðaskrifstofunni
Utsýn, selt Islendingum ferðir
til Italíu, tekið á móti útlend-
ingum, sýnt þeim ísland og
verið leiðsögumaður íslend-
inga á Ítalíu. Auk þess hafði
hún unnið í Blómavali með
skólanum og áhugann á þessu
tvennu, ferðamálum og um-
hverfismálum, gat hún sam-
ræmt á Ítalíu: „Eg fór til náms
í garðarkitektúr og lauk þaðan
námi en ferðaþjónustan tog-
aði ímig.“
Þess vegna dreif hún sig í
nám í markaðsfræðum. „Það
er mjög mikilvægt að vera
skapandi þegar maður sinnir
markaðsstörfum, þannig að
garðhönnunin hefur komið
sér vel. Þetta á ekki aðeins við
um markaðsfræðinga, heldur
líka hagfræðinga og viðskipta-
fræðinga; þeir verða að vera
skapandi“.
JAFNRÉTTI KYNJANNA í
HÁVEGUM HAFT
Guðný Margrét segir algengt
að á Norður-Italíu séu konur í
valdamiklum stöðum: „Þær
geta verið bankastjórar og
framkvæmdastjórar í stórum
fyrirtækjum og þær eru á
sömu launum og karlmenn.
Hér er það þannig í raun að
kona, sem er í sömu stöðu og
karlmaður fær sömu laun og
karlmaður. Kona, sem ætlar
sér að ná langt hér á Ítalíu nær
langt - svo og konur sem hafa
alið barn. Karlmenn hér líta
þannig á að kona sem hefur
alið barn, hafi náð meiri
þroska en þeir geta nokkru
sinni náð og hér er mikil virð-
ing borin fyrir mæðrum.
Heima á Islandi finnst mér
mæðrum frekar vera refsað
heldur en hitt“.
Henni finnst kvenréttinda-
baráttu á íslandi hafa farið aft-
ur: „Miðað við hvað hafði
áunnist, finnst mér allt vera að
færast í fyrra horf heima,“ seg-
ir hún. Laun eru allt of oft
kynbundin á íslandi „Það er
ein ástæða þess að ég ætti
erfitt með að snúa aftur heim
núna“.
VERÐ AÐ VERA ÁKVEÐ-
IN, FYLGIN MÉR OG
METNAÐARGJÖRN
Við sitjum við hádegisverð-
arborð á heimili Guðnýjar
Margrétar og Marco De Poi.
Á boðstólum eru allir helstu
Farsíminn hennar Guðnýjar Margrétar
hringir látlaust, enda er mikill áhugi hjá
ítölum að heimsækja ísland. Hér situr hún
á einu elsta kaffihúsinu í Mílanó, Cova.
réttir ítala og við sitjum við
borðið fram eftir degi. Okkur
þykir vænt um þetta boð, ekki
síst þar sem Marco sagði okk-
ur hvers vegna
hann vildi bjóða
okkur í hádegis-
mat á sunnudegi
en ekki í kvöld-
mat á virkum
degi:
„Hádegismat-
urinn að lokinni
messu er mikil-
væg stund hér á
Ítalíu. Þá bjóð-
um við fjöl-
skyldu og vinum
og njótum dags-
ins með þeim.
Kvöldmaturinn
skiptir ekki jafn
miklu máli; allir
þurfa að borða
að loknum
vinnudegi hvort
sem er“.
Heimilið er afar smekklegt
og listrænt. Þar gefur að líta
listaverk eftir Marco og þegar
hann sest við píanóið og spilar
fyrir okkur eigin lög er mynd-
in fullkomnuð: Svona er ítal-
ía! En er eitthvað sem Guðný
Margrét myndi vilja flytja frá
íslandi ti! Ítalíu - og öfugt?
Það stendur ekki á svarinu:
„Ég myndi vilja flytja ís-
lenska náttúru og landslagið
okkar hingað - og ítölsku torg-
in heim,“ segir hún. „Torgin
hér eru miðpunkturinn; þar
hittast vinir og ræða málin“.
Guðný Margrét er mjög jafn-
>
lynd manneskja og
það er ekkert sem fær
hana til að rjúka upp.
Sá eiginleiki hefur
vafalaust nýst henni
vel í starfi, enda hefur
hún náð frábærum ár-
angri við að markaðs-
setja ísland á Ítalíu.
Hún hefur mikil sam-
skipti við fjölmiðla og
á þessu ári hafa til
dæmis komið um
fimmtán þættir um ís-
land á ítölsku sjón-
varpsstöðvunum:
„Mesta umfjöllun
fáum við í ítalska rík-
issjónvarpinu, en þar
er áhorfið mest,“ segir
hún. „Hér eru tólf
sjónvarpsstöðvar og
næststærstu stöðvarnar á eftir
ríkissjónvarpinu eru í eigu
Berlusconi. Það er mikið horft
á sjónvarp í þessu landi og að
meðaltali eru þrjú sjónvarps-
tæki á hverju heimili: eitt í eld-
húsinu, þar sem matseldin fer
fram og vandamál og pólitík
rædd; annað í setustofunni, en
það tæki er einkum notað þeg-
-ar-fjölskyldan kemur saman,
til dæmis til að fylgjast með
fótboltaleik og svo er þriðja
sjónvarpstækið í svefnher-
berginu !!“.
En er ekki erfitt að komast
að með „sitt efni“ inn á stöðv-
arnar?
„Jú, það tók mi^ nokkurn
tíma,“ segir hún. „Eg þurfti að
finna upp á ákveðinni tækni til
að koma Islandi að og auðvit-
að hef ég þurft að vera ákveð-
in, fylgin mér og metnaðar-
gjörn!“
Guðný Margrét hefur lagt
ríka áherslu á að ekki sé ein-
göngu sýnd íslensk náttúra í
ítölsku sjónvarpi. Hún hefur
séð til þess að fléttað hefur
verið viðtölum við þekkta ís-
lendinga inn í þættina, og má
þar nefna Ólaf Ragnar
Grímsson forseta íslands,
Davíð Oddsson, Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur og Rann-
veigu Rist:
„Sumir þessara þátta hafa
verið sýndir allt að fjórum til
fimm sinnum, sumir í styttri
útgáfu," segir hún.
Þótt hún samsinni því að
sjónvarpið sé mikill áhrifa-
valdur segir hún að aldrei
43