Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 8
500 kíló eiga að fjúka fyrir jól!
um lífsstíl
Þegar þau hittust fyrst var sameiginlegur þungi þeirra
4,8 tonn - 4800 kíló - og ef þau vaeru öll meó sama
beltið þyrfti það að vera 50 metrar að lengd. Þessar
fimmtíu mannesl<JUr eru í sameiginlegu aðhaldi við að breyta lífsstílnum og ætla að mæta
á fundi hvert mánudagskvöld fram til jóla. Þau gera samning við sig sjálf um hversu mik-
ið þau ætli að léttast og að þau ætli að mæta á fundi alla mánudaga og ef samningurinn
rofnar hafa þau ekki við neinn að sakast nema sig sjálf. Markmiðið er að þessi hópur
missi 500 kíló á 12 vikum.
Þau ætla að losa sig við 500 kíló fyrir jól! Kátur hópur í aðhaldi ásamt Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur næringarráðgjafa
og Arnmundi Jónassyni, sölu- og markaðsstjóra.
Pað er fyrirtækið
Thorarensen-Lyf sem
stendur fyrir þessu
ókeypis aðhaldi. Þetta mánu-
dagskvöld eru um fjörutíu
manns saman komin til að
hlýða á Guðrúnu Þóru Hjalta-
dóttur næringarráðgjafa og
Arnmund Jónasson, sölu- og
markaðsstjóra, þar sem þau
kynna einingakerfi Nupo-létt.
Þunginn sem hópurinn kemur
með í salinn er í algjörri and-
stöðu við léttleikann sem svíf-
ur í loftinu. Þetta fólk veit að
það er ekki eitt að berjast við
kílóin; þarna fá þau stuðning
frá öðrum sem takast á við
sama vandamál.
Þau fá í hendur bæklinga.
Einn þeirra skýrir hugmynda-
fræðina bak við Nupo-létt
kúrinn og þar eru leiðbeining-
ar um hvernig best er að bera
sig að. Þarna er líka að finna
lista yfir matartegundir og
hversu margar hitaeiningar
hver fæðutegund inniheldur.
Þau mega borða 10-12 ein-
ingar - þ.e. 600 hitaeiningar - á
dag og geta sett matseðilinn
saman eftir vild. Þess á milli
mega þau drekka Nupo-létt í
magni sem gefur þeim 400
hitaeiningar á dag, en það eru
5 - 6 glös. Karlmenn þurfa
meira en konur þannig að
matur og duft, mega innihalda
1000-1200 hitaeiningar á dag.
Arnmundur Jónasson, sölu-
og markaðsstjóri, segir mark-
miðið, 500 kíló, þýða að hvert
um sig missi 9,8 kíló: „Við
leggjum áherslu á að fólk auki
grænmeti í fæðunni og bend-
um á að því minna sem fólk
borði, því hægari verði
brennslan. Það er líka áríð-
andi að forðast hitaeininga-
ríka fæðu, eins og sósur og
feitmeti, og auka hreyfinguna.
Við verðum með gönguhóp
og ætlum að ganga saman
þrisvar í viku.”
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
leggur ríka áherslu á það við
hópinn að þau séu ekki í
megrun, heldur sé markmiðið
að breyta um lífsstíl: „Þriðji
hver íslendingur er orðinn of
feitur,” bendir hún á, „og 20%
Islendinga eiga við alvarlegt
offituvandamál að stríða”.
Hún bendir á að það að
grennast snúist ekki eingöngu
um að það sé betra að bera
léttari líkama, heldur verði
þeir sem eru of þungir sjúk-
lingar mun fyrr en aðrir. „Að-
haldið byggist á því að hjálpa
ykkur að komast úr víta-
hringnum.”
Þau hlusta af athygli og taka
þessu greinilega af alvöru. A
mánudagsfundunum, sem
fram undan eru fram að jól-
um, fá þau fyrirlesara. Þau
eru beðin að koma í pontu og
tala til hópsins til að efla
sjálfstraustið og Guðrún Þóra
og Arnmundur verða ævin-
lega til taks til að svara spurn-
ingum sem upp kunna að
koma.
Það verður spennandi að
fylgjast með árangrinum og
það munar um minna en 500
kíló! VIKAN mun fylgjast
með framvindu mála og segja
ykkur frá árangrinum...
Texti: Anna Kristine Magnúsdóttir
Mynd: Sigurjón Ragnar
8